Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 98

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 98
Textarnir eru skrifaðir út frá minni reynslu og kannski dálítið átakan- legir, allavega var oft erfitt að flytja þá. Brynhildur Karlsdóttir. stod2.is Brynhildur og Friðrik, sem skipa hljómsveitina Kvikindi, tileinka lagið Okei og mynd- bandið við það minningu Elísabetar Segler Guðbjörns- dóttur, vinkonu Brynhildar, sem svipti sig lífi í kjölfar þess að nauðgunarkæra hennar var látin niður falla. steingerdur@frettabladid.is Í síðustu viku kom út lagið Okei með hljómsveitinni Kvikindi og á fimmtudeginum var myndband við það frumsýnt í Bíó Paradís. Hljómsveitina skipa Brynhildur Karlsdóttir og Friðrik Margrétar- Guðmundsson. Brynhildur vakti fyrst athygli sem söngkona hljóm- sveitarinnar Hormóna, sem sigraði Músíktilraunir 2016. „Svo er ég útskrifaður sviðshöf- undur og hef mikið starfað innan leikhússins sem aðstoðarleikstjóri, leikstjóri, danshöfundur og f leira. Ég á djúpar rætur í leikhúsinu þar sem pabbi minn er leikari með meiru svo ég ólst mikið upp í leik- húsi, í stúdíóum og á leiksýningum sem ég tel hafa mótað mig mikið. Þessa dagana er ég mest að einbeita mér að Kvikindi, að semja, gefa út lög og stækka þann heim sem Kvik- indi er,“ útskýrir Brynhildur. „Ég útskrifaðist úr tónsmíðum frá LHÍ árið 2017 og hef síðan þá unnið sem tónskáld og útvarps- maður á Rás 1. Ólíkt Brynhildi kem ég ekki úr listafjölskyldu og það þykir mörgum hin mesta furða að ég hafi valið mér þann starfsvett- vang,“ segir Friðrik, sem hefur spilað á píanó frá unga aldri. Hann fór svo í tónsmíðar í LHÍ. „Þar fann ég mig mest í að semja tónlist fyrir leikhús og það er þannig sem ég og Bryn- hildur kynntumst. Eftir útskrift samdi ég nokkur verk fyrir kóra og hljóðfærahópa meðfram því að útsetja fyrir aðra.“ Eru með skýr markmið Brynhildur byrjaði einnig sem barn að læra á píanó. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og elska að kynnast nýrri tónlist og hlusta á mismunandi tónlist en áhuginn á því að semja og koma fram byrjaði þegar ég var um tvítugt. Þá stofnuðu ég og vinir mínir pönkhljómsveit og kepptum í Músíktilraunum. Eiginlega var þetta mönun á okkur sjálf að hætta að tala um hlutina og bara fram- kvæma. Ekkert okkar hafði mikla reynslu á það hljóðfæri sem við spiluðum á. Núna er öll mín athygli beind að Kvikindi. Mér finnst við Frikki vera með mjög skýr markmið og stefnu. Okkur langar að verða rík og fræg,“ segir hún og hlær. Engar reglur Nú komið þið úr ólíkum tónlistar- legum bakgrunni, hvernig gengur að tvinna þetta saman hjá ykkur? „Það gengur bara ágætlega, held ég. Við erum búin að semja fullt af lögum sem eru langt komin og hvert er öðru ólíkara. Stundum er best að reyna að skilja eftir vænt- ingar um hvernig lög „eigi að verða“ og leyfa sér bara að gera hvað sem er. Það eru engar reglur og okkur finnst það langskemmtilegast,“ svarar Friðrik. Textar Hormóna vöktu athygli, þar sem Brynhildur var óhrædd við að syngja um átakanleg málefni. „Í Hormónum skrifaði ég texta um afleiðingar kynferðisof beldis, um ofbeldissamband og um að vera kynsvelt kona. Textarnir eru skrif- aðir út frá minni reynslu og kannski dálítið átakanlegir, allavega var oft erfitt að flytja þá.“ Þurfum öll stuðning Brynhildur segir að lagið Okei fjalli um hennar eigin upplifun á því að leita sér hjálpar. „Að finna fyrir pressu að vera ókei þegar ég er það ekki. Ég hef gengið í gegnum dimm tímabil í mínu lífi þar sem ég hefði þurft einhvern stuðning og utanumhald sem mér fannst ég ekki fá. En öllum fannst ég vera ókei, ég leit út fyrir að vera hress og það er erfitt að viðurkenna að einhver sem maður elskar sé á vondum stað, hvað þá að viður- kenna það fyrir sjálfum sér. Við erum öll ekki alveg ókei, ef ókei er viðmiðið að vera með allt á hreinu, og það er ekkert vandræðalegt eða eitthvað sem þarf að hvísla og ófull- komleiki er fallegur,“ útskýrir hún. Friðrik segir þau hafa verið nokkuð blaut á bak við eyrun þegar kemur að kvikmyndagerð þegar þau hófu gerð myndbandsins. „En sem betur fer vorum við með rosalega gott listrænt teymi, Þorra Líndal kvikmyndagerðarmann og Katrínu Guðbjartsdóttur, sem sá um búninga og förðun. Fjölnir Gísla- son sá um leikstjórn. Við stöndum í þakkarskuld við þau öll, þau lögðu blóð, svita og tár í þetta myndband og það sést á útkomunni.“ Erfiðast að missa Elísabetu Brynhildur tileinkar lagið og mynd- bandið vinkonu sinni, Elísabetu Segler Guðbjörnsdóttur. Hún svipti sig lífi eftir að hafa ítrekað verið vísað frá geðdeild, í kjölfar þess að kæra hennar fyrir nauðgun var látin niður falla. „Elísabet var fallegasta og einstak- asta manneskja sem ég hef kynnst. Við kynntumst á fyrsta árinu okkar í MH og vorum óaðskiljanlegar eftir það. Við áttum stóran þátt í að móta hvor aðra. Það að missa hana er það allra erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Við að missa hana missti Ófullkomleikinn er fallegur Brynhildur og Friðrik, sem stofnuðu Kvikindi 2019, fengu aðstoð vina sinna til að velja nafn á bandið. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR ég líka stóran part af sjálfri mér, af minni sögu og það sem gerir mig að mér,“ segir Brynhildur. Brynhildur segist hafa verið ótrú- lega týnd eftir að hafa misst Elísa- betu. „Ég vissi ekkert hvert ég ætti að leita eða hvað ég ætti að gera við mig. Þegar maður elskar einhvern svona mikið held ég að maður ósjálfrátt líti fram hjá vanlíðan manneskjunnar, allavega finnst mér ég hafa gert það þegar ég lít til baka. “ Henni finnst margir hafa brugðist Elísabetu. „Það sem ég hugsa mest um er að hún kærði nauðgun og málið var fellt niður. Það var virkilega sárs- aukafullt og ég held að við höfum báðar misst trúna á kerfið og rétt- lætið eftir það. Mér finnst ég ekki geta tjáð mig of mikið um þá hjálp sem hún fékk eða ekki fékk, en mín upplifun er sú að enginn hafi raun- verulega skilið hana og hennar vanda,“ útskýrir Brynhildur. Hægt er að hlusta lagið Okei á Spot ify. Myndbandið er komið á YouTube. ■ Nánar á frettabladid.is LÍFIÐ 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.