Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 34

Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 34
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, „Sleggjan hefur tekið yfir þjónustu, viðgerðir og viðhald á Mercedes- Benz vöru- og hópferðabílum og á sama tíma tekið við atvinnu- bílaverkstæði Öskju sem hefur alfarið færst úr húsnæði Öskju til Sleggjunnar,“ upplýsir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Sleggjunnar. Hann segir starfsemi Sleggjunn- ar þó haldast óbreytta. „Áfram verða allir og öll bíla- merki velkomin í nýtt og vel útbúið verkstæði okkar að Desjamýri 10 í Mosfellsbæ og Klettagörðum 4 í Reykjavík, og verða starfsmenn félagsins við þessa breytingu hátt í 30 talsins.“ 30 ára traust og góð þjónusta Sleggjan var stofnuð árið 1990 og byggir því á 30 ára grunni með traustan hóp viðskiptavina. „Við fögnum mjög samstarfinu við Öskju um þjónustu við Merce- des-Benz vörubíla og hópbifreiðar. Mercedes-Benz er meðal bestu framleiðenda heims, og jákvæð og spennandi áskorun að taka við allri þjónustu við þessa bíla,“ segir Guðmundur. Sleggjan mun áfram sinna alhliða viðhaldi við vörubíla og vagna af öllum tegundum eins og félagið hefur gert undanfarna áratugi. „Jafnframt fáum við til Sleggj- unnar vel þjálfaðan mannskap og allan þann tækjabúnað sem Askja hefur byggt upp í kringum þessa þjónustu. Starfsstöðvar okkar eru á tveimur stöðum og er lögð áhersla á að veita alla þá þjónustu sem viðskiptavinurinn þarfnast á báðum stöðum.“ Þó verður lögð áhersla á for- greiningu og hraðþjónustu í Klettagörðum og smurþjónusta verður í Desjamýri. „Þannig munu viðskiptavinir Mercedes-Benz og Sleggjunnar nú hafa aukinn aðgang að fjöl- breyttri þjónustu okkar, til dæmis í tengslum við aftanívagna og eldri bíla,“ segir Guðmundur. Aukin fjölbreytni og aðgengi Sleggjan býður upp á þjónustu fyrir allar tegundir vörubíla og hópbifreiða, gamlar sem nýjar. „Við erum alltaf að bæta við þjónustu okkar og bjóðum meðal annars upp á hjólastillingu fyrir allar tegundir vörubifreiða, lög- gildingu ökurita, vistun gagna úr ökurita og ökuritakorta, viðhald á loftkælingarkerfi (AC-kerfi), bremsuprófanir, ástandsskoðun, ljósastillingu og fyrirbyggjandi viðhaldsviðgerðir, svo eitthvað sé nefnt,“ greinir Guðmundur frá. Undanfarin ár hefur Mercedes- Benz verið annar mest seldi vöru- bíllinn á Íslandi og í gegnum tíðina hafa Mercedes-Benz og Setra-hóp- ferðabílar verið langvinsælustu gerðirnar í hópferðaakstur. Bílaumboðið Askja mun áfram vera með sölu nýrra bíla og vara- hluti. „Við hjá Öskju fögnum því að koma að starfsemi Sleggjunnar. Félagið hefur verið vel rekið fjöl- skyldufyrirtæki og hefur gott orðspor meðal sinna og einnig okkar viðskiptavina. Með okkar innkomu í félagið verður til enn öflugra þjónustufyrirtæki sem mun taka næstu skref í að þjónusta og auka enn fjölbreytni og aðgengi eigenda Mercedes-Benz, Setra og Unimog vöru- og hópferðabíla að góðri þjónustu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. ■ Allar nánari upplýsingar og tíma­ pantanir fást í síma 588 4970 og á sleggjan.is Sleggjan er alltaf að bæta við þjónustu sína og býður meðal annars hjólastillingar fyrir allar teg­ undir vörubíla, bremsuprófanir og fyrirbyggj­ andi viðhalds­ viðgerðir. Mercedes­Benz er meðal bestu framleiðenda heims og hefur undanfarin ár verið annar mest seldi vörubíllinn á Íslandi. MYND/AÐSEND Aðstaða og allur tækjabúnaður á verkstæðum Sleggjunnar er fyrsta flokks. Starfsstöðvar Sleggjunnar eru á tveimur stöðum og þar starfa nú hátt í 30 manns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sleggjan þjónustar allar tegundir og merki vörubíla og hópferðabíla. Verkefni Sleggjunnar eru fjölbreytt við þjónustu allra bíltegunda. Vörubíll á verkstæði Sleggjunnar. Sleggjan mun áfram sinna alhliða viðhaldi við vörubíla og vagna af öllum tegund- um, eins og félagið hefur gert undanfarna áratugi, og áfram verða allir og öll bílamerki velkomin í nýtt og vel útbúið verk- stæði okkar. Guðmundur Björnsson. 2 kynningarblað 29. maí 2021 LAUGARDAGURVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.