Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 88
Þótt Flosi Þorgeirsson hafi fengið heiftarlegt kvíðakast við frábær viðbrögð hópfjár­ mögnunar fyrstu sólóplötu sinnar er gítarleikarinn í HAM tilbúinn til að taka sviðið. toti@frettabladid.is Flosi Þorgeirson er þekktastur sem gítarleikari þeirrar goðsagna­ kenndu hljómsveitar HAM og hefur sem slíkur látið lítið á sér bera og kunnað best við sig í bakgrunninum á sviðinu með HAM. „Ég hef lítið verið í því að semja lög og allt sem ég setti saman fannst mér bara ekkert merkilegt. Þannig að ég hef bara eiginlega alltaf verið hljóðfæraleikari,“ segir Flosi. „Þetta byrjaði fyrir svona rúmum tíu árum síðan og ég tengi það mikið við það að ég krassaði bara algerlega 2009 og endaði inni á geðdeild með kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugs­ anir. Allan þann pakka bara. Þar voru geðlæknar sem sögðu mér bara að ég yrði að hætta að drekka og yrði að taka þetta þung­ lyndi sterkum tökum. Ég hlýddi því bara og fór í góða meðferð,“ segir Flosi. Risastórt skref „Ég held að upp frá því verði bara svo miklar breytingar, bæði á per­ sónuleikanum og hugsuninni, þannig að allt í einu minnkaði þetta óöryggi og sjálfsvanmat einhvern veginn svo mikið að mér fór bara að þykja þetta fínt sem ég var að setja saman. Og ég er bara allt í einu kominn með nokkur lög sem voru föst í hausnum á mér og þau vildu bara ekkert fara.“ Flosi segir að hugmyndin um að hann þyrfti að gera eitthvað við þessi lög og gefa þau út hafi orðið stöðugt ágengari. „Sumar hugmynd­ ir vilja bara ekki fara úr hausnum á mér og maður veit að maður verður að láta undan þessu. Það var eigin­ lega bara þannig. Ég fann að þetta var eiginlega farið að gera mig brjálaðan,“ segir Flosi og bendir á að þetta sé rosalegt skref fyrir hann. „Ég hef alltaf viljað halda mig í bakgrunninum. Ekki trana mér fram. Mér finnst fínt að vera bara gítarleikarinn í bandinu og ekki sá sem er kallaður í viðtöl eða neitt svoleiðis en þetta er dálítið skref. Nú er þetta bara ég sem er í fararbroddi og öll athyglin beinist að mér þann­ ig að það hefur bara verið heilmikil barátta við kvíðann út af því.“ Flosi ákvað því að láta reyna á hópfjármögnun útgáfunnar á Karo­ lina Fund þar sem viðbrögðin settu hann gjörsamlega út af laginu. „Ég átti nú von á því að þetta myndi ganga sæmilega,“ segir Flosi sem gaf söfnuninni 40 daga og hugð­ ist leggja til sjálfur það sem upp á vantaði svo söfnunin færi ekki for­ görðum. „Ég var eiginlega hvattur til þess af vinum mínum sem voru alltaf að segja að ég yrði enga stund að ná þessu. Ég trúði því náttúrlega ekk­ Kvíðasjúki gítarleikarinn tekur sviðið Flosi Þorgeirs- son er tilbúinn til þess að sleppa sinni fyrstu sóló- plötu lausri og eftir frábæran árangur í hóp- söfnuninni á Karolina Fund er ekkert til fyrir- stöðu. Ekki einu sinni kvíðinn sem helltist yfir hann við þessi góðu viðbrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Arnar Geir trommari og Flosi gítarleikari með hina HAM- arana, S. Björn Blöndal, Sigur- jón Kjartans- son og Óttar Proppé, á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is ert sjálfur vegna þess að vinir mínir hafa miklu meiri trú á mér heldur en ég sjálfur. Það er bara þannig,“ segir Flosi um söfnunina. Mesta kvíðakast síðari ára „Síðan voru viðbrögðin bara svo tryllt. Á innan við sólarhring voru þessar 5.300 evrur, eitthvað um 800 þúsund krónur, sem ég ætlaði að safna, komnar í hús. Núna er þetta í 156 prósentum og ég er kominn með svo miklu meira en ég ætlaði mér í upphafi og þá fékk ég náttúr­ lega bara bullandi kvíðakast. Það eru mín viðbrögð. Flestir eðlilegir ættu að gleðjast yfir slíku en ég er ekki beint eðli­ legur. Ég er með þunglyndis­ og kvíðaröskun og mín viðbrögð voru því að fá eitt mesta kvíðakast sem ég hef fengið árum saman.“ Flosi segir að það þýði ekkert fyrir skynsemina að brjótast í gegn þegar svona áhlaup kemur og ómögu­ legt að svara hvað valdi því. „Það er svo skrýtið með þennan kvíða einhvern veginn. Ég veit það ekki. Hann er bara bilaður. Þetta er eins og að standa á hengiflugi og segja sjálfum þér að allt sé í fína. Heilinn hlustar ekki á það og sendir ærandi hættuboð um allan líkamann. Þetta er svipað nema það kemur hjá mér þegar það ætti eiginlega ekki að gerast. Það er svo sem eðli­ legt ef maður stendur á kletti en ekki þegar fólk er að flykkjast til að hjálpa manni að láta draum sinn rætast.“ Haustið er tíminn Upptökum á plötunni er í raun lokið en eftirvinnslan er eftir. „Upptöku­ maðurinn minn fékk Covid­sprautu og varð fárveikur þannig að hann er ekki alveg búinn að senda mér það sem hann er búinn að vera að mixa. En næsta skref er að hlusta á það sem ég er búinn að taka upp og athuga hvort það sé nógu gott eða hvort það þurfi eitthvað að bæta við. LÍFIÐ 15. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.