Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 151
149 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Það var marktæk jákvæð fylgni milli meðalijölda mordýra og %N, %C, C/N hlutfalls
og sýrustigs en marktæk neikvæð fylgni milli meðalljölda mítla og LAI (leaf area index
- blaðflatarstuðull) og hlutfalls lágplantna. Jákvæð fylgni var milli hlutfalls mosa og
einkímblöðunga annars vegar og fjölda mítla hins vegar (sjá töflu 3). Engin fylgni fannst
milli lífmassa undirgróðurs og fjölda mítla eða mordýra
Niðurstöður þessarar tilraunar sýna að meðalfjöldi mordýra og mítla á m2 var svipaður
og í birkilendi á Suðurlandi (Edda S. Oddsdottir 2002) en mun lægri en hefur fundist
áður í lerkiskógum á Austurlandi (Ulfur Oskarsson 19S4) eða í birki, rauðgreni eða
sitkagreni í Noregi (Fjellberg, 2007). Þessir tveir hópar, mítlar og mordýr virðast
bregðast mismunandi við nýskógrækt og hækkandi aldri skóganna. Engin marktækur
munur í fjölda mordýra sást milli skóga á mismunandi aldri eða gerðum, né milli
skóga eða skóglauss lands. Hins vegar var marktækur munur á íjölda mítla þannig
að hann jókst fyrst eftir gróðursetningu lerkis en svo dró úr fjölda mítla eftir því sem
lerkiskógurinn varð eldri. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra vísindamanna sem
sáu svipaðan mun á viðbrögðum mordýra og mítla við breytingum (Maraun and Scheu
2000). Niðurstöður Lindberg et al (2002) benda til þess að mítlar sýni meiri viðbrögð
við röskunum en mordýr og það er vitað að íjöldi mordýra er oft svipaður í mismunandi
skóglendum (Ojala and Huhta 2001, Huhta and Ojala 2006). Fyrstu niðurstöður
okkar virðast styðja þetta en frekari vangaveltur um áhrif nýskógræktar á samfélag
jarðvegsdýra verður að bíða tegundagreiningar.
Heimildir
Amalds, A. 1987. Ecosystem disturbance in Iceland. Arctic and Alpine Research 19:508-525.
Bjami E. Guðleifsson 1998. Lífvemr í mold og túnsverði. Bls 181-189 in Ráðunautafundur 1998.
Edda S. Oddsdottir 2002. Ahrif skógræktar og landgræðslu á jarðvegslíf. MSc. Háskóli Islands.
Fjellberg, A., P. H. Nygaard, and O. E. Stabbetorp. 2006. Structural changes in Collembola populations
following replanting of birch forest with spmce in North Norway. in G. Halldorsson, E. Oddsdottir, and
O. Eggertsson, (eds). Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. TemaNord
2007, XXX (í prentun).
Helgi Hallgrímsson 1975. Um lífið í jarðveginum IV. Smádýralífjarðvegsins í ýmsum gróðurlendum. Ársrit
Ræktunarfélags Norðurlands 72:28-44.
Helgi Hallgrímsson 1976. Um lífið í jarðveginum V. Árstíðabreytingar jarðvegsfánunnar. Ársrit Ræktunar-
félags Norðurlands 73:16-30.
Helgi Hallgrímsson og Jóhannes Sigvaldsson. 1974. Um lífið í jarðveginum III. Athuganir á rannsóknar-
reitum á Víkurbakka við Eyjafjörð, sumarið 1969. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 71:36-55.
Hólmfríður Sigurðardóttir 1991. Athuganir á stökkmor (Collembola) í uppgræðslusvæðum á virkjunarsvæði
Blöndu á Auðkúluheiði. Pages 77-87 in I. Þorsteinsson, editor. Uppgræðsla á Auðkúluheiði og Eyvindar-
staðaheiði 1981-1989. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík.
Huhta, V., and R. Ojala. 2006. Collembolan communities in deciduous forests of different origin in Finland.
Applied Soil Ecology 31:83 -90.
Jóhannes Sigvaldason 1973. Um lífið í jarðveginum. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 70.
Lindberg, N., J. B. Engtsson, and T. Persson. 2002. Effects of experimental irrigation and drought on the
composition and diversity of soil fauna in a coniferous stand. Joumal of Applied Ecology 39:924-936.
Maraun, M., and S. Scheu. 2000. The structure of oribatid mite communities (Acari, Oribatida): pattems,