Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 162
160 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Á spumingalistunum var leitað svara við íjölmðrgu sem tengist eftirfarandi
flokkum:
(i) Þekja skóga, þróun og eignarhald.
(ii) Löggjöf varðandi aðgengi almennings.
(iii) Menntun skógarvarða og stjómenda.
(iv) Deilur og árekstrar (conflicts) í útivistaskógum.
(v) Aðferðir við skipulagningu, stjómun og eftirlit.
(vi) Uppbygging aðstöðu og eftirspum gesta eftir henni.
(vii) Aðferðir við stjómun og móttöku gesta í útivistarskógum.
Liggja niðurstöður rannsóknarinnar nú fyrir í viðmikilli skýrslu, sem koma mun út í
bók um útivistarskóga í Evrópu á vegum Springer bókarforlagins á árinu 2007 undir
heitinu:
*Birgit Elands, Simon BeU, Jan Blok, Vincent Colson, Sherry Curl, Berit Kaae,
Gudrun Van Langenhove, Art McCormack, William Murphy, Jon Geir Petursson,
Soren Praestholm, Pieter Roovers and Roger Worthington. 2007. Atlantic Forest
Recreation and Nature-based Tourism Management and Planning Practices: A study
in Denmark, Belgium, Jceland, Ireland, the Netherlands, and the United Kingdom.
An expert study, CostAction E33.
Þessi fyrirlestur og grein er stutt kynning á helstu niðurstöðum úr þessari vinnu.
3. Helstu niðurstöður og umræður
3.1. Skógarþekja
Flatarmál skóga og dreifing þeirra skiptir eðlilega miklu fyrir möguleika til útivistar. I
löndunum er mikill munur á umfangi skóga, þeir þekja einungis um 1,7% Islands, um
8% Irlands, urn 11 % Danmerkur, Hollands og Bretlands. Belgía hefur hins vegar um
22% skógarþekju.
I þessum löndum em flestir skógar gróðursettir, afrakstur skógræktar síðustu aldar þegar
skógeyðingu var snúið við í löndunum. Öll þessi lönd vom nánast skóglaus en hafa náð
að byggja upp veruleg skóglendi, en Island rekur þar lestina. í flestum tilvikum vom það
efnahagslegir hvatar sem lágu að baki nýskógræktinni, það að framleiða timbur og það
gjama með innfluttum, hraðvaxta sígrænum trjátegundum.
í flestum löndunum em enn starfrækt öflug nýskógræktarverkefni, þó almennt hafi
markmið skógræktarinnar breyst eins og fjallað er um hér síðar.
3.2. Skógar og fólk
Þekja skóga sem hlutfall af flatarmáli lands segir ekki alla söguna um framboð á
skóglendum til útivistar, íbúaþéttleiki skiptir einnig mikli í því samhengi. Að Islandi
undanskildu em Atlantshafslöndin þéttbýl og hátt hlutfall íbúa sem býr í þéttbýlisstöðum.
Fjöldi íbúa á ferkílómetra er til dæmis nánast hundraðfaldur milli Islands og Belgíu
(Mynd 2). Hins vegar er Island það land þar sem hæst hlutfall íbúa býr í þéttbýli eða