Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 6
Á undanförnum árum hefur Persónuvernd átt fundi með flokkunum og sinnt frumkvæðis- eftirliti um vinnslu persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna hefur í annað skipti birt álit um brot ríkisins gegn samningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Fyrst var það kvóta- kerfið en nú dómþoli í man- salsmáli. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur birt álit þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi með því að vista einstakling í einangrun í 32 daga árið 2009 án þess að gefa nægilegar ástæður fyrir nauðsyn slíkrar vist- unar. Kærandi málsins, litáískur ríkis- borgari, var ásamt fjórum öðrum einstaklingum dæmdur til fang- elsisvistar fyrir mansal árið 2010. Hann fékk fjögurra ára dóm. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Brotaþolinn kom til landsins með f lugvél frá Varsjá í Póllandi. Áður en vélin lenti var lögreglu gert viðvart um konu sem lét ófriðlega í vélinni. Hún var flutt á sjúkrahús við komuna til landsins og þaðan á lögreglustöð. Þrír menn frá Litáen biðu hennar í Leifsstöð og vitjuðu hennar einnig á Landspítalanum og á lögreglustöðinni við Hverfis- götu. Konunni var komið fyrir í hús- næði á vegum félagsþjónustunnar á Suðurnesjum, þaðan sem hún hvarf daginn eftir. Hún kom svo í leitirnar eftir að lýst var eftir henni og var þá á hótelherbergi sem kærandinn í því máli sem hér um ræðir hafði tekið á leigu. Í millitíðinni höfðu dómfelldu geymt hana í íbúð í Hafnarfirði. Kærandinn var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi í Hæstarétti. Sann- að þótti að hann hefði haft afskipti af konunni mun fyrr en hann hélt sjálfur fram. Hann hefði sótt hana í íbúð félagsþjónustunnar í Keflavík og „prófað hana“ í íbúðinni í Hafn- arfirði áður en hann leigði hótelher- bergið þar sem konan fannst. Í áliti nefndarinnar, sem birt var á vef mannréttindafulltrúa Samein- uðu þjóðanna í mars síðastliðnum, kemur fram að kærandinn freistaði þess fyrst að vísa kæru sinni til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar var málinu vísað frá og leitaði hann því til nefndarinnar. Í kvörtun sinni segist kærandinn hafa flutt til Íslands frá Litáen árið 2007 og hafa eignast hér vini frá heimalandi sínu. Hann hafi hvorki orðið var við neina ólöglega hátt- semi vina sinna né hafi hann sjálfur verið í slíkri háttsemi. Í október 2009 hafi vinur hans kynnt kærustu sína fyrir honum. Hún væri í húsnæðis- hrakningum og hann hafi verið beðinn um að hjálpa henni. Hann hafi leigt fyrir hana hótelherbergi, gefið henni mat og peninga. Viku síðar hafi hann séð í fjölmiðlum að lögreglan leitaði hans og hafi hann strax gefið sig fram við lögreglu. Þann sama dag hafi hann verið færður fyrir dómara og úrskurð- aður til einangrunarvistar, fyrst í þrjá daga sem svo var framlengd á vikufresti til 11. nóvember á þeim grundvelli að hann væri grunaður um þátttöku í mansali og gæti spillt sönnunargögnum eða haft áhrif á vitnisburði annarra sætti hann ekki einangrun. Þann 11. nóvem- ber hafi héraðsdómur framlengt einangrunarvist um þrjár vikur en þann úrskurð hafi Hæstiréttur fellt úr gildi á þeim forsendum að ekki væru lengur löglegar forsendur fyrir einangrunarvist. Var hann þá leystur úr einangrun en sætti áfram gæsluvarðhaldi. Kærandinn hélt því fram í kvörtun sinni að brotið hefði verið gegn 9. grein samningsins um rétt hans til frelsis og mannhelgi. Vísað er til fjölda annarra