Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 23
21 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif skógræktar á vistkerfi, byggðaþróun og landslag
Guðmundur Halldórsson1,2 og Edda S. Oddsdóttir1,
1Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 2Landgrœðslu ríkisins, Gimnarsholti.
Skógar og skógamytjar hafa um langan aldur gegnt lykilhlutverki í efnahag og
vistkerfum Norðurlanda. Þessi mikilvæga auðlind hefur verið gjömýtt um aldir, með
þeim afleiðingum að skógum var nærfellt útrýmt í þremur löndum; Danmörku, Islandi
og Færeyjum. I öllum þessum löndum vom miklir skógar áður en nýting manna kom
til, blandaður laufskógur í Danmörku, en birkiskógur á íslandi og í Færeyjum (Helles &
Linddal 1996, Sigurdsson et al. 2006, Jóhansen 1989, Hannon 2001). í byrjun nítjándu
aldar var skógarþekja í Danmörku 2-3% af flatarmáli landsins (Helles & Linddal 1996)
og í byrjun tuttugustu aldar var skógarþekja á íslandi undir 1% af flatarmáli landsins (cf.
Sigurdsson et al. 2006). Skógum í Færeyjum var algjörlega útrýmt fyrir um það bil 1000
árum (Jóhansen 1989, Hannon 2001). Mikil skógareyðing varð einnig á öðmm svæðum
á Norðurlöndum, einkum í Suður og Vestur-Svíþjóð og í Vestur-Noregi (Öyen 2006).
A öllum þessum svæðum hefur verið reynt að endurheimta skóginn. í Vestur-Svíþjóð
og Noregi hófst nýræktun skóga fyrir löngu og nú hefur skógarþekja á þessum svæðum
aukist mikið frá því sem var þegar skógar voru hvað minnstir þar (Öyen 2006). I
Danmörku hefur verið mikil nýskógrækt síðustu tvær aldimar og nú þekja skógar um 11 %
af flatarmáli landsins (National Forest and Nature Agency 2000). Nýskógrækt er einnig
töluverð á Islandi og í Færeyjum hefur verið gróðursett töluvert af trjám (Sigurdsson
et al. 2006, Leivsson 1989). í þessum þremur síðasttöldu löndum er markmiðið að
auka skóga verulega á næstu ámm og áratugum. í Danmörku er markmiðið að tvöfalda
skógarþekju landsins og á íslandi að þrefalda hana á næstu 40 ámm (National Forest and
Nature Agency 2000, Sigurdsson et al. 2006). Markmiðið með þessari nýskógrækt er að
hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun, skapa nýjar auðlindir, endurheimta glötuð vistkerfl,
bæta búsetuskilyrði manna og vega á móti sívaxandi koltvísýringsstyrk í andrúmslofti
(Baardsen et al. 2005, Öyen 2006).
A Norðurlöndum em góðir möguleikar á að rannsaka áhrif nýskógræktar á mismunandi
sviðum, ekki hvað síst vegna þess að þar er þróun hennar mjög mislangt á veg komin. Því
er unnt að skoða mismunandi stig þessarar þróunar samtímis. Ekki er síður mikilvægt að
unnt er að nýta þá lærdóma sem fengist hafa á þeim svæðum sem lengra em komin til
að skipuleggja skógræktarstarf á þeim svæðum sem em skemur á vegi stödd. Mikilvægt
er að safna upplýsingum á stórum svæðum, það er að segja landslagsheildum, þar sem
það gefur færi á að marktækari skráningu á breytingum á umhverfi og lífffæðilegum
fjölbreytileika og greina orsakir þeirra. Einnig er brýnt að rannsaka tengsl skógareigenda
og þeirra sem nytja skóga við aðra hluta samfélagsins, bæði hvað varðar nærsamfélög og
stærri þjóðfélagsheildir. Allt þetta kallar á fjölþætt samstarf vísindamanna, stjórnvalda
og hagsmunahópa.
I verkefninu AFFORNORD er verið að rannsaka áhrif skógræktar á vistkerfi,
byggðaþróun og landslag. Þar em borin saman svæði sem em mjög mislangt komin í
þróun nýskógræktar. Sum þessara svæða hafa meira en tveggja alda nýskógræktarsögu