Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 6
Á undanförnum árum
hefur Persónuvernd átt
fundi með flokkunum
og sinnt frumkvæðis-
eftirliti um vinnslu
persónuupplýsinga í
aðdraganda kosninga
Parket
Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi
og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14.
Komdu við og ræddu við sérfræðinga
Parka og fáðu faglega ráðgjöf
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570
Mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna hefur í
annað skipti birt álit um brot
ríkisins gegn samningi um
borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi. Fyrst var það kvóta-
kerfið en nú dómþoli í man-
salsmáli.
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna hefur birt
álit þess efnis að íslenska ríkið hafi
brotið gegn samningi Sameinuðu
þjóðanna um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi með því að vista
einstakling í einangrun í 32 daga
árið 2009 án þess að gefa nægilegar
ástæður fyrir nauðsyn slíkrar vist-
unar.
Kærandi málsins, litáískur ríkis-
borgari, var ásamt fjórum öðrum
einstaklingum dæmdur til fang-
elsisvistar fyrir mansal árið 2010.
Hann fékk fjögurra ára dóm.
Málið vakti mikla athygli á sínum
tíma. Brotaþolinn kom til landsins
með f lugvél frá Varsjá í Póllandi.
Áður en vélin lenti var lögreglu gert
viðvart um konu sem lét ófriðlega
í vélinni. Hún var flutt á sjúkrahús
við komuna til landsins og þaðan á
lögreglustöð. Þrír menn frá Litáen
biðu hennar í Leifsstöð og vitjuðu
hennar einnig á Landspítalanum
og á lögreglustöðinni við Hverfis-
götu. Konunni var komið fyrir í hús-
næði á vegum félagsþjónustunnar á
Suðurnesjum, þaðan sem hún hvarf
daginn eftir. Hún kom svo í leitirnar
eftir að lýst var eftir henni og var þá
á hótelherbergi sem kærandinn í því
máli sem hér um ræðir hafði tekið á
leigu. Í millitíðinni höfðu dómfelldu
geymt hana í íbúð í Hafnarfirði.
Kærandinn var dæmdur í fjög-
urra ára fangelsi í Hæstarétti. Sann-
að þótti að hann hefði haft afskipti
af konunni mun fyrr en hann hélt
sjálfur fram. Hann hefði sótt hana í
íbúð félagsþjónustunnar í Keflavík
og „prófað hana“ í íbúðinni í Hafn-
arfirði áður en hann leigði hótelher-
bergið þar sem konan fannst.
Í áliti nefndarinnar, sem birt var
á vef mannréttindafulltrúa Samein-
uðu þjóðanna í mars síðastliðnum,
kemur fram að kærandinn freistaði
þess fyrst að vísa kæru sinni til
Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar
var málinu vísað frá og leitaði hann
því til nefndarinnar.
Í kvörtun sinni segist kærandinn
hafa flutt til Íslands frá Litáen árið
2007 og hafa eignast hér vini frá
heimalandi sínu. Hann hafi hvorki
orðið var við neina ólöglega hátt-
semi vina sinna né hafi hann sjálfur
verið í slíkri háttsemi. Í október 2009
hafi vinur hans kynnt kærustu sína
fyrir honum. Hún væri í húsnæðis-
hrakningum og hann hafi verið
beðinn um að hjálpa henni. Hann
hafi leigt fyrir hana hótelherbergi,
gefið henni mat og peninga. Viku
síðar hafi hann séð í fjölmiðlum að
lögreglan leitaði hans og hafi hann
strax gefið sig fram við lögreglu.
Þann sama dag hafi hann verið
færður fyrir dómara og úrskurð-
aður til einangrunarvistar, fyrst í
þrjá daga sem svo var framlengd á
vikufresti til 11. nóvember á þeim
grundvelli að hann væri grunaður
um þátttöku í mansali og gæti spillt
sönnunargögnum eða haft áhrif
á vitnisburði annarra sætti hann
ekki einangrun. Þann 11. nóvem-
ber hafi héraðsdómur framlengt
einangrunarvist um þrjár vikur en
þann úrskurð hafi Hæstiréttur fellt
úr gildi á þeim forsendum að ekki
væru lengur löglegar forsendur
fyrir einangrunarvist. Var hann þá
leystur úr einangrun en sætti áfram
gæsluvarðhaldi. Kærandinn hélt því
fram í kvörtun sinni að brotið hefði
verið gegn 9. grein samningsins um
rétt hans til frelsis og mannhelgi.
