Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 137
135 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Nýjar afurðir úr gömlum
Þjóðlegar hefðir og hollusta í brennidepli
Laufey Steingrímsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Þjóðlegar hefðir og hollusta em áberandi í menningammræðu og markaðsþróun matvara
um þessar mundir. Áhuginn á því einstaka, sem hver staður, þjóð eða samfélag hefur
upp á að bjóða, er sjálfsagt andsvar nútímans gegn allri þeirri einsleitni í framleiðslu og
neyslu, sem alþjóðavæðing og fjöldaframleiðsla hefur leitt af sér. Fatnaður, mataræði og
afþreying fólks hefur smám saman færst í átt að einhvers konar sameiginlegu miðjufari,
þar sem fátt skilur að þjóðir eða menningarheima. Sörnu vömr eru á boðstólum í
verslunum, sami matur á borðum og sömu kvikmyndimar á skjánum. I þessu samhengi
verður íslenska lopapeysan, sviðakjammar og harðfiskur, já nánast allt sem íslenskt er,
eftirsóknarvert og einstakt, bæði fyrir okkur sem heima sitjum, og einnig fyrir þá sem
sækja okkur heim.
Héraðsbundin sérkenni hafa á sama hátt vakið áhuga þegar matur og menning á
í hlut. Víða hafa t.d. verið stofnuð samtök eða félagsskapur áhuga- og fagfólks
um héraðsbundna matargerð eða matarmenningu. Má þar nefna samtök á borð
við Culinary Heritage, fhttp://www.culinarv-heritage.com'>. Terra Madre íhttp:
//'www.terramadre2006.or«l og fleiri. Hér á landi er verkefnið Beint frá býli dæmi um
hliðstæða starfsemi, en tilgangur verkefnisins er að hvetja til og hlúa að heimavinnslu
og heimasölu vandaðra mat- og drykkjarvara í sveitum. Eins hefur verið stofnað félag
áhugafólks um þjóðlega matarmenningu hér á landi, félagið Matur-saga-menning, sem
hefur að markmiði að efla þekkingu á islenskum mat og vekja áhuga þjóðlegum hefðum
(http ://www.matarsetur. is).
Það er líklega þrá borgarbúans eftir einhvers konar tengslum við landið og upprunann sem
birtist m.a. í áhuga á héraðsbundnum matvælum. Neytandinn, ekki síst ferðalangurinn,
vill helst fá að vita á hvaða fjalli skepnan gekk, hvar rófan óx og hver bjó til ostinn. Hver
er sagan á bak við matinn, á bak við verkunina, á bak við framleiðsluna? Þótt slíkur
brennandi áhugi á fæðunni sé ef til vill ekki allra, felast eigi að síður ný tækifæri fyrir
íslenskan landbúnað og íslenska matvælaframleiðslu í þessari hreyfingu, tækifæri sem
framleiðendur eru í síauknum mæli að átta sig á og nýta.
Nýjar, þjóðlegar afurðir
Ávinningurinn fyrir landbúnað af þessari vakningu er meiri en augljós virðisauki af sölu
vandaðs handverks á einstökum býlum og sá menningarauki sem því tengist. Tækifærin
felast ekki síður í þróun nýrra matvara sem byggja á gömlum hefðum eða tengingu við
söguna og landið, vara sem eru í senn rammíslenskar en einnig nútímalegar og falla að
smekk og þörfum nútímafólks. Þvi skilgreining á íslenskri eða þjóðlegri vöru er ekki
eingöngu bundin við hefð frá ákveðnu tímabili íslandssögunnar, heldur er eðlilegt að
það eigi sér stað þróun í matarmenningunni, einnig þeirri sem við köllum þjóðlega