Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 70

Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 70
 Meðal annars mun Multivan bíllinn fá tvo upplýs- ingaskjái. Opel Movano-e er sendibíll af stærri gerðinni sem boðinn verður með framdrifi og 121 hestafls rafmótor. Hægt verður að fá hann með 37 eða 70 kWst rafhlöðu eftir þörfum hvers kaupanda en þær skila 116 til 224 km drægi. Getur bíllinn sjálfur borið allt að 2.100 kílóum en hann verður boðinn með allt að sjö sætum. Náskyldir Movano eru Peugeot e-Boxer sendibíllinn sem boðinn verður með sama undirvagni en hann kemur einnig á markað síðar á árinu. Einnig kemur Citroen e-Relay í sömu útfærslu með allt að 1.150 kílóa burði. Lengsta útgáfan er með rúmlega fjögurra metra löngu flutningsrými. n Nokkrir nýir rafsendibílar á leiðinni Opel Movano-e er stærstur þessara bíla með rúmlega tveggja tonna flutn- ingsgetu. Hann er rúmgóður og með hliðardyr sem eykur þægindi. Peugeot e-Boxer og Citroen e-Relay eru í grunninn sömu bílarnir með ör- litlum breytingum á ytra útliti. Sendibílar eru alltaf að verða fullkomnari. Rafmagns- sendibílum er að fjölga hér á landi. njall@frettabladid.is Opel og Vauxhall hafa tilkynnt að von sé á vetnisknú- inni útgáfu Vivaro sem einfaldlega kallast Vivaro-e Hydrogen. Mun hann fyrst koma á markaði Opel strax á þessu ári en ekki til Bretlandseyja fyrr en 2023 í formi Vauxhall. Byggir bíllinn á sama grunni og Vivaro-e rafsendi- bíllinn sem er með 134 hestafla rafmótor við framdrif- ið. Hvort afl vetnisbílsins verði það sama er ekki vitað en hann verður með 10,5 kWst rafhlöðu sem er haldið fullhlaðinni með 45 kW efnarafal. Þrír vetnistankar eru í bílnum sem fylla má á þremur mínútum. Drægi bílsins með tankana fulla af vetni er um 400 kílómetrar. Hægt verður að hlaða rafhlöðuna gegnum hleðslustöð en bíllinn mun komast um 50 kílómetra á henni einni saman. Þrátt fyrir efnarafalinn er flutningsrýmið það sama og í Vivaro-e, eða rúmir sex rúmmetrar, en burðar- getan er 1.100 kíló. n Opel Vivaro boðinn í vetnisútgáfu Vetnisútgáfa Opel Vivaro kemur á markað á þessu ári. njall@frettabladid.is Nýr Volkswagen Transporter T7 eHybrid verður frumsýndur seinna á þessu ári í tengiltvinn- útgáfu. Volkswagen hefur deilt nokkrum myndum sem sýna hluta útlits hins nýja bíls og meðal annars innréttingu Multi van útgáfunnar. Rafhlaða T7 verður undir gólfi hans og mun ekki hafa áhrif á f lutningsrýmið. Engar upp- lýsingar hafa komið um vélbúnað hans en búast má við sama búnaði og í tengiltvinnút gáfu Tiguan. Þar er hann með 1,4 lítra bensínvél ásamt 113 hestafla rafmótor. Sam- tals skilar hann 242 hestöflum og 400 Nm togi. Þessi sjöunda kynslóð Trans- porter mun hætta að nota hinn hefðbundna Transporter undir- Transporter í tengiltvinnútgáfu verður frumsýndur á þessu ári Framendi nýs Transporter T7 minnir nokkuð mikið á fram- enda nýs Golf en njósna- myndir hafa sýnt að bíllinn er rúnnaðri en áður. Rafvæðing sendibíla gengur ekki síður hratt fyrir sig en rafvæðing fólksbíla. Á þessu ári eru þrír slíkir að koma á markað í Evrópu. njall@frettabladid.is Framleiðendur sendibíla horfa til umhverfisverndar í nýjustu tegundunum auk þess sem bílarnir eru tæknivæddir. vagn og færa sig yfir í MQB undir- vagninn. Það þýðir að vænta má mun meiri tæknibúnaðar í Trans- porter en við höfum átt að venjast. Meðal annars mun Multivan bíll- inn fá tvo upplýsingaskjái og vel búinn öryggispakka með veglínu- skynjara, tölvustýrðum skriðstilli og blindblettaaðvörun. n HARDOX SLITSTÁL 10 kynningarblað 29. maí 2021 LAUGARDAGURVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.