Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 2

Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 2
Ljósleiðari í flýti Beint morgunflug Tenerife í sumar Marylanza 10. júlí í 7 nætur 2 fullorðnir og 2 börn Frá 114.900 kr www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 kristinnpall@frettabladid.is REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hefja vinnu að stöðluðu umsóknarformi fyrir einstaklinga sem óska eftir því að gefa borginni bekki til minningar um látna ást- vini. Með því ætti ferlið við að sækja um að fá að gefa slíka bekki verða einfaldara. Miðað er við að minn- ingarbekkirnir fái sama viðhald og aðrir bekkir á vegum borgarinnar og er áætlaður líftími þeirra um tíu ár. „Það hafa ekki margar umsóknir komið inn undanfarin ár,“ segir Þór- ólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Það hefur aldrei verið auglýst að þetta sé hægt heldur hvert mál fyrir sig tekið og leyst með viðkomandi aðila og það eru nokkrir bekkir til staðar í Reykjavík,“ segir hann. „Maður sér oft svona bekki í borg- um erlendis og veit að það eru ein- hverjir slíkir bekkir í öðrum sveitar- félögum á Íslandi þó að þetta sé ekki orðið að neinni hefð á Íslandi.“ Þórólfur segir það auðvelda ferlið að hafa skýrari verkferla. „Við reyndum að skoða verkferla í þessum málum frá öðrum borgum og þetta ætti að einfalda ferlið. Kannski fer umsóknunum að fjölga núna.“ n Festa verkferla fyrir minningarbekki Einn minningarbekkur stendur við Sæbrautina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnpall@frettabladid.is VEÐUR „Það ætti að hafa lægt tals- vert eftir miðnætti um leið og gula viðvörunin fellur úr gildi. Auðvitað fylgjumst við alltaf með stöðunni og þetta getur breyst því það bætir í úrkomu þegar líða tekur á dag- inn,“ segir Óli Þór Árnason, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður hvort von sé á að gula við- vörunin sem var í gildi á Íslandi í gær teygi sig inn í helgina. „Það er ekki hægt að útiloka að það verði gul viðvörun um helgina en það er ekki líklegt. Það þarf að bæta í vind til þess.“ Óli segir að með úrkomunni minnki hættan á gróðureldum á ákveðnum svæðum. „Hættan er óðum að minnka en aðeins þar sem úrkoman er um helgina, á Suður- og Vesturlandinu, en hún er enn til staðar annars staðar.“ n Vætusöm helgi í höfuðborginni Mikil rigning var í borginni í gær, hún er sögð minnka líkur á gróðureldum. Aftur er að færast líf í verslun- ina við bensínstöð Olís undir Hamraborg sem lokað var um áramótin. Listagalleríið Y verður opnað þar um næstu helgi. Myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson kveðst hafa heillast af arki- tektúr Hamraborgar. gar@frettabladid.is MENNING „Þetta er ótrúlega áhuga- verður arkitektúr og staður,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson, sem ásamt Olgu Lilju Ólafsdóttur stendur að listagall- eríinu Y sem reka á næstu mánuði í gömlu bensínstöð Olís í bílakjallar- anum í Hamraborg í Kópavogi. Olga stóð meðal annars að stofn- un Ásmundarsalar sem einkarekins sýningarsalar í gamla Listasafni ASÍ. Sigurður Atli segir það ekki síst hafa verið arkitektúr Benjamíns Magn- ússonar, sem teiknaði Hamraborg- ina, sem dró þau Olgu að staðnum. Sjálfur kveðst Sigurður alltaf hafa haft áhuga á rýminu. Hamraborgin minni hann á Marseille þar sem hann dvaldi í fimm ár í masters- námi. Arkitektúrinn sé í anda hins franska „cite“ þar sem allt líf nútíma borgarmannsins er samþætt í eina byggingu. „Við lítum dálítið þann- ig á að við séum að taka upp þessa útópísku hugmyndafræði sem býr í arkitektúrnum, að geta boðið upp á myndlist í nærsamfélaginu,“ segir hann. Þarna segir Sigurður einnig koma til sögunnar arkitektúr bensín- stöðvarinnar sjálfrar sem hafi þrjár gluggahliðar, sem sé öfugt við hefð- bundna listsýningarsali. Þetta þýði meðal annars að þótt aðeins verði opið inn í húsnæði tvo eftirmið- daga í viku geti áhorfendur haldið áfram að njóta listaverkanna í gall- eríinu utan frá. „Þetta er mjög flott sýningarrými fyrir þrívíð verk og á þau verður fókusinn,“ segir hann. Bensínstöð Olís undir Hamra- borg var opnuð árið 1980. Verslun- inni var lokað um síðustu áramót en sölu á eldsneyti haldið áfram í sjálfsafgreiðslu undir merkjum ÓB. Húsnæðið hefur því staðið autt um skeið. Sigurður segist þakklátur Olís fyrir að hafa verið til í samstarfið. „Það er mjög skemmtilegt tvist að þarna verður áfram fólk að dæla bensíni og þetta verður samlífi sam- tíma myndlistargallerís og bensín- stöðvar,“ segir hann. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís, segir um að ræða mjög ánægjulegt samstarfsverkefni. „Við kolféllum fyrir hugmyndinni og viljum endilega prófa og sjá hvort þetta mælist ekki vel fyrir. Við erum mjög dugleg í ýmsum samfélagsleg- um verkefnum og fannst þetta vera mjög skemmtilegur vinkill á það. Það getur vel verið að við útfærum þessa hugmynd nánar með ein- hverjum hætti,“ segir Jón Árni. Galleríið verður opnað eftir viku með sýningu á verkum Unu Bjargar Magnúsdóttur, sem fékk hvatning- arverðlaun Íslensku myndlistar- verðlaunanna. n Listin tekur yfir bensínstöð Sigðurður Atli Sigurðsson þar sem senn verður galleríið Y. Nafnið vísar bæði í gamla einkennisstafinn á bílum í Kópavogi og í gula litinn í CMYK-litakerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það getur vel verið að við útfærum þessa hugmynd nánar með einhverjum hætti. Jón Árni Ólafs- son, sviðsstjóri smásölusviðs Olís. Menn og vélar í óðaönn að leggja nýjan ljósleiðara við Suðurstrandarveg. Framkvæmdum var flýtt til að koma ljósleiðaranum fyrir áður en hraun úr eld- gosinu í Geldingadölum rennur yfir svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.