meintra brota gegn samningnum í kvörtun mannsins. Hann hafi mátt þola mis- munun á grundvelli þjóðernis, með- ferð yfirvalda á honum hafi verið innblásin af umfjöllun fjölmiðla. Aðstæður í einangrunarvistinni hafi verið hörmulegar en stóran hluta hennar hafi kærandinn verið vistaður á lögreglustöðinni í Kefla- vík við þröngan kost. Nefndin taldi málsvörn ríkisins trúverðuga um þessi atriði og vísaði þeim frá. Að mati nefndarinnar fól einangr- unarvist kærandans hins vegar í sér tvíþætt brot gegn umræddu ákvæði samningsins. Annars vegar hafi lengd einangrunarvistarinnar farið fram úr því hámarki sem lög leyfðu á þeim tíma sem málið var til rann- sóknar. Hins vegar hafi ekki verið færð nánari rök fyrir því í úrskurð- um um einangrun, hvers vegna svo þungbær ráðstöfun gæti talist nauð- synleg, umfram tilvísanir til ákvæða í lögum um meðferð sakamála. Með þessum rökum taldi nefndin ríkið hafa verið brotlegt gagnvart kær- andanum. Í álitinu er minnt á skyldu ríkisins til að bæta brot á réttindum sem ein- staklingum eru tryggð samkvæmt samningnum. Er ríkinu gert að upp- lýsa nefndina innan sex mánaða um hvernig brugðist verður við því. Samk væmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur álitið verið móttekið og er þar til skoð- unar. Þetta mun aðeins vera í annað skiptið sem nefndin gefur álit um brot íslenska ríkisins á réttindum einstaklinga samkvæmt samningn- um. Fyrra álitið er frá árinu 2008 en í því var talið að íslenska fiskveiði- stjórnkerfið stangaðist á við jafn- ræðisreglu samningsins. n Mannréttindanefnd telur ríkið hafa brotið gegn dómþola í mansalsmáli Mansalsmálið var umfangsmikið og vakti bæði athygli og mikinn óhug þegar það kom upp árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lagaákvæði og viðmið um einangrunarvist hafa tekið nokkrum breytingum frá því umrætt mál var til rannsóknar. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Póst- og fjarskiptastofn- un (PFS) hafa borist tvær kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta stjórn- málaflokka nú í aðdraganda kosn- inga. Þetta kemur fram í svari PFS við fyrirspurn blaðsins. Báðar kvartanir eru í vinnuferli hjá stofnuninni. Kvartanirnar beinast annars vegar að Sósíalistaflokki Íslands og hins vegar að Sjálfstæðisflokknum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins lýtur kvörtun undan Sjálfstæðis- f lokknum að úthringingum fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, en sá sem kvartaði kvaðst vera bannmerktur í símaskrá. Maki viðkomandi hafði einnig fengið símtal þrátt fyrir að vera ekki skráður í flokkinn, að því er fram kemur í kvörtuninni. PFS hefur ekki sent stjórnmála- flokkunum leiðbeiningar um notk- un símanúmera í kosningabaráttu en vísar til vefsíðu sinnar um leið- beiningar um óumbeðin fjarskipti og beina markaðssetningu. Engin kvörtun hefur borist Per- sónuvernd í aðdraganda kosninga, að sögn Helgu Þórisdóttur for- stjóra. Aðspurð hvort og hvaða leiðbeiningar f lok karnir haf i fengið um notkun félagatals og símanúmera segir Helga Persónu- vernd þrívegis hafa fundað með fulltrúum og framkvæmdastjórum stjórnmálaflokkanna undanfarin ár, þar sem almennar leiðbeiningar hafa verið veittar um vinnslu per- sónuupplýsinga. Þá bendir hún á álit stofnunarinnar frá 5. mars 2020 um notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis. n Kvartað undan tveimur flokkum Guðlaugur Þór sækist eftir forystu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.