Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 23
myndu tilheyra jaðarhóp hér á landi. Þær eru af erlendum upp- runa og við blönduð fjölskylda, en faðir þeirra var ættleiddur hingað frá Indónesíu sem kornabarn. Ég hef því í kringum þriðja bekk átt samtal um þessi mál við þær. Þá hafa þær verið farnar að fá athuga- semdir frá skólafélögunum. Ég segi þeim að sumir munu dæma þær vegna nafns þeirra og útlits. Ég veit að oftast er þetta ekki illa meint þegar börn eiga í hlut en ég verð að sjá til þess að mín börn upplifi slíkar athugasemdir ekki á nei- kvæðan hátt og taki þær ekki inn á sig. Ég hvet þær til að vera þær sjálfar og bendi þeim á jákvæðar kvenkyns fyrirmyndir. Það er erfitt að útskýra fyrir börnum að þetta sé staðan. Að segja þeim að þau verði minni en aðrir því þau séu aðeins dekkri. En ég verð að gera það því við höfum bara daginn í dag og þær verða að vera undirbúnar,“ segir Fida ákveðin. Launalaus í stofunni Fida vann lokaverkefni sitt í orku- og umhverfistæknifræði ásamt skólafélaga sínum, Burkna Páls- syni. „Ég skoðaði þá áhrif kísils á mannslíkamann og hann hreins- unaraðferðir á kísli. Þegar við útskrifuðumst fengum við enga vinnu enda ekki með neina starfs- reynslu. Við sóttum þá um og feng- um styrk úr Tækniþróunarsjóði til að halda áfram með lokaverkefnið og stofnuðum þá Geo Silica árið 2012.“ Geo Silica framleiðir nátt- úruleg íslensk fæðubótarefni og hefur sett á markað fimm vörur. „Það tók fjögur ár að koma fyrstu vöru á markað og byrjaði auðvitað inni í stofu launalaust. En hún sló í gegn og 2019 fengum við utan- aðkomandi fjármagn,“ segir Fida, en fyrirtækið er í dag metið á 700 milljónir króna. Aðspurð um upphafið segist Fida hafa verið full af eldmóð í upphafi en fengið einhverja bakþanka þegar hún hafði verið launalaus í nokkra mánuði. „Maður sveif last upp og niður en þá skiptir máli að trúa á hug- myndina og vera með gott teymi í kringum sig sem hvetur mann áfram. Ég er líka vön að synda á móti straumnum og þekki ekkert annað en að berjast.“ Munurinn eru karlmennirnir Fida segist oft spurð um muninn á palestínskum konum og íslenskum en palestínskar konur eru þekktar baráttukonur og hafa tekið mikinn þátt í frelsisbaráttu Palestínu. „Ég svara þá að það sé nánast enginn munur á baráttuviljanum, mu nu r inn sé karlmennir nir. Íslenskir karlar standa með konun- um sínum, þar liggur munurinn,“ segir Fida og segir eiginmann sinn þar enga undantekningu. „Íslenskir karlmenn eru komnir miklu lengra en karlar annars stað- ar í heiminum og það er að miklu leyti skýringin á því að konur eru komnar þangað sem þær eru hér á landi. Það er kannski skrítið að segja það en stríðið í Palestínu hefur hjálpað konum þar mikið þar sem það hefur ýtt þeim framar. Þær eru í forsvari í baráttu Palestínu og hefur sú staðreynd breytt menn- ingunni mikið. Ég var til dæmis send í eins konar kvennabúðir níu ára gömul. Þar var mér kennt að ég hefði rödd og hvernig ég ætti að bera ábyrgð á henni. Hvernig maður ætti að nýta sér frelsið.“ Aðspurð um það hvernig karakt- er móðir hennar, sem kom hingað ein með fimm börn án þess að tala tungumálið, sé, segir Fida hana mikla baráttukonu. „Ég veit ekki hvort ég hefði getað gert það sem hún gerði. Það segir mikið um karakter hennar.“ Verða að vita hvaðan þær koma Systkini Fidu gengu öll menntaveg- inn og gengur vel í dag en hún segir palestínskan bakgrunninn hafa mikil áhrif á það hver þau eru í dag. „Við erum svolítið vænisjúk og æst,“ segir hún og hlær. „Það eru mikil læti þegar við komum öll saman. Við erum lítil fjölskylda og eigum okkur ekki sögu hér þó svo við séum öll gift Íslendingum, svo við leggjum mikið upp úr því að börnin okkar tengist og eigi hvert annað að.“ Dæturnar þrjár bera allar bæði íslensk og palestínsk nöfn og það er augljóst að sú ákvörðun var Fidu hjartans mál. „Ég veit að það er erfiðara fyrir þær að bera palestínsk nöfn,“ segir hún og gerir stutt hlé á máli sínu. „Enda eru þær ólíklegri til að fá vinnu með útlenskt nafn. En þær verða að vita hvaðan þær koma.“ Fida hefur frætt þær um upp- runaland sitt en þær hafa þó enn ekki heimsótt það. Sú mynd sem birtist þeim í fréttum gerir það að verkum að þær þora ekki að heim- sækja heimaland móður þeirra. „Sú ímynd er ekki rétt en þó ég reyni að segja það við þær eru þær hræddar. Elsta systurdóttir mín fór með mér í heimsókn árið 2019, en hún er orðin 21 árs, og hún varð yfir sig hrifin.“ Sjálf reynir Fida að heimsækja Palestínu á tveggja ára fresti enda býr faðir hennar þar ásamt eigin- konu sinni og þremur systkinum Fidu. „Það er gott að upplifa menn- inguna og hver maður er og fara svo aftur þangað sem maður á heima.“ Talandi um heima viðurkennir Fida að alls staðar sé litið á hana sem útlending. Á dögunum var Fida ein þeirra sem stóðu fyrir mótmælum á Austurvelli vegna hernaðaraðgerða Ísraela í Palestínu. Þar töluðu allir við mig á ensku. Það sem ég tók út úr þessu var að ég er ekki nægilega mikill Palestínu- Það er erfitt að útskýra fyrir börnum að þetta sé staðan. Að segja þeim að þau verði minni en aðrir því þau séu aðeins dekkri. Fida Abu Libdeh skatturinn@skatturinn.is Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Niðurstaða álagningar er nú aðgengileg á þjónustuvefnum skattur.is Barnabætur, sérstakur barnabótaauki, vaxtabætur og inneignir verða greiddar út 1. júní. Upplýsingar um greiðslustöðu veitir Skatturinn og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins. Kærufresti lýkur 31. ágúst 2021. Álagningu skatta á einstaklinga er lokið skattur.is Sími 442 1414 vegna upplýsinga um álagningu. Sími 442 1000 vegna almennra fyrirspurna og innheimtu. Helgin 23LAUGARDAGUR 29. maí 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.