Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 56
Markavegur 7 og 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 13. apríl 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Markavegar 7 og 8. Í gildandi
deiliskipulagi er gert ráð fyrir einu hesthúsi á einni hæð ásamt gerði á hvorri lóð. Í breytingunni
felst að á lóðunum verði reist ein sameiginleg reiðskemma 8,5 m á breidd og 12 m á lengd.
Gólfkóti verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105 og gólfkóti
Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags.
29. mars 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir
nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar
á netfangið skipulag@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til
að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags-
deildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en
kl. 15:00 fimmtudaginn 15. júlí 2021.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi
kopavogur.is
Auglýsing um breytt deiliskipulag
í Kópavogi.
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Á SELTJARNARNESI
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi
í Seltjarnarnesbæ.
Deiliskipulag fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, leikskóli
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí
2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, skólar
og heilsugæsla. Í deiliskipulagstillögunni er afmörkuð ein lóð fyrir leikskóla sem verði 9591 m2 að stærð.
Sameinuð lóð fær heitið Suðurströnd 1. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á
deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.
Deiliskipulag vestursvæðis, Ráðagerði
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12.
maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis, Ráðagerði. Nánar um
tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi byggir á hliðstæðri breytingu á
Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður staðfestingar.
Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði, Kirkjubraut 20
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann
12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi
útivistarsvæðis vegna Kirkjubrautar 20. Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýrri lóð við Kirkjubraut 20.
Stærð lóðar um 1.900 m2 og innan lóðar er heimilað reisa hús að hámarki 560 m2 á einni hæð með
samtals 6 íbúðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi
byggir á hliðstæðri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður
staðfestingar.
Bakkahverfi, Melabraut 16
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 10. mars 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 24.
mars 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Melabrautar 16.
Í breytingunni felst að heimila hækkun á Melabraut 16 í samræmi við nærliggjandi húsnæði og að byggja
megi inndregna 3. hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks. Nánar um tillöguna vísast til
kynningargagna.
Tillögurnar eru auglýstar frá 26. maí til og með 14. júlí 2021. Nálgast má tillögurnar á vef Seltjarnarnesbæjar
www.seltjarnarnes.is/thjonusta/umhverfi/skipulag/frettir/. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar má skila skriflega til
skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 14. júlí 2021.
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Húsnæðisöflun fyrir heimahjúkrun á
höfuðborgarsvæðinu
21488: Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu hús-
næði fyrir starfsemi heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára,
fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um stað-
setningu í þungamiðju svæðis innan starfssvæðis heimahjúkr-
unar sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og
Kjós. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða,
hjólandi, gangandi og bílastæði fyrir um 50 bíla. Húsnæðið skal
vera á einni hæð.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er heilbrigð-
isstofnun með samfelldri og alhliða heilsugæsluþjónustu sem
grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar,
heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því
skiptir staðsetning húsnæðisins, þ.e. nálægð við helstu stofn-
brautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval.
Húsrýmisþörf er áætluð um 650 fermetrar.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 21488 skulu sendar rafrænt í
gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.
Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en
kl. 12:00 þriðjudaginn 22. júní 2021.
Allar nánari upplýsingar um ferlið, kröfur og tæknilýsingar er
að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is
Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að
nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.
Sjá nánar á www.utbodsvefur.is
ÓSKAST TIL LEIGU
Auglýsing um
skipulagsmál í
Hveragerði
Grænamörk 10 - Heilsustofnun,
tillaga að breytingu á deiliskipulagi
NLFÍ svæðis í Hveragerði.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. maí
sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir
Grænumörk 10, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagssvæðið er um 11,7ha. og nær til lóða sem
Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og íbúðar-
byggðar við Lækjarbrún og afmarkast til suðvesturs af
Þelamörk, til norðvesturs af Grænumörk og Fagra-
hvammstúni, til norðausturs af Varmá og til suðausturs af
fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Breytingin nær
einungis til 2,8ha. svæðis innan deiliskipulagssvæðisins,
sem liggur að Þelamörk rétt austan við íbúðarbyggðina í
Lækjarbrún og er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi
Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem bæjarstjórn samþykkti
þann 12. maí 2021 og bíður staðfestingu Skipulagsstofnun-
ar en skv. henni er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á breytingar-
svæðinu á nýjum landnotkunarreit ÍB14.
Meginmarkmið tillögunnar er að þétta byggð með heild-
stæðu yfirbragði, í góðri sátt við umhverfi og samfélag og
skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi
Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni.
Breytingartillagan liggur nú frammi á bæjarskrifstofu
Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er aðgengileg á
heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is út aug-
lýsingartímann eða til 26. júlí nk. Tillagan verður einnig til
sýnis í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar-
tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu
berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi
mánudaginn 26. júlí 2021, annað hvort á bæjarskrifstofu
Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á
netfangið gfb@hveragerdi.is
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar