Fréttablaðið - 15.05.2021, Side 81
Sýning Huldu Vilhjálms-
dóttur, Fljúgðu, stendur yfir
í NORR11 á Hverfisgötu. Þar
má sjá klippimálverk og port-
rettmyndir sem listakonan
vann síðastliðinn vetur.
kolbrunb@frettabladid.is
„Ég kalla klippimálverkin klippi-
abstrakt,“ segir Hulda. „Ég nota
örþunnan japanskan pappír á móti
þykkari pappír og mála svo yfir í
lögum með vatnslitum og bleki og
lími á striga. Þetta er vinna sem
ég hef verið að þróa nokkuð lengi,
alveg frá því ég útskrifaðist úr námi.
Þarna mætast fínleiki og hráleiki og
ljósir litir mæta þeim dekkri. Leiðar-
stefið í þessum verkum er að skapa
jafnvægi á milli efnis og forma á
myndfletinum.“
Er sívinnandi
Hulda hefur verið að þróa portrett-
myndir sínar í mörg ár. „Þær byrj-
uðu fyrst sem sjálfsmyndir en síðar
fór ég að spegla mig við aðrar konur.
Í portrettmyndunum á þessari sýn-
ingu, sem eru af konum, er ákveðin
mýkt áberandi. Þar nota ég blek og
vatnsliti.“
Leikgleði einkennir verk in.
„Hvítt, blátt og grænt er ríkjandi
í þessum myndum, það er eins og
sumarið sé að brjótast fram,“ segir
Hulda sem er mjög af kastamikil
listakona. „Ég er sívinnandi, bæði
heima og á vinnustofunni, og geng
með skissubækur á mér.“
Sterk köllun
Hún segist vera í myndlistinni af
ástríðu. „Á sínum tíma fékk ég svo
sterka köllun, það var eins og eld-
gos. Ég hef aldrei efast um að þetta
sé það sem mér er ætlað að gera.
Það gengur misvel að lifa af mynd-
listinni en maður má ekki hætta ef
illa gengur. Ég öðlast frelsi með því
að mála og þar get ég verið í ævin-
týraheimi með sjálfri mér.“
Hulda hefur haldið fjölda bæði
einka- og samsýninga heima og
erlendis og eiga listasöfn og einka-
aðilar verk eftir hana. Árið 2007
var hún tilnefnd til Carnegie ART
Award og 2018 til Íslensku mynd-
listarverðlaunanna fyrir einkasýn-
inguna Valbrá í Kling og Bang. Árið
2020 hlaut Hulda Tilberann, mynd-
listarverðlaun Nýlistasafnins, fyrir
störf sín í myndlist síðastliðna tvo
áratugi.
Sýningin í NORR11 stendur til
15. júní. ■
Í ævintýraheimi þegar hún málar
Þarna mætast
fínleiki og hrá-
leiki og ljósir
litir mæta þeim
dekkri, segir
Hulda.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ég er sívinnandi, bæði
heima og á vinnustof-
unni og geng með
skissubækur á mér.
Menning 45LAUGARDAGUR 15. maí 2021