Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 92
TÓNLIST Korda Samfónía Korda Samfónía flutti eigin tónlist undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths. Eldborg í Hörpu föstudaginn 21. maí Jónas Sen Hvernig nær maður sambandi við geimverur? Sennilega með tón- listarmiðlun. Best er að senda þeim lagalista og bjóða þeim í partí til Jarðarinnar. Þetta var a.m.k. gert árið 1977. Síðla sumars var tveimur ómönnuðum geimförum skotið á loft og hvort um sig innihélt gull- plötu með lagalistum. Tónlistin var fjölbreytt, sekkjapípuleikur, panf lautur, áströlsk frumbyggja- tónlist, Bach, Mozart, Chuck Berry og margt f leira. Markmiðið var að fá geimverur, sem myndu rekast á förin, til að átta sig á menningarstigi mannkyns með því að heyra tón- list Jarðar. Það gæti orðið byrjunin á „fagurri vináttu“ eins og það er kallað í kvikmyndinni Casablanca. Alls konar fólk spilaði og söng Ég hugsa að skapandi tónlistar- miðlun, samstarf 35 einstaklinga sem tróðu upp í fyrsta skipti í Hörpu á föstudagskvöldið, hafi líka verið upphaf fagurrar vináttu. Þarna var býsna ólíkur hópur hljóð- færaleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, tónlistarnemendur, spil- arar úr poppgeiranum, sem og skjólstæðingar Hugarafls og Starfs- endurhæfingarstöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Til- gangurinn var að virkja fólkið til að semja sína eigin tónlist saman, og frumflytja hana. Ekki skipti máli þótt einhverjir kynnu alls ekki á hljóðfæri, það var alltaf eitthvað hægt að finna til að gera; söngur, bakraddir, hristur, ásláttarhljóð- færi, og svo framvegis. Hljómsveitin kallaði sig Korda Samfóníu og laut stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths. Tónleik- arnir voru um klukkustundar langir og voru skemmtilegir. Nokkur löng verk voru flutt sem voru margbrotin og miðluðu mismunandi tilfinn- ingum. Þau höfðu öll verið samin af hópnum á aðeins tíu dögum. Óhjákvæmilega var áferðin dálítið hrá, söngurinn óhef laður, sam- hljómurinn grófur. En það var bara ekki málið. Virkni þeirra sem kljást við kulnun og ýmiss konar krísur vó þyngst hér, og útkoman var ótrúlega fögur. Popp og framúrstefna Fáein smáverk voru einnig á dag- skránni, sem voru tilraunakennd og skörtuðu mörgum góðum hug- myndum. Tónleikarnir buðu því upp á bæði hefðbundna popptónlist sem byggðist mjög á endurtekningum, en líka skemmtilega framúrstefnu, og allt þar á milli. Best var leik- og söng- gleðin sem var smitandi, og æ meira eftir því sem á leið. Skapandi tónlistarmiðlun hefur verið hér við lýði um allnokkurt skeið. Það má rekja til námskeiðs sem Peter Renshaw og Paul Griff- iths frá Guildhall listaháskólanum í London héldu á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Á námskeið- unum fengu þeir nemendur til að semja nýja tónlist á staðnum og áheyrendur til að leika á einföld slagverkshljóðfæri eða syngja. Markmiðið var að losa um sköpun- armátt nemendanna, og að tengja saman huga og hönd. Námskeiðið heppnaðist svo vel að það varð að föstum lið og nánu samstarfi á milli skólanna. Vonandi mun Korda Sam- fónía líka lifa um ókomna tíð. n NIÐURSTAÐA: Óvanalegir tón- leikar sem voru skemmtilegir. Upphaf fagurrar vináttu í Hörpu Korda Samfónía sést hér á æfingu, en gagnrýnandi Fréttablaðsins hrósar sveitinni. MYND/AÐSEND Virkni þeirra sem kljást við kulnun og ýmiss konar krísur vó þyngst hér, og útkom- an var ótrúlega fögur. kolbrunb@frettabladid.is Í Listasafninu á Akureyri opna í dag, laugardaginn 29. maí, tvær nýjar sýningar. Annars vegar sýning á verkum úr safneign Listasafnsins, Nýleg aðföng, og hins vegar samsýn- ing norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir. Sýningarstjóri beggja sýninga er Hlynur Hallsson. Þetta er í fjórða sinn sem tvíær- ingur, sýning á verkum norðlenskra listamanna, er haldinn í Listasafn- inu á Akureyri. Að þessu sinni var unnið út frá þemanu takmarkanir. