Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 68

Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 68
Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík • s: 696 1050 • okspares@okspares.is Vorum að fá nýja sendingu! Vinnuvéladekk og vörubíladekk, búkolludekk-hjólaskófludekk ofl. Höfum einnig boddýhluti og ljós fyrir vörubíla. Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík • s: 696 1050 • okspares@okspares.is Vinnuvéladekkin vin ælu frá TECHKING Góð gæði, gott verð og gott grip. Bjóðum Búkollu og hjólaskófludekk á góðu verði. elin@frettabladidi.is Vörubílstjórar og ökumenn vinnu- véla sitja oft löngum stundum undir stýri við vinnu sína. Því er mikilvægt að brjóta daginn upp með reglulegri hreyfingu í samræmi við þá hreyfingu sem stunduð er í vinnunni og utan hennar. Mælt er með því að standa upp og hreyfa sig á 40–60 mínútna fresti þótt auðvitað séu ekki alltaf aðstæður til þess á þjóðvegum landsins. Þannig má til dæmis nýta hlé sem myndast í göngu- túra og æfingar við hæfi. Hægt er að ganga á staðnum, meðfram vinnutækinu, í kringum það eða lengra, allt eftir aðstæðum. Það er líka gott að sveifla örmunum til að örva blóðflæði um axlirnar og efri útlimi. Utan vinnutímans er síðan hægt að fara í lengri göngu- ferðir, hjólatúra, synda og stunda frekari þjálfun í samræmi við getu og áhuga hvers og eins. Aðalatriðið er að forðast að sitja kyrr tím- unum saman og taka meðvitaða ákvörðun um að stíga reglulega út úr bílnum og hreyfa sig. ■ Hreyfingin mikilvæg Það skiptir miklu máli fyrir kyrrsetu- fólk að hreyfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Þetta er einn grjótharður móður- trukkur,“ eða „That‘s one bad mother-trucker“, hafði einn notandi um söguna að segja. 8 kynningarblað 29. maí 2021 LAUGARDAGURVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Tarantúlur og vörubílaakstur fara ekki saman, eins og kemur fram hjá einum Reddit-notanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það er auðvelt að gera sér í hugarlund að starf vörubíl- stjóra sé á köflum einsleitt eða viðburðalítið en þó eru mörg dæmi um hreint út sagt lygilegar uppákomur í starfi þeirra, sumar átakan- legar, einhverjar hjartnæmar og enn aðrar skringilegar eða jafnvel skondnar. hjordiserna@frettabladid.is Á vefsíðu Reddit er að finna þónokkra þræði þar sem vöru- bílstjórar eru beðnir um að segja frá því furðulegasta sem þeir hafa upplifað í starfi sínu. Sumar sögurnar hljóma ótrúlega en sem dæmi má nefna eina þar sem maður segist hafa séð apa lúberja Rottweiler-hund á vörubílaplani. Hérna eru nokkrar eftirminnilegar sögur. Gelt og gónt í skjóli nætur Fyrrverandi vörubílstjóri sagði frá því að hann hafi eitt sinn verið á „meet and turn“ keyrslu en það er þegar tveir bílstjórar mætast á miðri leið og skipta um varning. Hann sagðist oft hafa verið mættur klukkutíma á undan hinum bíl- stjórunum og nýtt tækifærið til að leggja sig á meðan hann beið. Eitt kvöldið var hann mættur á undan, klukkan var um þrjú að nóttu til, og hann lagði niður sætið til að reyna að leggja sig. Tíu mínútum síðar vaknaði hann við hundsgelt, reyndi að hunsa það en geltið hélt áfram og varð hærra eftir því sem hundurinn virtist nálgast bílinn. Fljótlega áttaði maðurinn sig á því að hundurinn væri fyrir utan bílinn og hann hugsaði með sér að annaðhvort væri þetta einhvers konar „Lassie“ að reyna að vara hann við einhverju eða þá að hann þyrfti að hræða hundinn í burtu. Þetta