Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 16
Á jörðu niðri var Protas ev­ itsj færður úr vélinni án frekari skýringa. Hann er nú í haldi í Hvíta­Rúss­ landi. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við fólsku­ brögðum Samherja á Íslandi, í Namibíu og víðar hafa verið lítil sem engin. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2021-2022 Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Starfsmenntunarsjóður ungra kvenna hefur styrkt konur til náms í rúm 25 ár. Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is. Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Nær samfellt í fimmtán mánuði höfum við verið undir höftum og frelsi daglegs lífs verið settar skorður vegna heims-faraldursins. Þar hafa skipst á skin og skúrir, vonir og vonbrigði. Varla er að finna nokkurn mann sem hefði trúað því að til þyrfti svo lítið kvikindi til að setja mætti allt á skjön. Veiran reyndist ekkert lamb að leika sér við, þó síðar muni koma í ljós hvort tilefni var til allra þeirra viðbragða sem gripið var til. Um það nennir enginn að hugsa nú þegar ský dregur hratt frá sólu. Þessum takmörkunum á frelsi höfum við tekið misjafnlega. Sumir þakka fyrir þær en aðrir formæla þeim, eins og gengur. Í þessum heimshluta eigum við því hins vegar ekki að venjast að settar séu skorður við frelsi. Það er á hinn bóginn daglegt brauð fólks víða um heim. Í vikunni tók sig á loft flug Ryanair númer 4978 frá Aþenu í Grikklandi og var ferðinni heitið til Vilníus í Litáen. Um borð voru 126 farþegar, þar á meðal 26 ára gamall Hvítrússi, Roman Protasevitsj. Leiðin lá um lofthelgi Hvíta-Rússlands. Þegar skammt var eftir út úr lofthelginni bárust fyrirmæli til f lugstjóra vélarinnar um að henni skyldi beint til lendingar á flugvellinum í Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem borist hefði tilkynn- ing um að sprengja væri um borð. Herþotur fylgdu vélinni til lendingar. Á jörðu niðri var Protasevitsj færður úr vélinni án frekari skýringa. Hann er nú í haldi í Hvíta-Rússlandi. Protasevich hefur frá 2019 verið í sjálfskipaðri útlegð frá Hvíta-Rússlandi. Hann hefur verið gagn- rýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu og haldið uppi umfjöllun um margt það sem miður hefur farið þar í landi. Hvíta-Rússland er sérstætt ríki. Það er um fimmt- ungur af stærð Íslands og þar búa tæpar tíu milljónir manna. Frá árinu 1994 hefur Alexander Lúkasjenko verið þar við völd sem forseti landsins. Með stjórnar- skrárbreytingum hefur hann tryggt sér setu á for- setastóli eins lengi og hann nennir og lystir. Hann hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu og er býsna vel að þeirri nafnbót kominn. Þrátt fyrir gervilýðræðið sem dregið er fram á tyllidögum þegar Lúkasjenko þykist endurnýja umboð sitt, verður hann varla annað en hreinræktaður einræðisherra. Í föðurlandi sínu er Protasevitsj nú haldið föngnum fyrir það eitt að halda uppi gagnrýnni umfjöllun um stöðuna í þessu furðuríki. Viðbrögð annarra Evrópuríkja virðast fumlaus þótt þau hafi látið ögn á sér standa. Fljótlega hlýtur Protasevitsj að verða leystur úr haldi frjáls ferða sinna. Jafnvel þótt vinurinn í varpa, Pútín, styðji forseta landsins með ráðum og dáð. Af forsetastóli rymur svo Lúkasjenko eitthvað um ólögmæta íhlutun annarra ríkja og hreytir innihaldslausum fúkyrðum til beggja handa. Hvíta-Rússland og forseti þess eru fyrirmynd um hvernig ríki eiga ekki að vera. Hvað sem okkur finnst um takmarkanir á frelsi sem við uppi á Íslandi höfum þurft að þola treystum við því að það sé tímabundið ástand og við getum brátt kvatt vopnin. Aðrir þurfa sennilega að bíða lengur. n Vopnin kvödd Um síðustu helgi var f lugvél Ryanair, sem f laug frá Grikk-landi til Litáen, þvinguð til lend-ingar í Hvíta-Rússlandi. Um borð í vélinni