Vísað er til fjölda annarra meintra
brota gegn samningnum í kvörtun
mannsins. Hann hafi mátt þola mis-
munun á grundvelli þjóðernis, með-
ferð yfirvalda á honum hafi verið
innblásin af umfjöllun fjölmiðla.
Aðstæður í einangrunarvistinni
hafi verið hörmulegar en stóran
hluta hennar hafi kærandinn verið
vistaður á lögreglustöðinni í Kefla-
vík við þröngan kost. Nefndin taldi
málsvörn ríkisins trúverðuga um
þessi atriði og vísaði þeim frá.
Að mati nefndarinnar fól einangr-
unarvist kærandans hins vegar í sér
tvíþætt brot gegn umræddu ákvæði
samningsins. Annars vegar hafi
lengd einangrunarvistarinnar farið
fram úr því hámarki sem lög leyfðu
á þeim tíma sem málið var til rann-
sóknar. Hins vegar hafi ekki verið
færð nánari rök fyrir því í úrskurð-
um um einangrun, hvers vegna svo
þungbær ráðstöfun gæti talist nauð-
synleg, umfram tilvísanir til ákvæða
í lögum um meðferð sakamála. Með
þessum rökum taldi nefndin ríkið
hafa verið brotlegt gagnvart kær-
andanum.
Í álitinu er minnt á skyldu ríkisins
til að bæta brot á réttindum sem ein-
staklingum eru tryggð samkvæmt
samningnum. Er ríkinu gert að upp-
lýsa nefndina innan sex mánaða um
hvernig brugðist verður við því.
Samk væmt upplýsingum frá
dómsmálaráðuneytinu hefur álitið
verið móttekið og er þar til skoð-
unar. Þetta mun aðeins vera í annað
skiptið sem nefndin gefur álit um
brot íslenska ríkisins á réttindum
einstaklinga samkvæmt samningn-
um. Fyrra álitið er frá árinu 2008 en
í því var talið að íslenska fiskveiði-
stjórnkerfið stangaðist á við jafn-
ræðisreglu samningsins. n
Mannréttindanefnd telur ríkið hafa
brotið gegn dómþola í mansalsmáli
Mansalsmálið var umfangsmikið og vakti bæði athygli og mikinn óhug þegar það kom upp árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lagaákvæði og viðmið
um einangrunarvist
hafa tekið nokkrum
breytingum frá því
umrætt mál var til
rannsóknar.
adalheidur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Póst- og fjarskiptastofn-
un (PFS) hafa borist tvær kvartanir
vegna óumbeðinna fjarskipta stjórn-
málaflokka nú í aðdraganda kosn-
inga. Þetta kemur fram í svari PFS við
fyrirspurn blaðsins. Báðar kvartanir
eru í vinnuferli hjá stofnuninni.
Kvartanirnar beinast annars vegar
að Sósíalistaflokki Íslands og hins
vegar að Sjálfstæðisflokknum. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
lýtur kvörtun undan Sjálfstæðis-
f lokknum að úthringingum fyrir
Guðlaug Þór Þórðarson, en sá sem
kvartaði kvaðst vera bannmerktur
í símaskrá. Maki viðkomandi hafði
einnig fengið símtal þrátt fyrir að
vera ekki skráður í flokkinn, að því
er fram kemur í kvörtuninni.
PFS hefur ekki sent stjórnmála-
flokkunum leiðbeiningar um notk-
un símanúmera í kosningabaráttu
en vísar til vefsíðu sinnar um leið-
beiningar um óumbeðin fjarskipti
og beina markaðssetningu.
Engin kvörtun hefur borist Per-
sónuvernd í aðdraganda kosninga,
að sögn Helgu Þórisdóttur for-
stjóra. Aðspurð hvort og hvaða
leiðbeiningar f lok karnir haf i
fengið um notkun félagatals og
símanúmera segir Helga Persónu-
vernd þrívegis hafa fundað með
fulltrúum og framkvæmdastjórum
stjórnmálaflokkanna undanfarin
ár, þar sem almennar leiðbeiningar
hafa verið veittar um vinnslu per-
sónuupplýsinga. Þá bendir hún á
álit stofnunarinnar frá 5. mars 2020
um notkun stjórnmálasamtaka á
samfélagsmiðlum fyrir kosningar
til Alþingis. n
Kvartað undan
tveimur flokkum
Guðlaugur Þór sækist eftir forystu í
Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
6 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR