Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 22
Fida Abu Libdeh f lutti hingað
frá Palestínu 16 ára gömul
ásamt móður sinni og fjórum
systkinum. Hún segist enn
há daglega baráttu við for-
dóma en þrátt fyrir að hafa
lært íslensku og menntað sig
hér er hún enn spurð hvort
hún sé komin til að þrífa.
Móðir Fidu, Amal Tamimi, sem síðar var fyrsta erlenda konan til að sitja á Alþingi, f lutti með
fimm börn sín hingað til lands árið
1995 þegar hún skildi við eigin-
mann sinn.
„Bróðir hennar, Salman Tamimi,
sem lést í fyrra, var hér fyrir og
hjálpaði okkur í upphafi, en þremur
mánuðum eftir að við komum flutti
hann til Svíþjóðar.“
Fjölskyldan bjó sér heimili við
Álfhólsveg í Kópavogi og lýsir Fida
fyrstu árunum sem erfiðum.
„Við þekktum engan, áttum enga
peninga og skildum ekkert. Þegar
auglýsingabæklingar duttu inn um
lúguna vissum við ekki hvort það
væru rukkanir, hótanir um útburð
eða hvað, þetta voru hræðilegir
tímar,“ segir hún.
Fida var eins og fyrr segir 16 ára,
næstelst í hópnum, en systir hennar
var ári eldri og yngri börnin tíu ára,
níu ára og fjögurra ára. Amal, móðir
þeirra, sá fjölskyldunni farborða
með þrifum í heimahúsum og síðar
vinnu í fiski.
„Á þessum tíma voru fáir inn-
flytjendur hér á landi,“ segir Fida,
sem lýsir einangrun f jölskyld-
unnar. „En við áttum rosalega góða
nágranna sem voru sífellt að passa
upp á okkur, mættu í öll afmæli
þegar við kunnum ekki einu sinni
að syngja afmælissönginn og komu
með kökur og hjálpuðu okkur að
líða vel í okkar umhverfi.“
Kerfið gerði ekki ráð fyrir þeim
Fida og systir hennar luku síðasta
ári í Austurbæjarskóla og skráðust
í Iðnskólann en hún segir að þá hafi
áskoranirnar hafist af alvöru.
„Þá vorum við allt í einu orðnar
fullorðnar og ekkert sniðið að
okkur. Innflytjendur á okkar aldri
voru fáséðir og kerfið gerði ekki
ráð fyrir okkur. Við fórum í Iðn-
skólann því það þótti sniðugt að
setja okkur í meira verklegt nám en
bóklegt.“ Fida segir þær hafa notið
sín í verklegu fögunum en ekki náð
þeim bóklegu. Hún gafst þó ekki
upp strax og reyndi í tvö ár þar til
hún flosnaði upp úr námi. „Ég fór að
vinna í Ömmubakstri með mömmu
og kynntist þar fólki sem var að fara
að vinna í fiski og fór með þeim í
það. Þannig bjó maður til sitt eigið
samfélag, þar var fólk sem skildi
mig. Þar hafði fólk sama útlit, upp-
lifanir og tilfinningar og ég náði að
tengja betur við það.“
Einskis virði án menntunar
Fida segir þetta hafa verið erfiða
tíma fyrir hana persónulega enda
alin upp við mikilvægi menntunar.
„Stríðið í Palestínu hefur nú stað-
ið í 73 ár en menntunarstig þjóðar-
innar hefur ekkert lækkað. Mér
fannst ég einskis virði án mennt-
unar. Hvernig ætlaði ég að láta rödd
mína heyrast og breyta samfélaginu
án menntunar? Ég var mjög óham-
ingjusöm og reið yfir stöðunni. Ég
var reið út í Ísland, út í mömmu og
út í sjálfa mig. Við komum hingað
til að leita að betra lífi en líf mitt var
ekkert betra hér.“
Fida segir lífið í Palestínu vissu-
lega hafa verið erfitt, bæði vegna
stríðsástands og heimilisaðstæðna.
„Það ríkti mikið óöryggi en ég
var samt sem áður hamingjusam-
ari enda voru þetta allt utanað-
komandi aðstæður sem ég hafði
ekki stjórn á. Ég gat ekki breytt
Þetta er dagleg barátta
Fida segir for-
dóma aukast því
ofar sem hún
komist.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
stríðinu en ég gat lært, ég átti vini
og gat tjáð mig.“
Situr enn alltaf upp við vegg
Að alast upp við stríðsástand segir
Fida setja mark sitt á allt lífið og
ástandið á Gaza undanfarið hafi ýft
upp sárar æskuminningar.
„Svo nú þegar ástandið er svona á
Gaza upplifir maður mikið óöryggi
og hræðslu. Reiðin og allar þessar
neikvæðu tilfinningar blossa upp.“
Fida segist hafa lifað í stöðugum ótta
á meðan hún bjó í Palestínu. „Ég var
alltaf hrædd og enn þann dag í dag sit
ég alltaf upp við vegg og vil ekki að
neinn labbi aftur fyrir mig. Ég skutla
dætrum mínum alltaf í skólann og
fer ekki fyrr en þær eru komnar inn.
Ég reyni að sannfæra mig um að ég sé
örugg á Íslandi en maður losnar aldr-
ei alveg við þennan ótta. Ég sef aldrei
með lokaða hurð og það er fleira sem
aldrei breytist.“
Eins og fyrr segir hætti Fida í Iðn-
skólanum og fór að vinna í fiski.
Meðfram því tók hún nokkra áfanga
í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. „Ég var hálfnuð með
stúdentspróf en féll alltaf í íslensku
og dönsku.“
Þega r hú n svo hey rði a f
háskólabrú Keilis ákvað hún að
sækja um skólavist.
„Ég hafði þá reynt að fá undan-
þágu við Háskóla Íslands en fengið
afsvar svo ég var rosalega kvíðin og
óttaðist höfnun. Ég var svo boðuð
í viðtal og man enn tilfinninguna
þegar ég fékk samþykkta skólavist,“
segir Fida og upprifjunin kallar
fram tár. „Þar fékk ég jafnframt
greiningu á lesblindu og stuðning
vegna hennar. Það sem Keilir gerði
fyrir mig og marga aðra innflytj-
endur var ótrúlegt og þannig fékk
ég aðgang að háskólanámi,“ segir
Fida uppnumin.
Mamma gafst ekki upp
Fida hóf nám í hag fræði við
Háskóla Íslands en skipti f ljótlega
yfir í orku- og umhverfistækni-
fræði þaðan sem hún lauk prófi.
Fida kynntist eiginmanni sínum,
Jóni Kristni Ingasyni, þegar þau
störfuðu saman á Olísstöðinni við
Álfheima. „Við fórum svo saman í
Keili og í framhaldi í háskólanám
en hann fór í viðskiptafræði.“
Saman eiga þau Fida og Jón þrjár
dætur, átta, tólf og fimmtán ára.
„Ég varð fyrst fyrir alvöru ákveð-
in í að gefast ekki upp á menntun-
inni þegar ég vissi að ég ætti von á
elstu stelpunni. Ég vildi sýna henni
að mamma hennar hefði ekki gefist
upp,“ segir Fida og það er augljóst
að frásögnin tekur á.
„Ég vissi að þetta væri stelpa og
var ákveðin í að vera henni fyrir-
mynd og veita henni gott líf. Ég
var meðvituð um að dætur mínar
Ég var alltaf hrædd og
enn þann dag í dag sit
ég alltaf upp við vegg
og vil ekki að neinn
labbi aftur fyrir mig.
Fida Abu Libdeh
22 Helgin 29. maí 2021 LAUGARDAGUR