Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 90
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Útskriftar-
tilboð
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Útskriftar-
tilboð
njall@frettabladid.is
Lamborghini hefur staðfest að von
sé á fyrsta raf bíl merkisins árið
2024 um leið og merkið staðfesti
að allir bílar þess yrðu að einhverju
leyti rafdrifnir á sama tímapunkti.
Stjórnarformaður Lamborghini,
Stefan Winklemann, tilkynnti þessa
nýju stefnu fyrirtækisins sem kall-
ast „Direzione Cor Tauri“ og sagði
hana nauðsynlega á tímum mikilla
breytinga.
Skiptist þessi áætlun Lamborg-
hini í þrjá hluta. Sú fyrsta felur í sér
að kveðja brunahreyfilinn með því
að frumsýna tvö módel með V12-vél-
um á þessu og næsta ári. Er litið á það
sem virðingarvott við arfleifð merk-
isins og mjög líklegt er að um nýjan
Aventador sé að ræða. Árið 2023 mun
merkið færa sig yfir á tvinn útfærslur,
en fyrsti tvinnbíllinn er þegar kom-
inn í formi Sian-ofurbílsins. Búist
er við að árið 2024 verði allir bílar
merkisins komnir í tvinnútfærslum
og því megum við búast við tvinnút-
gáfu Urus-sportjeppans líka.
Að lokum er von á fyrsta rafdrifna
Lamborghini-bílnum 2024 og þótt
hann hafi ekki fengið nafn enn þá
er þó staðfest að um alveg nýjan bíl
sé að ræða. Verður hann með kol-
trefjum í grind og yfirbyggingu til
að vega upp á móti aukinni þyngd
rafhlöðunnar, og mun hann keppa
við bíla eins og NIO EP9 og Lotus
Evija. n
Rafdrifinn Lamborghini árið 2024
Sian er fyrsti tvinnbíll merkisins en allir bílar þess verða tvinnbílar árið 2024.
njall@frettabladid.is
Að mati Ford-bílaframleiðandans
þurfa 40 prósent af bílaframleiðslu
þeirra í Bandaríkjunum að verða
rafvædd fyrir árið 2030. Til þess
að það markmið náist þurfa f leiri
gerðir Ford-bifreiða að rafvæðast og
samkvæmt Twitter-reikningi Mike
Levine, sem er markaðsstjóri Ford
í Bandaríkjunum, er von á ýmsu
spennandi frá Ford. Meðal þess
sem birtist á Twitter-reikningi hans
var mynd af útlínum bíls sem líkist
mjög Bronco sem að sögn Levine
verður rafvæddur.
Meira að segja sést að bíllinn er
með varadekki á afturhlera svo að
tilvísunin gæti varla verið augljósari.
Hins vegar staðfesti Levine að næsti
Ford Explorer yrði rafbíll en Ford
selur um 200.000 slíka árlega. Auk
þess er Ford að þróa bæði nýjan pall-
bíl og sendibíl í rafútgáfum. n
Rafvæddur Ford Bronco í deiglunni
Myndin af Twitter-reikningi Levine
sýnir útlínur rafvædds jeppa með
varadekki svo líkast til er rafdrifinn
Bronco í pípunum.
Hyundai hefur tilkynnt að
von sé á sjö sæta rafbíl frá
Ionic árið 2024 sem kallast
mun einfaldlega Ionic 7. Hann
verður eins og gefur að skilja
stærri bíll en Ionic 5 og mun
keppa við bíla eins og Tesla
Model X.
njall@frettabladid.is
Eins og allir væntanlegir raf bílar
Hyundai Group verður Ionic 7
byggður á skalanlegum E-GMP
raf bílaundirvagninum. Það þýðir
að hann notar sama vélbúnað og
Ionic 5 sem getur haft mest tvo
rafmótora sem samtals skila 301
hestaf li með 605 Nm togi. Ionic 7
verður einnig með sama 800 volta
raf kerfi og annaðhvort 58 eða 73
kWst raf hlöðum. Einn af helstu
kostum þess er snögg hraðhleðsla
en með 350 kW hraðhleðslustöð
tekur aðeins 17 mínútur að ná 80
prósenta hleðslu.
Tengdur við venjulega 50 kW
hraðhleðslu verður bíllinn full-
hlaðinn á innan við klukkustund.
