Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 36

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 36
Enginn vinnudagur er eins hjá Óskari Þór Gunnarssyni sem rekur vörubíl með krana sem hann stýrir með þráð- lausri fjarstýringu. Vinnu- dagarnir geta verið langir en um leið skemmtilegir því verkefnin eru fjölbreytt. Óskar Þór Gunnarsson vekur oft athygli þegar hann mætir í íbúðar- hverfi á vörubílnum sínum en bíll- inn er með krana sem Óskar stýrir með fjarstýringu af mikilli leikni. Vörubíllinn er af gerðinni Volvo FM 440 árgerð 2008 en kraninn er HIAB XC 408 E8 HIPRO með hámarks lyftigetu upp á 10.000 kíló. Með slíka græju í vopnabúr- inu er verkefnalistinn oft langur og inniheldur ansi fjölbreytt verkefni. „Ég tek að mér alls konar verk- efni og segja má að enginn einn dagur sé eins hjá mér. Meðal verk- efna sem ég tek að mér má nefna þjónustu við byggingaverktaka, ýmiss konar jarðvinnu og fram- kvæmdir í görðum heimila. Ég þjónusta einnig mikið skipafélagið Eimskip og keyri út ýmsar vörur þar sem ég nota kranann og svo bara fullt af öðrum verkefnum þar sem kraninn er í fyrirrúmi.“ Óskar Þór starfar sjálfstætt og er bíllinn skráður hjá vörubíla- stöðinni Þrótti. Einföld í notkun Fjarstýringin sem Óskar notar er svokölluð radíófjarstýring og er mjög þægileg og einföld í notkun. „Ég hef alla tíð unnið með þessa fjarstýringu en áður fyrr voru aðstæður auðvitað talsvert frum- stæðari. Lengi vel voru stangir fastar öðrum megin við bílinn sem gerði bílstjórum oft erfitt fyrir þegar það þurfti að sækja eða flytja hlass á hinni hlið bílsins. Seinna meir komu fjarstýringar með snúru en þær voru að hámarki 20 metrar að lengd. Fjarstýringar í dag eru beintengdar við kranann og fyrir vikið erum við bílstjórar miklu frjálsari en áður og náum að stýra verkefnum mun betur en áður. Mörgum finnst gaman að fylgjast með mér vinna og skemmtilegt að sjá hvernig hægt er að stýra öflugum krana með nettri fjarstýringu. Börnum finnst sér- staklega gaman að fylgjast með og spyrja mig út í hvernig þetta virkar allt saman.“ Lítið um sumarfrí Óskar hefur unnið á vörubíl síðan í nóvember 2006 og segir starfið vera fjölbreytt og skemmtilegt. „Eins og fyrr segir er enginn einn dagur eins hjá mér, verkefnin eru ansi fjölbreytt og ég er líka stöðugt að hitta nýtt fólk. Oftast klára ég um fjögur verkefni á hverjum degi og ég er sjaldan að vinna í verkum sem taka marga daga. Fyrir vikið er ég oft í stöðugu kapphlaupi við klukkuna svo allt gangi upp. Vertíðin byrjar yfirleitt í mars og stendur oft yfir til áramóta, sér- staklega ef það snjóar lítið. Þetta er mjög annasamur tími með löngum vinnudögum enda fara bílstjórar í mínum bransa varla í hefðbundið sumarfrí. Það má líkja starfi okkar við sjómennsku að mörgu leyti þar sem enginn fer í sumarfrí á miðri vertíð. Í staðinn fer ég á skíði og snjósleða auk þess sem ég á mótorhjól og hjól sem ég nota líka mikið í frístundum mínum.“ n Kapphlaup við klukkuna á hverjum degi Vinnudagurinn er oft langur hjá Óskari Þór Gunnarssyni enda verkefnin mörg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vertíðin byrjar yfirleitt í mars og stendur oft yfir til áramóta, sérstaklega ef það snjóar lítið. Þetta er mjög annasamur tími með löngum vinnudög- um enda fara bílstjórar í mínum bransa varla í hefðbundið sumarfrí. Óskar Þór Gunnarsson LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum. 4 kynningarblað 29. maí 2021 LAUGARDAGURVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.