Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 12
Kínverjar vilja rannsaka til- raunastofu í Maryland eftir að Bandaríkjaforseti fyrirskipaði rannsókn á tilraunastofu í Wuhan. Kári Stefánsson telur ákvörðun Bidens byggjast á pólitískri stöðu heima fyrir og að hún hjálpi ekki til í baráttunni við Covid-19. kristinnhaukur@frettabladid.is COVID-19 Kínverjar hafa svarað ákvörðun Bandaríkjanna um að láta leyniþjónustuna rannsaka hvort Covid-19 eigi uppruna sinn í tilraunastofu í Wuhan með kröfu um að tilraunastofa í Maryland verði rannsökuð. Það er rann- sóknarstofa bandaríska hersins í Fort Detrick. „Hvaða leyndarmál eru falin í hinu mjög svo grunsamlega Fort Detrick og þeim 200 bandarísku rannsóknastofum sem eru um heim allan?“ spyr Zhao Liljan, tals- maður kínverska utanríkisráðu- neytisins. Ósk Joes Biden Bandaríkjafor- seta um að uppruni veirunnar verði rannsakaður í Wuhan hefur vakið nokkra athygli. Enda berg- málar hún orð fyrrverandi forseta, Donalds Trump, sem þóttu bera merki samsæriskenninga fremur en alvöru álitaefna. K á r i Stef á nsson, for st jór i Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ekk- ert væri í hendi til að styðja við það að veiran hefði orðið til á til- raunastofu. Hann telur einnig að ósk Bidens sé fyrst og fremst sett fram í pólitískum tilgangi heima fyrir. Það er til að sverja af sér fylgi- spekt við Kínverja sem hann hefur verið sakaður um af Repúblikönum og Trump sérstaklega. En Trump virðist ekki ætla að sleppa taki sínu á flokknum í bráð. „Þessi kenning um tilraunastof- una er ekki vísindaleg af því að það er ekki hægt að afsanna hana,“ segir Kári. „Það er ekkert ólíklegt að það geti gerst að einhver sem vinni með veiru sýkist. Ef hann sýkist getur hann borið veiruna út af rann- sóknastofunni. En við höfum ekk- ert í höndunum sem styður þetta.“ Kári segir að auk þess að byggja á afskaplega litlum upplýsingum skapi þessi getgáta leiðindatilfinn- ingu á tíma þar sem fordómar ríkja gagnvart fólki af asískum uppruna. „Kínverjar eru stór og merkileg þjóð með ríka sögu og mikið af afspyrnu góðu fólki,“ segir Kári. „Ég er hins vegar ekki hallur undir það stjórn- kerfi sem þar ríkir.“ Aðspurður hvort hann telji þess- ar deilur stórveldanna hamla bar- áttunni gegn Covid-19 á einhvern hátt segir Kári svo ekki vera. Hann hefur meiri áhyggjur af því hversu lítið af bóluefni fari til fátækari þjóða heimsins og að hluti fólks, sérstaklega í Bandaríkjunum, hafni bólusetningu þegar hún bjóðist. Þetta þýði þó ekki að tilrauna- stofudeilan hafi neinar af leið- ingar. „Þessi ákvörðun Bidens er ekki til neins annars fallin en að auka úlfúð milli Bandaríkjanna og Kína,“ segir Kári. Ef hægt væri á einhvern hátt að sýna fram á að veiran væri manngerð þá myndi það ekki skipta neinu máli í stóra samhenginu. Kínverjum yrði ekki refsað fyrir slys á tilraunastofu. „Þessi umræða hjálpar okkur ekki í baráttunni við þessa veiru eða veirur framtíðarinnar.“ ■ Ákvörðun Bidens tekin til að sverja af sér meinta fylgispekt við Kínverja Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki hvort Covid-19 hafi sloppið af tilrauna- stofu í Wuhan. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Konungleg þrif Maxíma Hollandsdrottning lætur hendur standa fram úr ermum og spúlar stéttina fyrir framan menningarhús í bænum Oegstgeest. Tiltektin er hluti af verk- efnum sjálfboðaliðahreyfingar sem hollensku konungshjónin hafa tekið þátt í undanfarin ár og meðal annars sinnt hreingerningum og aðstoð við aldraða. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Þessi umræða hjálpar okkur ekki í barátt- unni við þessa veiru eða veirur framtíðar- innar. Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. arnartomas@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Árið 2019 var fjöldi reykingafólks í heiminum um 1,1 milljarður. Þetta kemur fram í rann- sókn sem birt var í læknatímaritinu The Lancet. Þar kemur fram að aldrei hafi f leiri reykt í heiminum en í dag og að tæplega átta milljónir hafi látist af völdum reykinga árið 2019. Höf undar rannsók nar innar benda á mikilvægi þess að gripið sé inn í reykingar hjá ungu fólki, en um 89 prósent af nýju reykingafólki er orðið 25 ára. Ólíklegt er að fólk byrji að reykja eftir þann aldur. Þrátt fyrir að reykingar hafi minnkað á heimsvísu á síðustu þremur áratugum jókst það hjá körlum í 20 löndum og hjá konum í 12. Tveir þriðju þeirra sem reykja búa í tíu löndum og einn af hverjum þremur sem reykja býr í Kína.■ Aldrei fleiri reykt í heiminum en nú Tæplega átta milljónir létust af völdum reykinga árið 2019. Þýska ríkið mun greiða Namibíu 1,1 milljarð evra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arnartomas@frettabladid.is ÞÝSKALAND Stjórnvöld í Þýskalandi viðurkenndu í gær að þýska ríkið hefði framið þjóðarmorð í Namibíu á nýlendutímanum. Þetta kom fram í yfirlýsingu Heiko Maas, utanríkis- ráðherra Þýskalands, í gærmorgun. „Við munum nú vísa til þessara atburða fyrir það sem þeir eru út frá sjónarhorni nútímans: þjóðar- morð,“ sagði Maas og bætti við að ræða ætti hörmungar nýlendutím- ans án þess að stikla yfir þær. Þá hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að veita Namibíu um 1,1 milljarðs evra styrk til uppbyggingar í land- inu sem greiddur verður á 30 ára tímabili. Namibía laut nýlendustjórn Þýskalands frá árunum 1884 til 1915. Tugþúsundir úr röðum Herera voru drepnar snemma á 20. öldinni, og hafa sagnfræðingar kallað voða- verkin gleymt þjóðarmorð. ■ Viðurkenna þjóðarmorð Einn af hverjum þremur sem reykja býr í Kína. 12 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.