Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 190
188 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
til þess að sjógöngustofnar bleikju og urriða í átta vatnsföllum á rannsóknarsvæðunum
hafi misst 40-90% af búsvæðum sínum (Guðmundur Ingi Guðbrandsson o.fl. 2005). Að
tengja aftur saman slík uppskipt búsvæði hefur verið talin ein af mikilvægustu aðgerðum
í endurheimt sjógöngustofna (Roni o.fl. 2002). Þó svo að þau áhrif sem hér er um rætt
hafi miðað við urriða og bleikju, má leiða líkur að því að þau eigi líka við um aðra
ferskvatnsfiska á Islandi. Einnig má víst telja að þær þveranir sem hamla fari fiska hindri
einnig að enn minni lífverur sem hafa lífsferil sinn eingöngu í vatni komist þær (Vaughan
2002).
Lífssaga íslenskra laxfiskategunda er mjög fjölbreytt innan tegunda og stofnar eru
oft litlir og staðbundnir (Skúli Skúlason o.fl. 1999; Bjami Jónsson 2002; Guðmundur
Ingi Guðbrandsson og Bjami Jónsson 2002). Litlir stofnar em taldir viðkvæmari fyrir
uppskiptingu búsvæða, bæði erfðaffæðilega séð, og auk þess eiga þeir erfiðara með að
þola raskanir í umhverfinu sem hafa áhrif á stofnstærðir þeirra. Rannsóknir á áhrifum
hindrana á laxfiskastofha hafa sýnt að þar sem hólfun stofna hefur orðið getur það leitt
til minni erfðabreytileika í stofni (Wofford o.fl. 2005). Sökum hins mikla ijölbreytileika
innan tegunda ferskvatnsfiska á íslandi er liklegt að áhrif ræsa á framtíðar lífslíkur lítilla
stofna geti verið mjög alvarlegar. Þess vegna þarf að gefa þessari hættu mun meiri gaum
en gert hefur verið á íslandi til þessa.
Rannsókn okkar sýnir að umfang þess vandamáls sem skapast fyrir ferðir fiska um
þveranir í ám og lækjum á íslandi er víðfemt. Vandamálið er ekki síst alvarlegt í ljósi
þess að ræsi hafa undanfarin ár verið notuð í auknum mæli við þveranir vatnsfalla
bæði í vegagerð og landbúnaði. I ljósi niðurstaðna okkar ráðleggjum við að notkun
lokaðra ræsa verði takmörkuð til muna og forðast að nota þau í vatnsföll sem fóstra fisk.
Auka þarf þróun og notkun þverana með opnum botni og víðri spönn þar sem slíkar
þveranir virðast hafa mun minni neikvæð umhverfisáhrif en þveranir með lokuðum
botni. Mikilvægt er að fræðslu- og umbótastarf nái til allra þeirra sem stunda vegagerð.
Umhverfisvæn hönnun og framkvæmdir við árþveranir eru afar mikilvægur þáttur í
vemdun og endurheimt margra stofna ferskvatnsfiska og mikilvægur liður í farsælum
samgöngubótum.
Heimildir
Bates, K., Barnard, MRJ., Heiner, B., Klavas, JP. og Powers, PD. 2003. Design of road culverts for fish pas-
sage. Washington Department of Fish and Wildlife, Olympia. 110 bls.
Beechie, T., Beamer, E. and Wasserman, L. 1994. Estimating coho salmon rearing habitat and smolt produc-
tion losses in a large river basin, and implications for habitat restoration. North American Journal ofFisher-
ies Management, 14, 797-811.
Bjami Jónsson 2002. Evolution of diversity among Icelandic arctic charr (Salvelinus alpinus L.). Fisheries
Science, Supplement, November 2002.
Bjami Jónsson 2005.Áhrif ræsagerðar á ferðir göngufiska og líffræðilegan ljölbreytileika. Freyr, 101,24-
25.
Bjami Jónsson, Eik Elfarsdóttir, Elín R. Guðnadóttir og Hjalti Þórðarson, 2002. Búsvæðamat og útbreiðsla
sjóbleikju á vatnasvæði Héraðsvatna. Skýrsla Veiðimálastofnunar VMST-N/0221. 32 bls.
Erkinaro, J., Julkunen, M. og Niemela, E. 1998. Migration of juvenile Atlantic salmon Salmo salar in small
tributaries of the subarctic River Teno, northem Finland. Aquaculture, 168, 105-119.