Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 77
75 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Hlutverk jarðalaga í meðferð lands í landbúnaðarnotum
og samspil jarðalaga og skipulagslaga
Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur
landbúnaðarráðuneytinu
Almennt um efnið
Grein þessi er tekin saman fyrir Fræðaþing landbúnaðarins. Greininni er ætlað að gefa
mynd af hlutverki jarðalaga nr. 81/2004 í meðferð lands í landbúnaðarnotum og fjalla
um samspil jarðalaga og skipulags- og byggingarlaga hvað varðar meðferð slíks lands.
Samantekt
Þann 1. júlí 2004 tóku gildi ný jarðalög nr. 81/2004. Lögin hafa m.a. að geyma ýmis
ákvæði sem snerta nýtingu og landnotkun þess lands sem er í landbúnaðamotum.
Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 em hins vegar þau lög sem fjalla almennt um
það með hvaða hætti hagað skuli landnýtingu og landnotum. Jarðalög em því sérlög
um meðferð og ráðstöfun lands í landbúnaðamotum. Landbúnaðarráðherra er með
jarðalögum falið víðtækt eftirlit með því hvernig landbúnaðarlandi er ráðstafað og
veitt vald til að leyfa eða eftir atvikum synja um að slíkt land sé tekið til annarra nota.
Sveitarstjómir sem skipulagsyfirvöld í héraði ráða því hvemig umráðasvæði þeirra er
skipulagt og bera skipulagsskildu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, þó ber
þeim að afla leyfis landbúnaðarráðherra áður en endanlegt skipulag þar sem land er tekið
úr landbúnaðamotum tekur gildi. Samspil jarðalaga og skipulags- og byggingarlaga
felst einkum í því umsagnaferli sem mælt er fyrir um í jarðalögum. Þar sem jarðalögin
em yngri lög en skipulags- og byggingarlög hafa þau síðamefndu ekki að geyma nein
ákvæði eða tilvísanir til jarðalaganna. Umhverfisráðherra áformar að leggja fram á 133.
löggjafarþingi frumvarp til nýrra skipulagslaga. Mjög æskilegt væri að í þeim lögum
sé litið til jarðalaganna og þeirra ákvæða sem þar em, til að tryggja fúllt samræmi í
framkvæmd þessara lagabálka, þar sem þeim báðum er að hluta til ætlaður svipaður
tilgangur. í framtíðinni þarf að gæta betur að því hvemig nýtingu landbúnaðarlands er
háttað.
Víðtækt gildissvið jarðaiaga nr. 81/2004
Markmið jarðalaga, skv. 1. gr. þeirra, er að setja reglur um réttindi og skyldur þeirra sem
eiga land og nýta það og stuðla að skipulegri nýtingu lands í samræmi við landkosti,
fjölþætt hlutverk landbúnaðar og hagsmuni sveitarfélaga og íbúa þeirra, svo og að
tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvömframleiðslu verði varðveitt
til slíkra nota. Það sem kann að koma ýmsum á óvart er hins vegar að þvert gegn því
sem oft er talið er gildissvið jarðalaga ekki bundið við lögbýli, (í daglegu tali svo
kallaðar jarðir) heldur gilda jarðalögin um allt land sem ekki er undanskilið, þ.m.t jarðir,
jarðarhluta, afréttarlönd, almenninga, öræfi, þjóðlendur og hvers konar land, eyðijarðir,
landspildur, lóðir, mannvirki, skóga, vatnsréttindi, veiðiréttindi, námuréttindi og aðrar