Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 145
143 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
2. tafla. Heildar kolefnisforði og meðal kolefnisbinding í trjám og botngróðri í Vallanesi
árið 2005.
Kolefnisforði Kolefnisbinding
gC/m2 g COj / m2 ári
Botngróður* 258 23
Tré (stofii, greinar og barr) 231 65
* Niðurstöður frá Bjami D. Sigurdsson o.fl.. 2005b
Kolefnisforði í jarðvegi (ekki rætur) í Vallanesi og á sambærilegu skóglausu landi er
sýndur í 3. töflu. Ekki reyndist marktækur munur milli einstakra dýpta en ljóst er þó að
á 13 árum hefur skógræktin aukið kolefnisforða í efstu 30 cm jarðvegsins um 1000 g
C02 / m2.
3. tafla. Einkenni og kolefnisforði jarðvegs í Vallanesi og á Víkingsstöðum.
Dýpi rúmþyngd C mg/g N mg /g C/N hlutf Ckg/m2
Vallanes 0-10 cm 0,64 81,53 4,27 19 5,2
10-20 cm 0,87 41,19 2,62 16 3.6
20-30 cm 0,87 30,32 2,20 14 2,6
Víkingsstaðir 0-10 cm 0,53 98,44 4,66 21 5.2
10-20 cm 0,61 46,96 3,14 15 2,9
20-30 cm 0,61 37,00 2,51 15 2,3
Umræður
Samkvæmt nýlegri rannsókn, þar sem teknar voru saman niðurstöður iðufylgnimælinga
yfir ólíkum skóglendum á norðlægum slóðum, var kolefnisjöfnuður á ársgrundvelli allt
frá 370 g CO,/ m2 losun yfir í 920 g C02/ m2binding (Mahli o.fl. 1999). Kolefnisupptakan
í Vallanesi verður því að teljast í hærri kantinum og samræmist vel þeirri staðreynd að
kolefnisbinding er yfirleitt mest hjá ungum skógum á óröskuðum jarðvegi (Hyvönen
o.fl. 2007). Hinsvegar hafa ýmsar erlendar rannsóknir sýnt fram á að fyrstu ár eftir
jarðvinnslu vegna skógræktar tapast oft meira kolefni út á ársgrundvelli en binst í gróðri
(Hyvönen o.fl. 2007). Eftir því sem lengra líður frá jarðvinnslunni og trén verða virk í
upptöku breytist kolefnisjöfnuður vistkerfisins yfir í bindingu. Það er ljóst að aðeins 13
árum eftir gróðursetningu hefur skógurinn í Vallanesi náð að bæta upp þá losun á kolefni
sem varð vegna jarðvinnslunnar og kolefnisjöfnuður vistkerfisins er orðin jákvæður.
Nettó binding árið 2005 var 727 g C02 á m2. Þetta er heldur meiri árlega bindingu en
notuð hefur verið í spám um kolefnisbindingu með nýskógrækt (624 g C02 / m2 á ári), en
það gildi hefur verið notað sem meðalbinding ofanjarðar og í grófrótum miðaldra skóga
og byggir á íslenskum rannsóknum (Bjami D. Sigurðsson o.fl. 2005a).
Niðurstöður forðamælinga í Vallanesi sýndu að einungis um 12% af heildarbindingu
vistkerfisins átti sér stað í trjám og botngróðri. Hér eru þó rætur (bæði gróf- og
finrætur) og sina á yfirborði undanskilin. I sambærilegri rannsókn sem gerð var á
ungum asparskógi í Gunnarsholti reyndist einungis um 15% af heildarkolefnisbindingu
vistkerfisins eiga sér stað í trjánum sjálfum (Valentini ofl, 2000). í annarri rannsókn á 50