Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 103
101 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
1960- 1969 1970- 1979 1980- 1984 1985- 1989 1990- 1994 1995- 1999 2000- 2006
Suðvesturland 15,8% 22,0% 21,3% 33,2% 16,4% 18,1% 17,2%
Vesturland 48,0% 66,8% 51,0% 52,5% 42,9% 39,3% 43,5%
Vestfirðir * 22,9% 11,4% 18,4% 33,5% 40,9% 21,8%
Húnavatnssýslur 80,9% 35,5% 27,4% 27,0% 36,1% 42,6% 44,3%
Skagafjörður 77,8% 80,4% 67,4% 80,1% 80,0% 70,5% 63,7%
Norðausturland 67,9% 49,1% 41,3% 45,8% 59,0% 53,0% 46,8%
Austurland 39,4% 43,4% 46,0% 32,2% 49,6% 51,2% 40,5%
Homafjörður 85,9% 66,3% 81,5% 57,3% 48,9% 40,0% 32,6%
Suðurland 58,6% 67,5% 39,3% 42,1% 51,2% 65,7% 76,9%
Landsmeðaltal 59,8% 62,7% 45,6% 48,6% 51,4% 53,6% 57,6%
* Engar tolur voru til fyrir Vestfírdi árin 1960-1969
Ef teknar eru saman fyrir hvert svæði og hvert skilgreint árabil, mismunur á inn og
útflutningi erfðaefnis kemur í ljós að talsverður munur er á milli svæða hvað þetta varðar
(sjá mynd 3). Skagafjörður er það svæði sem hvað minnst tekur inn af erfðaefni og er
einnig það svæði sem önnur svæði virðast sækja hvað mest til og þá sérstaklega á árunum
1985 - 1995. Þó að sjá megi einstaka toppa á öðrum svæðum, á ákveðnum tímabilum,
virðist sem megnið af því erfðaefni sem flyst á milli svæða komi frá Skagafirði. Nokkrar
breytingar verða þó eftir 1995 þegar innflutningur á erfðaefni á Suðurland fer að minnka
og er í fyrsta skipti minni en útflutningurinn eftir 2000. Helst það nokkuð í hendur
við minni útflutning út frá Skagafirði þar sem Sunnlendingar virðast hafa sótt mikið af
hrossum þangað (gögn ekki birt). Einnig er athyglisvert að sjá þau umskipti sem verða
í Homafirði þar sem Homfirsk hross virðast hafa verið talsvert notuð á tímabilinu 1960-
1969 en notkunin minnkar jafnframt því sem svæðið opnast fyrir innflutningi erfðaefnis
frá öðmm svæðum sem veldur því að eftir 1990 er jafnvægið orðið neikvætt enda má sjá
að hlutfall mæðra og feðra fæddra í heimahéraði fellur jafnt og þétt.
Mynd 3. Jafnvægi milli inn- og útflutnings erfðaefnis á hverju svæði á skilgreindum tímabilum.
Sé gildið neikvætt er meira flutt inn af erfðaefni á svæðið en það sem flutt er út á önnur svæði.
Jákvætt gildi táknar því meiri útflutning en innflutning.