hafði þá staðið yfir í um tíu mínútur. Maðurinn settist því upp og leit út um gluggann. Þar, einungis nokkrum sentimetrum frá honum, stóð stórvaxinn karlmaður sem leit út fyrir að vera um 35 ára, geltandi í áttina að honum. Vöru- bílstjórinn sagði augnaráð manns- ins tryllingslegt og að munnvatn hafi frussast úr munnvikum hans á meðan hann hélt áfram að gelta. Bílstjórinn reyndi að halda ró sinni, setti bílinn í gang og brunaði í burtu. Maðurinn tók þá á rás og elti bílinn, líkt og reiður hundur, geltandi allan tímann. Kóngulær og fellibylur Einn notandinn sagði mömmu sína vörubílstjóra sem hafði upp- lifað ýmislegt. „Hún var að keyra í gegnum Arizona þegar hún kom auga á eitthvað á veginum úr fjarlægð sem hún hélt að væru fjúkandi lauf. Þegar hún kom nær sá hún að „laufin“ voru í raun tarantúlur á ferð, í þúsundatali. Þær voru svo margar að vörubíllinn var farinn að renna til á innyflum þeirra svo að hún þurfti að hægja á sér. Hún stöðvaði bílinn á næsta stoppi, vakti aðstoðarökumanninn/sam- starfsfélaga sinn og bað um að fylla á tankinn en hún gat ekki hugsað sér að stíga út fyrir bílinn eftir það sem hún hafði séð. Samstarfsfélag- inn var ekki sáttur þar sem hann var tæknilega í vaktafríi og hélt að hún væri klikkuð, þangað til hann sá klesst tarantúluinnyfli og lappir í hjólahólfinu.“ Þá segir hann móður sína einn- ig hafa lent í fellibyl á ferð sinni. Hún hafi lagt bílnum og reynt að skýla sér þegar hún sá flutninga- bíl í vegkantinum takast á loft og enda á veginum tugi metra frá. Mamma hans hafi þá hringt í hann, sagt honum að hún myndi líklega farast og vildi segja honum að hún elskaði hann í síðasta skiptið. Síðan keyrði hún af stað, beygði af hraðbrautinni og inn á WalMart- bílastæði. Hún hljóp inn í búðina og komst í skjól ásamt starfsfólki og viðskiptavinum sem höfðu komið sér fyrir í kjallara í húsnæðinu. Þegar fellibylurinn var genginn yfir kom í ljós að verslun- in hafði gjöreyðilagst og því ljóst að ekki mátti tæpara standa. „Þetta er einn grjótharður móður-trukkur,“ eða „That‘s one bad mother-trucker“, hafði einn notandi um söguna að segja. Glöggur bílstjóri Annar notandi deildi þá hlekk á frétt þar sem sagt var frá vörubíl- stjóra sem hafði tekið eftir tveimur ungum stúlkum á vörubílaplani sem virtust skelfingu lostnar. Stúlkurnar voru sendar á milli vörubíla og bílstjórinn, sem leist ekki á blikuna, hringdi á lögregl- una og sagði stúlkurnar líta út fyrir að vera nokkuð ungar. Í ljós kom að stúlkunum, sem voru 14 og 15 ára gamlar, hafði verið rænt og þær seldar í mansal. Þökk sé glöggu auga bílstjórans var þeim bjargað og þær sneru aftur til fjölskyldna sinna. Sögunni var þó ekki lokið en vegna símtalsins komst lögregla á snoðir um umfangsmikinn man- salshring sem starfræktur var í þrettán ríkjum í Bandaríkjunum. Hringurinn var í kjölfarið upp- rættur, 31 var handtekinn og sjö börnum bjargað úr haldi misindis- mannanna. Aðrar sögur á þræðinum eru í senn áhugaverðar og andstyggi- legar. „Ég var staddur á vörubíla- plani um miðja nótt. Gaurinn við hliðina á mér fer að tala við mig. Hann var um fimmtugt, lágvaxinn, vinalegur og með úfið yfirvara- skegg. Skömmu síðar tek ég eftir því að yfirvaraskeggið var í raun nefhár hans, löng og greinilega greidd til þess að líkja eftir yfirvaraskeggi. Ég var samtímis bæði heillaður og fullur viðbjóðs.“ ■ Yfirvaraskegg úr nefhárum og klesst tarantúluinnyfli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.