Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 134
132 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Rannsóknir á erfðaeiginleikum hornsíla
Eik Elfarsdóttir og Bjami Jónsson
Veiðimálastofnun, Norðurlandsdeild, Sœmundargötu 1, 551 Sauðárkrókur
Á íslandi eru búsvæði fiska gífurlega fjölbreytt en þar spilar hin jarðfræðilega sérstaða
sem landið hefur stórt hlutverk. Hérlendis eru að auki mjög fáar tegundir vegna þess hve
landnám er erfitt á eyju langt frá meginlandi. Þessar fáu tegundir hafa því úr gríðarlega
fjölbreyttu umhverfi að velja og í sumum tilfellum er engin samkeppni um búsvæðin
nema innan tegundar. Homsíli em dæmi um tegund ferskvatnsfiska sem hafa nýtt sér
vel þennan mikla fjölbreytileika búsvæða hér á Islandi, þau finnast í sjó, ferskvatni og
ísöltu vatni, í vötnum, pollum, ám og lækjum, í heitum lindum, köldum uppsprettum og
jökulvatni, á hraunbotni, leðjubotni, þar sem gróður er lítill og þar sem hann er mikill.
Þessi upptalning, sem engan veginn er tæmandi, sýnir að homsíli hafa mjög ijölbreytta
lifnaðarhætti en þau hafa einnig mjög mikla aðlögunarhæfni.
Homsíli lifa á öllu norðuhveli jarðar en á nyrðri svæðum útbreiðslu sinnar hafa þau
haft tiltölulega stuttan tíma til að nema land og aðlagast breytilegum aðstæðum, eða frá
lokum síðustu ísaldar, um 10.000 ár hér á Islandi. Þessi tími getur þó spannað allt að
10.000 kynslóðir homsíla þar sem kynslóðabil þeirra er aðeins 1-2 ár í flestum tilfellum
hérlendis. Á þessum tíma hafa þau náð að dreifa sér um flest vatnakerfi landsins, aðlagast
þeim fjölbreytilegu búsvæðum sem þau hafa uppá að bjóða og myndast hafa fjölmargir
stofnar sem allir hafa sín sérkenni, í útliti, lífsögu, atferli, lífeðlisfræði o.fl. Jafnvel em
dæmi um þrjá stofna homsíla, breytilega í útliti, lífsögu o.fl. í gmnnri tjöm sem nær ekki
hálfum hektara að flatarmáli.
Homsíli er gríðarlega fjölbreytilegt hryggdýr, með stutt kynslóðabil, eignast mörg
afkvæmi í einu og er auk þess mjög auðvelt í ræktun. Því hefur það nú vakið áhuga
erfðafræðinga sem hingað til hafa mest unnið með mýs og sebrafiska. Það hve
breytileiki homsíla er mikill, hve útbreidd þau em um heiminn og hafa haft stuttan
tíma til þróunar spilar þar stórt hlutverk. Hægt er að æxla mjög aðskildum og ólíkum
stofnum þeirra saman á rannsóknarstofu og fá út kynþroska einstaklinga þar sem
stofnamir eru ekki orðnir aðskildar tegundir. Homsíli em einnig mjög vel rannsökuð
tegund hvort sem litið er til vistfræði, þróunar, lífeðlisfræði, útlits eða atferlis en slíkt
styrkir gmnn erfðafræðilegra rannsókna á þeim. Homsíli veita því einstakt tækifæri til
að kanna hvort sömu eða mismunandi þættir hafa verið að verkum í þróuninni þegar
svipuð form (morphologies) homsíla verða til, hvort sem það er í homsílum í Kanada,
Japan eða á Islandi. Auk þess er tiltölulega auðvelt að kanna fjölda og staðsetningu
þeirra gena og genabreytinga sem valda þróunarfræðilegum breytingum eða jafnvel
myndun nýrra tegunda, en slíkt hefur hingað til verið erfitt að framkvæma á hryggdýmm.
Erfðarannsóknir á homsílum geta því svarað fjölmörgum spumingum varðandi þróun
og þroskun manna og annarra hryggdýra. Nú er raðgreiningu á erfðamengi homsíla
nýlega lokið og mun þá áhugi á rannsóknum þeirra líklega aukast vemlega en það vom
bandarísk heilbreigðisyfirvöld (NIH - National Institutes of Health) sem stóðu straum
af kostnaði við raðgreiningamar. Homsíli em því um þessar mundir að verða eitt helsta
módelið í ýmsum læknisfræðilegum rannsóknum og erfðafræði hryggdýra.