Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 78

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 78
Við tókum það saman að hér er ræktað undir gleri á um tuttugu hekt- urum en á meðan er talan í Hollandi 10 þús- und hektarar. Þú færð ekki unga fólkið nema með fyrsta flokks aðstöðu, það eru gerðar kröfur þegar fólk velur sér háskóla. Við erum að reyna að standast þær. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor er sannfærð um að tækifærin liggi í nýsköpun. MYND/AÐSEND Ragnheiður I. Þórarinsdóttir ver um hálfri vikunni í róm- antísku samfélagi Hvanneyrar en í byrjun árs 2019 tók hún við stöðu rektors Landbún- aðarháskóla Íslands. Hann hefur aldrei verið vinsælli og komast færri að en vilja. Ég er verkfræðingur og hef farið úr einu í annað má segja. En ég tók meist-aragráðu í efnaverkfræði með næringarfræði og lífefnafræði sem grunn.“ Ragnheiður lærði í Danmörku en tók við starfi á Keldnaholti við heimkomuna. „Þá fór ég að vinna með plastefni og svo málma og endaði á að taka doktorsgráðu við Danska tækniháskólann um tær- ingu málma. Í beinu framhaldi af doktorsprófinu fór ég í MBA-nám við Háskóla Íslands.“ Ragnheiður starfaði á Keldna- holti og síðan á Orkustofnun þar til hún fór að vinna að eigin sprotafyrirtækjum en meðfram því starfaði hún sem stundakennari við Háskóla Íslands og birti fræði- greinar. „Þegar ég sá stöðu rektors aug- lýsta fannst mér það spennandi áskorun enda er ég sannfærð um að landbúnaður eigi sér bjarta framtíð hér á landi, auk þess sem svo margt er að gerast í umhverfis- og lofts- lagsmálum.“ Hundrað og þrjátíu ára saga Ragnheiður segir sögu skólans ríka en árið 1889 var stofnaður Búnaðarskóli á Hvanneyri sem svo varð að Bændaskólanum árið 1907. Það var svo fjörutíu árum síðar sem kennsla í búvísindum hófst á háskólastigi. „Þetta er því orðin rúmlega 130 ára saga og segja má að það hafi ríkt mikil framsýni þarna 1947 þegar nám hófst á háskólastigi. Í dag erum við með búfræðina á fram- haldsskólastigi og búvísindin á háskólastigi. Þetta var samtvinnað frá upphafi og styður vel hvort við annað. Það komast færri að en vilja í búfræðina og hefur það lengi verið þannig. Ungir bændur hafa verið að biðja okkur að taka f leiri inn en það er í raun verklegi hlutinn sem er f löskuhálsinn í því,“ segir Ragn- heiður. Nú er einn bekkur tekinn inn í búfræðinni en unnið er í því að taka inn f leiri nemendur í fjar- nám í haust. Ragnheiður segir starfsmenn skólans hafa tamið sér ný jar vinnuaðferðir á liðnu ári, en á vor- mánuðum 2020 var kennsla færð í fjarkennslu á einni nóttu. „Lærdómsferlið var krefjandi og kennarar, nemendur og starfsmenn lögðu hart að sér til að láta hlutina ganga upp,“ segir hún. Þrettán þjóðlönd „Hér hefur verið mikil aukning í bæði fjölda starfsfólks og nem- enda og ég taldi það um daginn að á þessum litla vinnustað er fólk frá þrettán þjóðlöndum. Bæði hefur gengið vel að fá fólk til starfa hjá okkur og við höfum fengið mikið af styrkjum frá samkeppnissjóðum hér og erlendis,“ segir Ragnheiður en styrkir úr samkeppnissjóðum hafa hátt í þrefaldast og með aukn- um styrkjum hefur verið hægt að ráða inn f leiri sérfræðinga og bæta við doktorsnemum. „Sem dæmi þá hafa sjö doktors- nemendur útskrifast frá upphafi en nú stunda fimmtán doktorsnám við skólann.“ Landbúnaðarháskóli Íslands tók til starfa árið 2005 með sam- einingu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti. Í Gjöfult land framleiðir gæðaafurðir Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is byrjun síðasta árs voru gerðar ákveðnar breytingar á skipulagi skólans og litu þrjár nýjar fagdeild- ir dagsins ljós: Ræktun og fæða, Náttúra og skógur og Skipulag og hönnun og er kennt á Hvanneyri, Keldum og á Reykjum. Land orðið mikil auðlind „Krafan er alltaf að aukast í fram- leiðslu ferlinu og Ísland með allar þessar auðlindir og orðstír í útf lutningi býr að ótal tækifærum. Ég sé fyrir mér að landbúnaður muni vaxa mikið á næstu árum hér enda er land orðið svo mikil auðlind og við getum nýtt okkar mikið betur. Við erum rík þjóð og við tökum ýmsu sem gefnu. Þegar okkur vantar vatn er einfaldlega opnuð ný borhola á meðan aðrir þurfa að kreista meira úr þeirri sem er fyrir. Hollenskir gróðurhúsabændur sögðu mér til að mynda að þar væri landið undir gróðurhúsið jafndýrt og gróðurhúsið sjálft með öllum græjunum,“ útskýrir Ragnheiður sem segist sjá gríðarleg tækifæri í ræktun hér á landi. „Við tókum það saman að hér er ræktað undir gleri á um tuttugu hekturum en á meðan er talan í Hollandi 10 þúsund hektarar.