Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 56

Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 56
Markavegur 7 og 8. Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 13. apríl 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulags- laga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Markavegar 7 og 8. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einu hesthúsi á einni hæð ásamt gerði á hvorri lóð. Í breytingunni felst að á lóðunum verði reist ein sameiginleg reiðskemma 8,5 m á breidd og 12 m á lengd. Gólfkóti verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105 og gólfkóti Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 29. mars 2021. Nánar er vísað til kynningargagna. Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- deildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 15. júlí 2021. Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi kopavogur.is Auglýsing um breytt deiliskipulag í Kópavogi. AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Á SELTJARNARNESI Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ. Deiliskipulag fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, leikskóli Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, skólar og heilsugæsla. Í deiliskipulagstillögunni er afmörkuð ein lóð fyrir leikskóla sem verði 9591 m2 að stærð. Sameinuð lóð fær heitið Suðurströnd 1. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ. Deiliskipulag vestursvæðis, Ráðagerði Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis, Ráðagerði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi byggir á hliðstæðri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður staðfestingar. Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði, Kirkjubraut 20 Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis vegna Kirkjubrautar 20. Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýrri lóð við Kirkjubraut 20. Stærð lóðar um 1.900 m2 og innan lóðar er heimilað reisa hús að hámarki 560 m2 á einni hæð með samtals 6 íbúðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi byggir á hliðstæðri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður staðfestingar. Bakkahverfi, Melabraut 16 Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 10. mars 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 24. mars 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Melabrautar 16. Í breytingunni felst að heimila hækkun á Melabraut 16 í samræmi við nærliggjandi húsnæði og að byggja megi inndregna 3. hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar eru auglýstar frá 26. maí til og með 14. júlí 2021. Nálgast má tillögurnar á vef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is/thjonusta/umhverfi/skipulag/frettir/. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 14. júlí 2021. Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Húsnæðisöflun fyrir heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu 21488: Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu hús- næði fyrir starfsemi heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um stað- setningu í þungamiðju svæðis innan starfssvæðis heimahjúkr- unar sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kjós. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og bílastæði fyrir um 50 bíla. Húsnæðið skal vera á einni hæð. Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er heilbrigð- isstofnun með samfelldri og alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því skiptir staðsetning húsnæðisins, þ.e. nálægð við helstu stofn- brautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval. Húsrýmisþörf er áætluð um 650 fermetrar. Fyrirspurnir varðandi verkefni 21488 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar. Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 22. júní 2021. Allar nánari upplýsingar um ferlið, kröfur og tæknilýsingar er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa. Sjá nánar á www.utbodsvefur.is ÓSKAST TIL LEIGU Auglýsing um skipulagsmál í Hveragerði Grænamörk 10 - Heilsustofnun, tillaga að breytingu á deiliskipulagi NLFÍ svæðis í Hveragerði. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. maí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 11,7ha. og nær til lóða sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og íbúðar- byggðar við Lækjarbrún og afmarkast til suðvesturs af Þelamörk, til norðvesturs af Grænumörk og Fagra- hvammstúni, til norðausturs af Varmá og til suðausturs af fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Breytingin nær einungis til 2,8ha. svæðis innan deiliskipulagssvæðisins, sem liggur að Þelamörk rétt austan við íbúðarbyggðina í Lækjarbrún og er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. maí 2021 og bíður staðfestingu Skipulagsstofnun- ar en skv. henni er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á breytingar- svæðinu á nýjum landnotkunarreit ÍB14. Meginmarkmið tillögunnar er að þétta byggð með heild- stæðu yfirbragði, í góðri sátt við umhverfi og samfélag og skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni. Breytingartillagan liggur nú frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is út aug- lýsingartímann eða til 26. júlí nk. Tillagan verður einnig til sýnis í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar- tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 26. júlí 2021, annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.