Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 82

Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 82
Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín Kristjánsdóttir frá Geirakoti, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi, miðvikudaginn 26. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Munda K. Aagestad Roar Aagestad Halldóra S. Ásgeirsdóttir Anna Gína Aagestad Guðmundur Árni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, Svanborg Ólafsdóttir frá Litla Laugardal, Tálknafirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 26. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.00. Baldur Jóhannsson Reynir Baldursson Karitas Jóhannsdóttir Jóhann Baldursson Kristín Reynisdóttir Anna Björk Baldursdóttir Sigurjón Andersen Birgitta Baldursdóttir Elías Ívarsson Brynja Baldursdóttir Gunnar Óli Pétursson Erla Baldursdóttir Gísli Vattnes Bryngeirsson Ólafur Jósúa Baldursson Ramona Balaciu og fjölskyldur þeirra. Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir þá samúð og hlýju sem þið sýnduð okkur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, afa og langafa, Sveins Ármanns Sigurðssonar Birkigrund 21, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu og lungnadeildar Landspítala í Fossvogi fyrir kærleiksríka umönnun og Karlakór Selfoss fyrir yndislegan söng og stuðning við útförina. Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir Bryndís Sveinsdóttir Hreinn Jónsson Magnús Gísli Sveinsson Linda Björg Perludóttir Kristín Sveinsdóttir Andrés G. Ólafsson Guðbjartur Örn Einarsson Sóley Einarsdóttir Bergljót Einarsdóttir Guðjón Birkisson afabörn og langafabörn. gun@frettabladid.is „Bíddu aðeins, ég verð að fara út með símann, hér er svo mikill hávaði,“ er það fyrsta sem Halla Ingólfsdóttir, ferða­ mógúll í Grímsey, segir þegar ég slæ á þráðinn. Komin út á stétt útskýrir hún að iðnaðarmenn séu að störfum í hús­ inu hennar, Sveinsstöðum. „Það eru við­ gerðir hér og verið að brjóta og bramla. En svo verður allt mjög fínt.“ Halla rekur fyrirtækið Arctic Trip í Grímsey og á Sveinsstöðum er hún með gistihús, auk þess að bjóða upp á ferðir og leiðsögn. „Sumarið lítur betur út hvað ferðaþjónustuna snertir en við þorðum að vona,“ segir hún. „Auð­ vitað munar okkur um skemmtiferða­ skipin – þau verða víst fá á ferðinni hér við land í sumar. En góðu fréttirnar eru þær að mun f leiri Íslendingar heim­ sóttu Grímsey í fyrrasumar en áður og það stefnir í fjölgun þeirra í sumar. Margir sem komu í fyrra eru búnir að bóka aftur. Þá komum við að því lúxus­ vandamáli að það er orðið fullt hjá mér í gistingu í júlí, ég veit ekki hvernig það er hjá hinum, hér eru þrjú gistiheimili og öll fremur lítil.“ Spurð hvort Grímseyingar geti notað samkomuhúsið fyrir gesti svarar Halla: „Ekki nema skólafólk eða slíka hópa. Ég held að hinn almenni Íslendingur sem er vanur fínum hótelum sé ekki tilbúinn til að liggja á gólfi í félagsheimili, innan um mann og annan. En það er prýðis­ gott tjaldstæði hjá okkur, rétt við sund­ laugina, og þar var settur upp grillskáli í fyrra sem er til sóma fyrir þá sem að honum stóðu.“ Kokkur, þerna og háseti Halla kveðst hafa unnið á ferjunni Sæfara síðustu tvo vetur. „Ég hef verið kokkur, þerna og háseti um borð. Við erum tvö sem skiptum þeim embættum á milli okkar en ég er hætt í bili. Ætla að vera hér í eyjunni í sumar og vonandi fram eftir vetri, er komin með bókanir fram í september og er svo bjartsýn að vera að útbúa pakkaferðir fyrir næsta vetur. Markhópurinn er meðal annars atvinnuljósmyndarar sem langar að koma og mynda í myrkrinu. Hér er líka hentugt fyrir rithöfunda sem vilja klára bókina sína að dvelja og alla sem kunna að meta friðsæld.“ Íbúum í Grímsey hefur fækkað til­ finnanlega á undanförnum árum. „Við erum aðeins að jafna okkur á því og þó við séum ósköp fá þá finnst mér hljóðið í fólki aðeins hafa breyst aftur til hins betra,“ segir Halla. „Það fæddist drengur í vetur, Svafar Ingólfsson heitir hann. Svo fundum við það þegar skólum og vinnu­ stöðum var lokað í kófinu að margir mundu eftir eyjunni og f lúðu hingað í öryggið með tölvurnar.“ Styttist í sólstöðuhátíð Strandveiðarnar eru byrjaðar en veiðin hefur verið treg í kuldanum, að sögn Höllu. Nú er hins vegar brostið á með blíðu. Hún reiknar með að sjómenn af fastalandinu sem vanir eru að róa frá Grímsey láti sjá sig á næstu dögum með bátana sína og segir þá lífga upp á plássið. Krían er mætt og búið er að síga í björgin eftir langvíueggjum. „Það er allt­ af spenna kringum þann viðburð,“ segir Halla. „Við stefnum svo að því að halda sumarsólstöðuhátíð 18. til 20. júní og þá verður líf og fjör!“ n Sömu gestir bókaðir aftur í ár Þótt kuldatíð hafi litað vorið í Grímsey, eins og víðar, er fugla­ lífið með eðlilegum hætti og ferðasumarið lítur betur út en búast mátti við, að sögn Höllu Ingólfsdóttur. Hún fagnar því. Halla segir ferðasumarið lofa góðu í Grímsey þó svo farþegaskipum fækki, en þau skiptu tugum 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Álkan og lundinn lifa í sátt og samlyndi á syllum Grímseyjar. Ástkær faðir minn, sambýlismaður, bróðir, afi og tengdafaðir, Jón Gunnarsson flugvirki og framkvæmdastjóri, lést þriðjudaginn 18. maí á líknardeild Landspítalans. Vilborg Edda Lárusdóttir Gunnar Jónsson Anna Lilja Karlsdóttir Stefanía Ösp Guðmundsdóttir Unnur Karen Karlsdóttir Anna Lilja Gunnarsdóttir Björn Gunnarsson Guðleif Gunnarsdóttir makar og langafabörn. TÍMAMÓT 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.