Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 173
171 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
2. tafla. Þekja (%) háplantna, mosa og flétta í mælireitum. Gildi með ólíkum bókstaf sýna
marktækan mun (P<0.0001).
Austurland Háplöntur Mosar Fléttur X'esturland Háplöntur Mosar Fléttur*
M1 61,0lbc 61,72b 4,02 M1 57,0* 7332 0,3
L1 56,9*'“ 58,0* 1,3* F1 525* 542* 1,1
L2 62,02bc 13,1' 0,3b F2 11,03 20,6' 0
L3 56,9*= 163' 10,7b F3 4,6' 233' 0
L4 483c 2,1' 0b G1 532* 63,72 0,1
L5 71,02 70,l2b 0b G2 38,9» 6831 0.1
B1 68,lab 47,lb 0,02b G3 15,4' ss.i1” 0.3
B2 55.6bc 73,82 0b G4 35,1' 203' 0.05
B1 62,l2 59.1* 0.7
B2 59,6* 18.6' 0,5
B3 63,l2 55,5* 0
♦Ekki faimst marktækur munur á þekju flétta á Vesturlandi.
Samanburdur á birki- og barrskógum
Twinspan-flokkun gróðurgagna sýndi að gróðurfar eldri birkiskóganna greindi
sig frá gróðurfari eldri barrskóganna (2. mynd). I niðurstöðum hnitunar má sjá að
gróðurbreytingar birkiteiganna ganga ekki eins langt frá mólendinu eins og þéttustu
og elstu barrteigarnir, en aukin fjarlægð þýðir að tegundasamsetning verður ólíkari (3.
mynd).
Á Austurlandi fundust marktækt fleiri háplöntutegundir í birkiskógunum en í næst elsta
lerkiteignum (L4) þar sem birtan við skógarbotn var minnst, en ekki var munur á eldra
birkinu (B2) og grisjaða lerkiteignum (L5) þar sem birta við skógarbotn var meiri. Á sama
hátt voru fleiri háplöntur í birkiskógunum í Skorradal (B1 og B3) en í þéttu og dimmustu
furu- og greniteigunum (F2, F3, G3 og G4). Algengustu tegundir í birkiskógunum voru
bláberjalyng, loðvíðir, hrútaberjalyng, blágresi, krossmaðra, bugðupuntur, hálíngresi og
vallelfting. Eins og fyrr segir voru grasleitari plöntur meira áberandi í barrskóginum,
t.d. vallelfting, beitieski, slíðrastör, hálíngresi, vallarsveifgras og bugðupuntur en
einnig blágresi og hrútaberjalyng. Þekja háplantna og mosa var marktækt meiri í
birkiskógunum á Vesturlandi en í eldri barrskógunum þar (2. tafla). Einnig var þekja
mosa meiri í birkiskógum á Austurlandi en í eldri lerkiskógunum. Á svipaðan hátt sýndu
uppskerumælingar í skógunum á Austurlandi að hlutfall tvíkímblöðunga var hærra í
birkiskógunum en í eldri barrskógunum þar sem elftingar, starir og grös voru algengari
(Bjami D. Sigurðsson ofl. 2005). Fyrri rannsóknir hér á landi hafa sýnt að yfirleitt er botn
birkiskóga vel gróinn og gróskumikill (Eyþór Einarsson 1959, Steindór Steindórsson
1964, Hörður Kristinsson 1977, Ása L. Aradóttir ofl. 1995) og kemur það heim og
saman við niðurstöður rannsókna okkar
Þessi munur á flóm birkiskóga og barrskóga stafar líklega af því að barrtegundirnar
eru hávaxnari en birkið, trjákrónan mun þéttari og verður því meiri skuggi undir þeim í
ógrisjuðum skógum. Barrtegundimar, einkum greni og fura sem em sígrænar, hafa því
meiri áhrif á gróðurfar á skógarbotni en birkið. I Bretlandi hefur verið sýnt fram á að
innflutt lauftré sem þar hefur verið plantað inn í skóga hafa minni áhrif á botngróður en
barrtré (Peterken 2001).