Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 61
59 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Matís ohf. Helstu verkefni er varða öryggi og heilnæmi matvæla
Franklín Georgsson, Heiða Pálmadóttir,
Helga Gunnlaugsdóttir, Viggó Þór Marteinsson
Matís ohf.
Inngangur
Hlutafélagið Matís ohf tók til starfa þ. 1. janúar 2007. I fyrirtækinu sameinuðust
þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í tengslum við
matvælaiðnað. Þetta vom Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf), Matvælarannsóknir
Keldnaholti (MATRA) og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar (RUST). Þessar
stofnanir inntu margvísleg verkefni af hendi fyrir íslensk stjómvöld á sviði rannsókna,
vöktunar, mælinga, námskeiðahalds og ráðgjafar. Matís ohf mun áfram starfa að
margvíslegum verkefnum í þágu stjómvalda í framtíðinni í samræmi við þar til gerða
þjónustusamninga.
Hlutverk Matís ohf. er að stunda rannsóknir og þróunarstarf annars vegar á sviði öryggis
og heilnæmis matvæla og hins vegar á sviði nýsköpunar. Markmið fyrirtækisins er að
efla rannsóknir og þróunarstarf, m.a. með auknu samstarfi við háskóla og fyrirtæki. Nú
þegar er Matís í margvíslegu samstarfi við nokkra háskóla á Islandi, þar á meðal Háskóla
Islands, Háskólann á Akureyri, Hólaskóla og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna. Markmiðið er að efla enn ífekar samstarf Matís og háskóla á komandi ámm.
Þá mun Matís áfram byggja á því öfluga samstarfi sem Rf, MATRA og RUST höfðu
við fyrirtæki og stofnanir í matvælaiðnaði. Má þar nefna samstarf við sjávarútvegs- og
fiskvinnslufyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, önnur matvælafyrirtæki, Umhverfisstofnun,
heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, lyíjafyrirtæki og umfangsmikið alþjóðlegt samstarf á
sviði vísindarannsókna.
Starfsemi Matís er skipt í fjögur svið, (1) vinnsla og vömþróun, (2) líftækni og nýjar
afurðir - Prokaria, (3) öryggi og heilnæmi og (4) fjármál (Mynd 1). Starstöðvar Matís
ohf em nú á 8 stöðum á íslandi, 2 í Reykjavík og á ísafirði, Akureyri, Höfn í Homafirði,
Sauðárkróki, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Starfsmenn í dag er um 80 en
verða líklega um 95 þegar ráðið hefur verið í allar stöður. Helstu verkefni vinnslu og
vöraþróunarsviðs em á sviði vöraþróunar og neytendarannsókna, eldisrannsókna, nýrrar
tækni, markaðsrannsókna og vinnslu. Líftæknisvið starfar helst á sviði erfðatækni,
líftækniafurða og nýrra matvæla. Hér á eftir verður fjallað sérstaklega um helstu verkefni
á sviði öryggis og heilnæmis.
Svið öryggis og heilnæmis
Á sviðinu er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem mikil áhersla
er lögð á heilnæmi og öryggi matvæla. Verkefnin era unnin í samvinnu við innlenda
framleiðendur, háskóla, stjómvöld og alla þá sem með einhverjum hætti em að þjónusta
matvælaiðnaðinn. Hlutverk sviðsins er einnig að sinna forgangs- og öryggisþjónustu
á sviði örvem- og efnarannsókna og stunda öflugar vísindarannsóknir. í því skini er
m.a. markvisst unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og