var hvít rúss neski blaða- maðurinn Roman Protasevitsj, sem fjallað hefur gagnrýnið um þarlend stjórnvöld. Var Protasevitsj leiddur út og handtekinn af hvít- rússnesku lögreglunni áður en vélinni var leyft að halda för sinni áfram. Uppátæki hvítrússneskra yfirvalda olli hörðum viðbrögðum. Evrópusambandið hyggst beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum. Atlantshafsbandalagið krafðist þess að blaða- maðurinn yrði tafarlaust látinn laus. Guðlaug- ur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fordæmdi framferðið og sagði það aðför að tjáningarfrelsi og mannréttindum. Sagði Guð- laugur mikilvægt að „alþjóðasamfélagið sendi skýr skilaboð“ því að „engin viðbrögð senda skilaboð um að þetta sé ásættanlegt og hafi engar afleiðingar í för með sér. Ef það er gert er hætt við því að þetta haldi áfram og menn gangi enn þá lengra.“ Starfsskilyrði blaðamanna í Evrópu fara versnandi. Samtökin Blaðamenn án landa- mæra lýstu yfir áhyggjum af ástandinu í síðasta mánuði í kjölfar þess að gríski blaða- maðurinn Giorgos Karaivaz var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Hann er fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Evrópu á síð- ustu fimm árum. „Frjáls fjölmiðlun er ekki aðeins mikilvæg lýðræðinu, hún er lýðræðið,“ er haft eftir frétta- manninum Walter Cronkite. Fæstum dylst mikilvægi blaðamanna (öðrum en Brynjari Níelssyni). Blaðamenn án landamæra telja að ofsóknir á hendur blaðamönnum í Kína hafi átt þátt í kórónaveirufaraldrinum. Við upphaf hans bældu kínversk yfirvöld fréttir um vírus- inn og handtóku uppljóstrara sem vöruðu við ástandinu, þar á meðal lækninn Li Wenliang sem deildi upplýsingum um nýjan, bráðsmit- andi vírus með umheiminum í desember 2019 en lést sjálfur úr Covid-19 nokkrum mánuðum síðar. „Hefði fjölmiðlafrelsi ríkt í Kína hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir heims- faraldur,“ sagði fulltrúi samtakanna. Nýverið komst upp um skipulagðar aðgerðir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja til að þagga niður í blaðamönnum. Sérstök „skæru- liðadeild“ á vegum fyrirtækisins stundar njósnir og skipulagðar árásir á blaðamenn með það að markmiði að hræða þá og aðra til hlýðni. Sú innsýn sem landsmenn hafa fengið undanfarna viku í innra líf almannatengla og lögfræðinga Samherja – á yfirborðinu sitja þeir gráklæddir fyrir framan tölvuna en í huganum fara þeir með hlutverk í nýjustu Bond-mynd- inni „Salt í sárið“ þar sem Þorbjörn Þórðarson leysir af hólmi Daniel Craig – væri fyndin ef málið væri ekki svona alvarlegt. Ísland féll nýverið um eitt sæti á alþjóð- legum lista yfir fjölmiðlafrelsi og situr nú í því sextánda. Er þetta fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður á listanum. Herferð Samherja gegn blaðamönnum er nefnd sem ein ástæða þess að Ísland heldur áfram að falla. Hvernig stendur á því að stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki Íslands kemst upp með að sýna frjálsri fjölmiðlun álíka lítilsvirðingu og Alex- ander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“? Guðlaugur Þór Þórðarson veit svarið. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ásök- unum um fólskubrögð Samherja á Íslandi, í Namibíu og víðar hafa verið lítil sem engin. „Engin viðbrögð senda skilaboð um að þetta sé ásættanlegt og hafi engar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðlaugur Þór um atlögu Hvít- rússa að blaðamanni. „Ef það er gert er hætt við því að þetta haldi áfram og menn gangi enn þá lengra.“ Samherji gengur æ lengra í atlögu sinni að frjálsri fjölmiðlun. Það væri óskandi að íslenskt ráðafólk léti sig íslenskt tjáningarfrelsi jafnmiklu varða og tjáningarfrelsi í fjarlægum löndum. n Guðlaugur Þór veit svarið SKOÐUN 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.