Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 20
heldur kemur sagan fram í römm-
unum sem segja vonandi á stundum
meira en þúsund orð. Að sjá hann
elda grautinn sinn markar allar
hinar stundirnar sem hann hefur
gert grautinn sinn.“
Jón Bjarki bætir þá við: „Hend-
urnar á 100 ára gömlum manni eða
97 ára gamalli konu segja einar og
sér mikla sögu.“
Sjötíu ára hjónaband er flókið
Hlín segir þau hafa viljað gæta sín
á að smætta viðfangsefni sín ekki
niður í ellina sem markerar þau.
„Það er svo klassískt að spyrja eldra
fólk hverju það þakkar langlífið og
þar fram eftir götunum. Við vildum
leyfa áhorfendum að skynja hver
þau væru, hér og nú. Það er fallegt
að eldast og líka erfitt. Sjötíu ára
hjónaband er f lókið og það er alls
konar en það þarf ekki að mata
áhorfandann á öllu.“
Verkefnið var sannarlega knýj-
andi enda tók Jón Bjarki upp síðasta
æviár afa síns og fylgdi honum alla
leið í kirkjugarðinn.
„Þetta var síðasti séns, síðasta
sinn sem hann eldaði grautinn sinn,
síðasta sinn sem hann gekk göngu-
túrinn og hún að fara með uppá-
haldsvísurnar sínar í síðasta sinn,“
segir Jón Bjarki, sem þurfti vissulega
að skilja á milli þess að vera kvik-
myndagerðarmaður og barnabarn.
„Ég lagði vélina frá mér þegar afi
varð mikið veikur,“ segir hann.
Þau segja það þó hafa auðveldað
verkefnið mjög að Trausti vildi láta
gera þessa mynd og vildi láta fylgja
sér alla leið inn í dauðann. Það hafi
auðveldað mjög að vera með svo
skýrt leyfi.
„Ég lagði mikið upp úr því að
dvelja með þeim í lengri tíma og
það gerði það að verkum að smám
saman vöndust þau vélinni og þetta
varð leikur okkar á milli. Ég held
við höfum verið komin með 50 til
60 klukkustundir af myndefni og
eitthvað umfram það í bara hljóði,“
segir hann.
Möguleg álfabölvun á myndinni
Þau Jón Bjarki og Hlín komu til
landsins undir lok júlí í fyrra
því fyrirhugað var að frumsýna
myndina á Skjaldborgarhátíðinni.
Hátíðinni var svo frestað degi áður
en hún átti að hefjast vegna Covid-
takmarkana.
„Svo tókst að halda hátíðina í
septemberlok í Bíó Paradís og ætl-
uðum við að fara með myndina í
sýningar í framhaldi hátíðarinnar.
Þetta reyndust þó síðustu dagarnir
fyrir hertar takmarkanir enda kom
upp bylgja á sama tíma. Þá var frest-
að fram í nóvember en ekkert varð
úr því. Svo vorum við komin fram í
lok mars og komin að frumsýning-
ardegi. Þá aftur var öllu skellt í lás og
við rétt náðum að halda lokaða sýn-
ingu daginn áður fyrir styrktaraðila
og fjölskyldu,“ útskýrir hann.
„Ég var nú farinn að gera grín að
því að það væri mögulega einhver
álfabölvun á myndinni því það
komu alltaf upp bylgjur ofan í fyrir-
hugaðar frumsýningar,“ segir Jón
Bjarki, en álfar koma töluvert við
sögu í myndinni eins og titillinn
gefur til kynna. „Svo við héldum
eins konar frumsýningu í álfa-
höfuðborginni sjálfri í Hellisgerði í
Hafnarfirði þar sem við vörpuðum
myndinni á Álfastein og eftir það
hefur þetta gengið.“
Aðspurður hvort hann trúi þá á
álfa segist Jón Bjarki í upphafi hafa
gefið lítið fyrir það enda sé það
þreytt klisja erlendis að við Íslend-
ingar gerum það.
„En það má segja að þegar afi fór
að tengjast álfunum meira þegar
hann fór að nálgast dauðann sá
maður fegurðina í því, og kannski
ekki síður myndlíkinguna fyrir
ferðalagið sem fram undan var. Það
er kannski ekki rétt að segja að ég
trúi á álfa en það er eitthvað virki-
lega fallegt í þessari hugmynd og
tenging við okkar menningararf
sem mér er farið að þykja mjög vænt
um.“
Safnaði víni fyrir eigin jarðarför
Aðspurður segir hann stórfjöl-
skylduna gríðarlega þakkláta fyrir
myndina og Hlín bætir við að þau
hafi fundið vel að allir væru með
þeim í liði við gerð hennar.