Búast má við svipaðri innréttingu
og mælaborði og í Ionic 5, með 12,3
tommu upplýsingaskjá. Á undan
Ionic 7 munum við fyrst sjá Ionic
6 koma fram á sjónarsviðið. Hann
verður byggður á Prophecy tilrauna-
bílnum og er væntanlegur á næsta
ári. Herma fregnir innanbúðarfólks
hjá Hyundai að hann verði mjög
líkur tilraunabílnum þegar hann
kemur á markað. n
Hyundai tilkynnir að
Ionic 7 komi 2024
Eina myndin sem birt hefur verið af hinum sjö sæta Ionic 7 sýnir útlínur
framenda hans ásamt upplýsingum um hvenær bílarnir koma á markað.
Telja má góðar líkur á því að
Renault muni endurvekja
Renault 4 í formi rafbíls á
næstu misserum. Stutt er
síðan merkið tilkynnti um að
von væri á Renault 5 sem rafbíl
og framkvæmdastjóri Renault,
Luca de Meo, hefur látið hafa
það eftir sér að annað „númer“
úr fortíðinni verði endurvakið.
njall@frettabladid.is
Fram hefur komið að Fjarkinn og
Fimman verði hluti sjö nýrra raf-
bíla sem koma frá merkinu fyrir
2025. Verða þeir byggðir á sama
undirvagni sem er CMF-B sem
einnig er notaður undir Renault
Zoe. Fyrir fáeinum dögum birtust
svo tölvugerðar einkaleyfismyndir
sem sýna bíl sem byggir greinilega
útlit sitt á gamla Renault 4 bílnum.
Sá bíll átti sér langa sögu en hann
kom fyrst á markað árið 1961 og
var framleiddur í átta milljónum
eintaka í 31 ár tiltölulega lítið
breyttur. Myndirnar sýna kassa-
laga bíl með áherslum sem minna
sterklega á gamla bílinn, eins og
grill sem nær utan um aðalljósin
og afturhallandi C-bita. Bíllinn er
greinilega með jepplingslagi, eins
og verklegum stuðurum og hlífum
kringum hjólbogana ásamt hærri
veghæð.
Um eiginlegan jeppling er þó ekki
að ræða þar sem hann verður aðeins
framhjóladrifinn. Margir aðrir
framleiðendur hafa sótt í fræg eldri
módel að undanförnu svo hægt er
að tala um stefnu. Nægir að nefna
til dæmis Honda og Opel í þeim
efnum. n
Ætlar Renault að
endurvekja Fjarkann?
Renault 4 var
framleiddur í
rúma þrjá ára-
tugi í meira en
átta milljónum
eintaka.
Nýlega komu
fram þessar
tölvugerðu
einkaleyfis-
myndir á útliti
nýs Renault sem
svipar mjög til
Fjarkans.
njall@frettabladid.is
Náðst hafa fyrstu njósnamyndir af
hinum væntanlega Nissan 400Z-
sportbíl við prófanir í Bandaríkjun-
um en hann verður kynntur seinna
á árinu. Þó að bíllinn á myndinni
sé í miklum felubúningi má þó sjá
að bíllinn fylgir talsvert Z Proto til-
raunabílnum í útliti. Hann sækir
framendann til Nissan 240Z frá 1969
sem var vinsæll í Bandaríkjunum.
Afturljósin sækja líka í 240Z-
bílinn, eru innrömmuð og ná alla
breidd stuðarans. Margt í bílnum
kemur líka frá 370 Z-bílnum, eins og
hurðahandföng og afstaða glugga-
bita sem dæmi, en hann verður
120 mm lengri en áður. Lítið hefur
verið gefið upp um hvað verði ofan
í vélarsalnum annað en að um er að
ræða endurhannaða útgáfu af V6-
vélinni með tveimur forþjöppum.
Búast má við afturdrifi með sex gíra
beinskiptingu. Því miður lítur ekki
út fyrir að bíllinn verði seldur í Evr-
ópu því að mengunarreglur koma í
veg fyrir sölu slíkra bíla. n
Fyrstu njósnamyndir
af 400Z-sportbílnum
Sportbíllinn náðist á mynd í Banda-
ríkjunum þar sem hann verður í sölu.
42 Bílar 29. maí 2021 LAUGARDAGUR