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreyttu f lóru myndlistar sem tengist Norðurlandi og vekja umræður um stöðu norðlenskra listamanna og myndlistar almennt. Listamenn sem eiga verk á sýn- ingunni Takmarkanir eru: Aðal- heiður S. Eysteinsdóttir, Auður Lóa Guðnadóttir, Árni Jónsson, Bergþór Morthens, Brák Jónsdóttir, Egill Logi Jónasson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Hekla Björt Helga- dóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Joris Rademaker, Jón Laxdal Halldórsson, María Sig- ríður Jónsdóttir, Sigurður Mar Hall- dórsson, Stefán Boulter og Tanja Stefanovic. Listamenn sem eiga verk á sýn- ingunni Nýleg aðföng eru: Elín Pjet. Bjarnason, Friðgeir Helgason, Jessica Tawczynski, Louisa Matthíasdóttir, Magnús Helgason, Óli G. Jóhanns- son og Tomas Colbengtson. n Nýjar myndlistarsýningar á Akureyri Verk eftir Valgerði í Sal Íslenskrar grafíkur. kolbrunb@frettabladid.is Um síðustu helgi var sýning Val- gerðar Hauksdóttur, Síbreytileiki, opnuð í Sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Sýn- ingin stendur til 6. júní. Valgerður sýnir grafíkverk frá síðustu tíu árum og fram á daginn í dag. Flest verkanna sem eru á sýningunni hafa ekki verið sýnd á Íslandi áður. Viðfangsefni verka Valgerðar í gegnum árin eru sótt í ólík áhuga- svið sem þó tengjast; náttúruvís- indi, tónlist, tímann og tilveruna. n Síbreytileiki í Hafnarhúsinu Sumarnótt eftir Bergþór Morthens verður á sýningunni Takmarkanir. Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðal stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2021-2022. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist til formanns sjóðsins á netfangið: jpj@i8.is fyrir 20. júní nk. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2019 Geirþrúður A. Guðmundsdóttir- selló 2018 Hrafnhildur M. Guðmundsdóttir-selló 2017 Sölvi Kolbeinsson-saxófón 2016 Baldvin Oddsson-trompet 2015 Rannveig Marta Sarc-fiðla 2014 Sólveig Thoroddsen-harpa 2013 Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012 Benedikt Kristjánsson-söngur 2011 Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010 Gunnhildur Daðadóttir-fiðla 2009 Helga Þóra Björgvinsdóttir-fiðla 2008 Jóhann Nardeau-trompet 2007 Melkorka Ólafsdóttir-flauta 2006 Elfa Rún Kristinsdóttir-fiðla 2005 Ögmundur Þór Jóhannesson-gítar 2004 Víkingur Heiðar Ólafsson-píanó 2003 Birna Helgadóttir-píanó 2002 Lára Bryndís Eggertsdóttir-orgel 2001 Pálína Árnadóttir-fiðla 2000 Hrafnkell Orri Egilsson-selló 1999 Una Sveinbjarnardóttir-fiðla 1998 Árni Heimir Ingólfsson-píanó 1997 Þórður Magnússon-tónsmíðar 1996 Ingibjörg Guðjónsdóttir-söngur 1995 Sigurbjörn Bernharðsson-fiðla 1994 Guðni A. Emilsson-hljómsveitarstjórn 1993 Tómas Tómasson-söngur 1992 Þóra Einarsdóttir-söngur Ím y n d u n a ra fl / M -J PJ F Y R R U M S T Y R K Þ E G A R www.minningarsjodur-jpj.is MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Tilkynnt verður samtímis um styrkhafa fyrir 2020 og 2021. Styrkur til tónlistarnáms N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið MENNING 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.