Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 52
kopavogur.is
Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í dag eru tæplega 600 nemendur í skólanum.
Salaskóli er framsækinn skóli sem byggir starf sitt og þróun á reynslu og rannsóknum. Nemendur
og hagsmunir þeirra eru ávallt í fyrsta sæti og lögð er áhersla á að nemendur byggi upp sjálfstraust
og sjálfsaga. Skólinn er UNESCO-skóli og mótar því stefnu sína og námskrá eftir heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna, sem felur m.a. í sér að nemendur, starfsfólk og skólasamfélagið í heild leggur
sig fram við að stuðla að sjálfbærni jarðar á öllum sviðum. Salaskóli vinnur markvisst að markmiðum
um menntun fyrir alla.
Undir stjórn skólastjóra er jafnframt rekin frístund fyrir nemendur í 1.– 4. bekk.
Í Salaskóla ríkir menning sem einkennist af metnaði fyrir stöðugri þróun og nýbreytni í skólastarfi
ásamt afar góðum og árangursmiðuðum starfsanda.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í samskiptum, áhuga á að þróa framsækið skólastarf
í Salaskóla, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi
þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega forystu og búa yfir hæfni til að skipuleggja skapandi
skólastarf í stöðugri framþróun, í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Kennslureynsla á grunnskólastigi
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunar-
fræða, stjórnunar eða sambærilegra greina
· Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu, nýbreytni og þróun í skólastarfi
· Reynsla af rekstri skóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg
· Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021
Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Skólastjóri
Salaskóla í Kópavogi
Erum við
að leita
að þér?
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
14 ATVINNUBLAÐIÐ 29. maí 2021 LAUGARDAGUR