Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 131
129 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
samanburðir sýndu fram á martækan mun milli sýna eftir Bonferroni leiðréttingu var
ekki að sjá skýra mynd um skiptingu Elliðaárstofnsins í undirstofna. Ástæðan var sú
að ekki var alltaf munur milli áa og stöðugleiki í tíma var yfirleitt ekki fyrir hendi. Sem
dæmi má nefna að E.1990 var marktækt frábrugðið H.1990 (FST=0.011, P<0.001) en
ekki H.1991 (F =0.002, P>0.05), en sýnin H.1990 og H.1991 voru tekin á sama stað í
Hólmsá með árs millibili. Samkvæmt forritinu Structure voru mestar líkur á einum stofiii
þegar öll sýni voru sameinuð og engar fyrirfram upplýsingar um uppruna einstaklinga
voru gefnar, þ.e. hvaða sýni þeir tilheyrðu.
Athygli vakti að erfðamunur milli svæða innan ára jókst, en meðalmunur milli eldri
sýna var 0.011 en 0.021 milli sýna frá 2002. Líkleg skýring á því er að færri foreldrar
mynduðu sýnin frá 2002, en marktækt neikvætt samband var á milli NB og F$T (R=-0.57,
R2=0.32, P=0.007). Almennt gildir að öfiigt samband er á milli náttúrulegrar stofnstærðar
og hendingar (tilviljanakenndir atburðir sem verða þegar genasamsæti flytjast milli
kynslóða). Hinn marktæki munur sem fannst á milli flestra sýna var því tilkominn
vegna þess að erfðasamsetning hrygningarfisks endurspeglaði ekki erfðasamsetningu
Elliðaárstofnsins. Erfðamunurinn var því ekki raunverulegur stofnamunur, heldur aðeins
tilkominn vegna tilviljunarkenndrar mismunar í tíðni genasamsæta hrygningarfisks, og
því ekki stöðugur í tíma og rúmi.
2. tafla. Erfðamunur milli sýna villts lax (E stendur fyrir Elliðaár) og eldislax af tveimur
stofnum. K.1989 kemur úr kvíaeldi og gekk í ámar árið 1989 og HB.1992 er úr hafbeit
og gekk í ámar 1992. Feitletruð Fst-gildi vom marktæk eftir Bonferroni leiðréttingu (7
lókusar x 8 sýni = 56 próf). * P < 0.05, ** P < 0.01 and *** P < 0.001.
E 1962 E.1989 E.1991 E.1992 E.2005 K.1989 HB.1992
0.0057 0.0072*** 0.0242*** 0.0033*
0.0067 0.0039* 0.0269*** 0.0044**
0.0037 0.0049*** 0.0367*** 0.0087***
0.0049* 0.0052* 0.0261*** 0.0058*
-0.0004 0.0239*** 0.0055***
0.0267*** 0.0057***
0.0144***
E.1948
E.1962
E.1989
E.1991
E.1992
E.2005
K.1989
-0.0006
0.0070
0.0085*
0.0012
0.0008
0.0094**
Stöðugleiki Elliðarástofnsins: Öll sýni (fullorðinn fiskur) vom í HWE eftir Bonferroni
leiðréttingu fyrir utan elsta sýnið, E. 1948 (H<HB). Ástæðumar fyrir frávikinu geta verið
t.d. Wahlund áhrif, þ.e. sýnið var myndað úr nokkmm stofnum, innæxlun eða vegna
tæknilegra atriða. Þar sem hin sýnin voru í HWE er frávikið líklegast tæknilegs eðlis
sem tengist aldri sýnisins, en aldur er meðal atriða sem getur haft áhrif a gæði erfðaefnis.
Ekki fannst marktækur munur á erfðabreytileika (AR og Hs) milli sýna. Erfðamunur milli
sýna var alltaf innan við 1%, sem er mjög lítill munur, og meirihluti samanburða fyrir
2005 var ekki marktækur. FST gildi vom tvisvar neikvæð, milli tveggja elstu og milli
tveggja yngstu sýnanna. í þeim tilvikum er erfðamunur lítill sem enginn. Sýnið frá 2005
var marktækt frábmgðið öðmm sýnum nema sýmnu tiá 1992 og er það vísbending um
að erfðasamsetning hafi lítillega breyst á tímabilinu. Hins vegar hefur verið bent á það
að sýni getur sjaldan eða aldrei endurspeglað stofn fullkomlega og til að fá óvilhalt mat
á F gildum þurfi því að draga frá leiðréttingarstuðul 1/S (þar sem S er harmónískt
meðaltal tveggja sýna), þ.e. leiðrétta fyrir sýnatökuskekkju (Waples 1998). Ef það er gert