Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 132
130 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
hér verða öll FST gildi neikvæð og erfðasamsetning stofnsins því stöðug frá 1948-2005.
Þó er ekki alveg hægt að líta framhjá því að milli E.2005 og E.1989 er lítill en mjög
marktækur munur (P<0.001) og ekki greinist munur milli E.2005 og E.1992, en stærð
sýnanna er mjög áþekk og úrtakið gott. Túlkun liggur því ekki nákvæmlega fyrir en þó
er ljóst að erfðabreytileiki og erfðasamsetning Elliðaárstofnsins er nokkuð stöðug milli
1948 og 2005, þrátt fyrir umtalsverða lægð í stofninum á seinustu árum.
Hugsanleg áhrif innstreymis eldislax: Við samanburð eldisíisks og villts fisks var aðeins
notast við sýni með fullorðnum einstaklingum þar sem vegna sýnatöku endurspegla þau
Elliðaárstofninnbetur en sýninmeð seiðunum. Erfðabreytileiki (AR ogHs) eldisstofnanna
var ekki marktækt frábrugðinn erfðabreytileika Elliðaárstofnsins. Eldisstofnamir tveir
vom frábmgðnir m.t.t. skyldleika við Elliðaárstofiiinn (2. tafla). Erfðamunur milli kvíalax
og villts lax var að jafnaði um 2.5% og alltaf mjög marktækur (P<0.()() I), en 2.5% má
túlka sem lítinn erfðafræðilegan mun (Hartl & Clark 1997). Munurinn var þó enn minni
milli hafbeitarlax og villts lax eða aðeins um 0.5%. Munurinn var af sömu stærðargráðu
og sást milli ára hjá Elliðaárstofninum (2. tafla). Astæðan fyrir því að erfðamunurinn
er nánast hverfandi milli hafbeitarstofnsins og villta laxins er sú að eldisstofninn kom
líklega að miklu leyti undan fiski úr Elliðaánum (Þór Guðjónsson 1989). Jafnframt hefur
ijöldi klakfiska líklegast verið þó nokkur, vegna samsvömnar í tíðni genasamsæta og
erfðabreytileiki var að jafnaði meiri en í villtu sýnunum þótt munurinn hafi ekki verið
marktækur. Stöðugleiki Elliðaárstofnsins, sem um var getið, bendir til að innstreymi
eldislax hafi ekki haft greinanleg áhrif á stofninn. Skyldleiki hafbeitarstofnsins og villta
stofnsins hefur hugsanlega ráðið einhverju þar um, en hafbeitarlax var meirihluti þess
eldisfisks sem í ámar gengu. Frekari greining er þó þörf.
Verkefnið er meistaraverkefni Leós Alexanders Guðmundssonar við líffræðiskor Háskóla
íslands. Leiðbeinendur em Guðrún Marteinsdóttir prófessor við Háskóla Islands,
Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun, Anna Kristín Danielsdóttir hjá RANNÍS
og Christophe Pampoulie hjá Hafrannsóknastofnuninni. Verkefnið er fjármagnað af
Veiðimálastofnun með styrk frá RANNÍS og Orkuveitu Reykjavíkur og með styrk frá
erfðanefnd landbúnaðarins.
Heimildir
Atlantic Salmon Federation 2002. Atlantic salmon aquaculture: a primer. Sjá http://www.asf.ca/
backgrounder/asfaquacbackgrounder.pdf.
Beacham, T. D. and Dempson, J. B. 1998. Population structure of Atlantic salmon from the Conne River,
Newfoundland as determined from microsatellite DNA. Journal ofFish Biology 52: 665-676.
Belkhir, K. 2000. GENETIX, Logiciel sous Windows pour la génétique des populations. Laboratoire gé-
nome et populations, CNRS UPR 9060, Université de Montpellier II, Montpellier, France.
Garant, D., Dodson, J. J. and Bernatchez, L. 2000. Ecological determinants and temporal stability of the
within-river population structure in Atlantic salmon (Salmo salar L.). Molecular Ecology 9:615-628.
Goudet, J. 2001. FSTAT, a program to estimate and test gene diversity and fixation indices (version 2.9.3).
Institute of ecology, biology building, UNIL, CH-1015, Lausanne, Switzerland.
Hartl, D. L. andA. G. Clark. 1997. Principles of population genetics. Third edition. Sinauer associates,
Sunderland, Massachusetts.
Martinez, J. L., Dumas, J., Beall, E. and Vazquez, E. G. 2001. Assessing introgression of foreign strains in