Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 130
128 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
í ABI 377 (Applied Biosystems) raðgreiningatæki og arfgerðir einstaklinga ákvarðaðar
með forritinu GeneMapper vers. 3.0 (Applied Biosystems).
Fyrir hvert sýni var séð- og væntanleg arfblendni (HQ og H[:) reiknuð og frávik frá
Hardy-Weinberg jafnvægi (erfðajafnvægi; HWE) könnuð, þ.e. hvort arfblendni sé meiri
eða minni en vænta má undir HWE. Erfðabreytileiki var metinn sem A R (meðalfjöldi
genasamsæta allra lókusa þar sem leiðrétt er fyrir sýnastærð) og arfblendni (Hs, sem
er hliðstæða Hy). Erfðamunur milli sýna var metinn með FSJ (byggir á mismun á tíðni
genasamsæta og leiðrétt er fyrir mismunandi sýnastærðir) og marktækni áætluð með
Fisher exact test. P-gildi voru öll leiðrétt með Bonferroni leiðréttingu þar sem átti við.
Náttúrulegur fjöldi hrygningarfisks (A'B) var metinn fyrir hvert seiða sýni (Waples 2006;
Waples og Do, óbirt), en /VB stendur fyrir effective number of breeders og er nálgun
á Ne, sem er náttúruleg stofnstærð. Jafnframt var fjöldi mögulegra undirstofna metinn
með forritinu Structure vers. 2.0 (Pritchard o.fl. 2000). Önnur forrit sem notuð voru við
reikningana voru Genetix vers. 4.05.2 (Belkhir 2000), Fstat vers. 2.9.3.2 (Goudet 2001)
og GenePop vers 3.4 (Raymond og Rousset 1995).
1. tafla. Sýnatafla. Heiti sýna (E stendur fyrir Elliðaár, H Hólmsá, S Suðurá, K kvíaeldi
og HB hafbeit), staður og ár sýnatöku, lífsstig (S er seiði og F fullorðinn), sýnastærð
(N), sýnagerð (V stendur fyrir vöðva, L lifur og A auga), séð arfblendni (H()), væntanleg
arfblendni (HE) og meðalfjöldi genasamsæta (AK). Feitletrað gildi H0 táknar marktækt
frávik frá Hardy-Weinberg jafnvægi. Athuga ber að samanburður milli lífsstiga er ekki
mögulegur þar sem fjöldi erfðamarka notaður við reikningana var ekki sá sami.
Sýni Sýnatökn- staður Ar Lífsstig N Sýnagerð Ho He -4
E.1990 Elliðaá 1990 S 39 V, L, A 0.79 0.76 6.84
E.2002a Elliðaá 2002 S 48 uggi 0.77 0.75 6.31
E.2002Þ Elliðaá 2002 s 51 uggi 0.79 0.74 6.01
H.1990 Hólmsá 1990 s 34 V, L, A 0.71 0.72 6.09
H.1991 Hólmsá 1991 s 40 V, L, A 0.74 0.75 6.66
H.2002 Hólmsá 2002 s 73 uggi 0.72 0.71 5.97
S.1990 Suðurá 1990 s 69 V, L, A 0.76 0.74 6.62
S.2002 Suðurá 2002 s 18 uggi 0.71 0.65 4.43
E.1948 Elliðaá 1948 F 51 hreistur 0.69 0.73 8.35
E.1962 Elliðaá 1962 F 43 hreistur 0.65 0.73 8.79
E.1989 Elliðaá 1989 F 97 hreistur 0.72 0.74 8.66
E.1991 Elliðaá 1991 F 39 V, L, A 0.71 0.75 7.30
E.1992 Elliðaá 1992 F 90 hreistur 0.77 0.73 8.60
E.2005 Elliðaá 2005 F 94 lireistur 0.72 0.72 8.01
K.1989 Elliðaá 1989 F 96 hreistur 0.75 0.76 10.08
HB.1992 Elliðaá 1992 F 75 hreistur 0.76 0.75 9.84
Niðurstöður og umræða
Stofngerð: Öll sýni (seiði) voru í HWE eftir Bonferroni leiðréttingu. Erfðabreytileiki (AR
og Hs) milli einstakra sýna var ekki martækt frábrugðinn, hvorki milli áa né milli ára.
Marktækur munur á erfðabreytileika fannst aðeins ef sýni frá mismunandi tímabilum
voru sameinuð og þá aðeins með tilliti til AR (P<0.05), þar sem erfðabreytileiki var meiri
árið 1990 (1991). Erfðamunur milli sýna var á bilinu 0.002-0.036 (FSJ). Þó að flestir