“ Ragnheiður segir sjálfvirkni vera mikið að taka yfir og þannig fækki störfum í landbúnaði um leið og framleiðslan aukist. „Launakostn- aður hér á landi er hár miðað við önnur lönd svo ef við ætlum að vera samkeppnishæf við innf lutning þarf að horfa til þess. Það er blá- kaldur veruleikinn.“ Ragnheiður segir samfélagið á Hvanneyri einstakt. „Við erum á votlendissvæði þar sem ríkir alþjóðleg fuglavernd en fáir vita af þessu. Þetta skapar okkur mikla sérstöðu sem við eigum eftir að nýta betur og vinna áfram með Umhverf isstofnun. Okkur langar að hægt sé að koma og skoða fuglana á meðan verndun þeirra er gætt. Hér er 300 manna byggð, skóli og Landbúnaðarsafn. Svo það er ýmislegt í gangi hér. Ég held að f lestir keyri bara fram hjá Hvanneyri án þess að beygja hingað inn og fatta ekki að hér er ýmislegt að skoða.“ Lambakjötið of ódýrt Á Hvanneyri er boðið upp á stúd- entagarða og búsetuúrræði af ýmsum stærðum. „Hér er jafnframt leikskóli og grunnskóli svo fjöl- skyldufólk með yngri börn getur varla fundið neitt betra.“ „Við höfum verið í góðu sam- starfi við atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið og höfum meðal annars unnið skýrslu um fæðuöryggi sem mun leggja grunninn að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland sem hingað til hefur ekki verið til. Við höfum líka verið að taka út stöðu sauðfjárbænda sem hefur verið slæm. Að mínu mati greiðum við alltof lítið fyrir lambakjötið og bændur fá ekki upp í framleiðslu- kostnaðinn,“ segir hún. Ragnheiður segir ekki vanta áhugann á bændastarfinu en erfitt geti verið að byrja frá grunni. „Það er eitt að taka við skuldlitlu búi en annað að starta frá grunni. En svo eru tækifærin í frumhrá- efnisframleiðslu gríðarleg og mikil nýsköpun í gangi. Í fæðuöryggis- skýrslunni kom fram að um eitt prósent korns til manneldis er framleitt hér á landi en gæti verið mikið meira,“ segir Ragnheiður og bendir á tækifærin þar. Skordýr og þörungar „Svo ef maður horfir á nýju fyrir- tækin í þörungaframleiðslu, en þar höfum við sem skóli til dæmis enn ekki haslað okkur völl. En þarna þarf að mennta fólk og efla það svið ef upp koma fleiri og f leiri fyrirtæki í þörungaræktun. Svo finnst mér skordýraræktun líka mjög spenn- andi í fóðurhráefni og það er heil- mikið um að vera í því á alþjóðlegu sviði. Ef þú ert með hugmynd og ert nógu sniðugur þá eru til peningar og tækifærin eru endalaus,“ segir Ragnheiður og bendir á nýsköpun í ferðatengdum landbúnaði eins og til dæmis Friðheima í Reykholti og Garð í Eyjafirði. Mikið er lagt upp úr aðstöðu skólans enda segir hún engan sækja í spennandi nám ef aðstaðan er léleg. „Þú færð ekki unga fólkið nema með fyrsta f lokks aðstöðu, það eru gerðar kröfur þegar fólk velur sér háskóla. Við erum að reyna að standast þær,“ segir Ragn- heiður og bendir á að á Hvanneyri sé kúabú, reiðhöll fyrir um 80 hross og sauðfjárbú. „Íslenskur landbúnaður á bjarta framtíð og mun vafalítið spila stórt hlutverk í íslenskri matvælafram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað og aukinn útf lutning. Áskoranir eru margar en tækifærin fylgja þeim og drög að landbúnaðarstefnu, vinna við gerð loftslagsstefnu, aukinn áhugi og almenn umræða um landbúnað, umhverfis-, lofts- lags- og skipulagsmál fylla okkur öll bjartsýni, enda landið okkar gjöfult á auðlindir og landið þekkt fyrir hreinleika og gæðaafurðir,“ segir hún að lokum. n Ragnheiður segir mikinn áhuga meðal unga fólksins á bændastarfinu en erfitt sé að byrja á búskap frá grunni. Samfélagið á Hvanneyri er einstakt þar sem eru stúd- entagarðar, kúabú, stærðar reiðhöll og sauðfjárbú. 30 Helgin 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.