„Meira að segja í jarðarför Trausta
norður á Ströndum voru allir með,
meira að segja presturinn, Hjálmar
Jónsson, fyrrum dómkirkjuprestur,
sem gaf líkförinni merki um að
hinkra með kistuna á meðan ég
stökk á milli með kameruna.“
„Afi hafði skipulagt jarðarför sína
í þaula og fólk vissi af því. Hann
hafði til dæmis safnað sterku víni
fyrir hana árum saman og geymt í
kjallaranum hjá pabba. Hann hafði
valið staðinn, tónlistarmennina
og lögin og sagt mér að við yrðum
auðvitað að taka hana upp þegar
að því kæmi,“ segir Jón Bjarki en
við upphaf athafnar var skenkt í
glös brennivíni, viskíi og gini, allt
að ósk hins látna. ■
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Fjölskyldupakkinn:
Þau Jón Bjarki Magnússon
og Hlín Ólafsdóttir hafa
þurft að sýna mikla biðlund
í aðdraganda frumsýningar
frumraunar sinnar í heim-
ildamyndagerð, en mynd Jóns
Bjarka, Hálfur álfur, sem Hlín
gerði tónlistina við og með-
framleiddi, er loks sýnd í Bíó
Paradís. En áður en það gat
orðið héldu þau sérstaka álfa-
sýningu í Hellisgerði.
Myndin, sem fjallar um lokaæviskeið afa Jóns Bjarka, Trausta Breiðfjörð Magnússonar, og
ömmu, Huldu Jónsdóttur, var loka-
verkefni Jóns Bjarka í sjónrænni
mannfræði frá Freie Universitat í
Berlín. Parið hefur búið í borginni
frá árinu 2015 og Hlín lagt þar stund
á nám í myndlist og er að ljúka
mastersgráðu.
„Við duttum bæði inn í drauma-
námið í Berlín. Þetta var lokaverk-
efnið í námi Jóns Bjarka og það að
við unnum þetta saman gerðist
frekar ómeðvitað og náttúrulega.
Við eyðum ófáum stundum saman,“
segir Hlín.
„Við búum saman og tölum mikið
saman um verkefni hvort annars
og þetta skarast mikið, skapandi
heimildarmyndagerð og myndlist,
svo þetta átti bara vel saman,“ segir
Jón Bjarki og Hlín bætir við: „Þessi
tegund heimildarmyndargerðar er
mjög baseruð í myndlist. Ég hafði
í upphafi trú á að við gætum gert
þögla heimildarmynd þar sem
áherslan væri öll á hið sjónræna.
Tilvera þeirra Huldu og Trausta
væri þar í forgrunni. Þessi daglegi
veruleiki.“
Mikið sungið og mikið sagt
Jón Bjarki, sem starfaði árum saman
sem blaðamaður, hafði viðrað
önnur umfjöllunarefni fyrir loka-
verkefni og var með ákveðnar efa-
semdir í upphafi verkefnisins.
„En Hlín benti á að það þyrfti ekki
mikið að gerast í myndinni, heldur
myndi samspil þeirra hjóna bera
hana uppi. Það að þessi maður væri
að undirbúa 100 ára afmæli sitt og
um leið jarðarför, það væri nóg,“
segir Jón Bjarki og hlær að því að
þau hafi íhugað að hafa myndina
þögla. „Hún endar svo á að vera
nánast söngvamynd, það er mikið
sungið og mikið sagt. En grunnur-
inn hvílir svo líka þarna í þögninni,
rétt eins og í tifinu í klukkunni
sem minnir á tímann sem er senn
á þrotum.“
Hlín bendir á að ekki sé um klass-
íska heimildarmynd sem er uppfull
af upplýsingum og spurningum að
ræða. „Við fókuserum ekki mikið á
atriði eins og æsku þeirra eða fortíð
Hélt sérstaka sýningu fyrir álfana í Hellisgerði
Þau Hlín og Jón
Bjarki unnu
myndina að
miklu leyti
saman meðan á
draumanáminu
í Berlín stóð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Mynd frá útför Trausta á Ströndum. Trausti Breiðfjörð, afi Jóns Bjarka.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Afi hafði
skipulagt
jarðarför
sína í þaula
og fólk
vissi af því.
Hann hafði
til dæmis
safnað
sterku víni
fyrir hana
árum
saman og
geymt í
kjallar-
anum hjá
pabba.
Það er fallegt að eldast
og líka erfitt.
HELGIN 29. maí 2021 LAUGARDAGUR