Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 192
190 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Notkun mælimerkja til könnunar á farleiðum
og búsvæðum laxa í sjó
Sigurður Már Einarsson og Sigurður Guðjónsson
Veiðimálastofnun
Útdráttur
Vorið 2005 voru í fyrsta sinn notuð ný gerð mælimerkja, DST-micro, við merkingar
sjógönguseiða laxa. Merkt voru 300 eldisseiði (60 -100 g) og þeim sleppt í Kiðafellsá
í Kjós. Merkin skráðu í minni sitt hitastig og þrýsting (dýpi) á klukkustundar fresti.
Sumarið 2006 endurheimtust 5 mælimerktir laxar úr sleppingunni, 4 í Kiðafellsá og 1 í
Elliðaánum. Samfelldar skráningar náðust um sjávarhita og dýpi sem laxamir dvöldu
á í 15 mánuði, allt frá því að seiðin gengu til sjávar þar til laxamir endurheimtust á
hrygningargöngu inn í ferskvatn. Hitaferlar úr merkjunum sýna að á fyrsta ári sínu í
sjó dvöldu laxamir að vetri til í 8,0 °C hlýjum sjó og bendir samanburður við gögn
um yfirborðshita sjávar til að mestar líkur séu á að laxamir hafi dvalið á hafsvæðum
suðvestur af íslandi, beint yfir Reykjaneshryggnum. A fyrri hluta sjávardvalarinnar vom
laxamir nálægt yfirborði sjávar, en á síðari hluta sjávardvalarinnar komu einnig fram
tíðar dýfur, allt niður á yfir 700 m dýpi.
Notkun mælimerkja í laxaseiðum gefur færi á að stórauka þekkingu á lífsferli laxa í sjó.
í framtíðinni ættu slíkar niðurstöður að geta nýst til að kortleggja farleiðir og búsvæði
laxa. Upplýsingar um hegðun laxa geta verið mjög dýrmætar til að meta í hvaða mæli
lax gæti lent sem meðafli í veiðum á uppsjávarfiskum. Unnt að beina rannsóknarátaki inn
á þau svæði sem laxinn notar, t.d. við rannsóknir á fæðu laxa, hugsanlegum afræningjum
o.fl. Þá geta slíkar upplýsingar nýst við gerð líkana sem spá fyrir um laxagöngur.
Inngangur
Undanfama áratugi hefur stolhum Atlantshafslaxins hnignað verulega á útbreiðslusvæði
tegundarinnar (ICES 2006). Hnignun stofna er sérstaklega greinileg hjá löxum sem
dvelja 2 ár eða lengur í sjó, bæði í Evrópu og Ameríku. Laxastofnum sunnarlega á
útbreiðslusvæði laxins hefur hnignað mest og laxastofnum í Norður Ameríku hetur
hnignað mun meira en laxastofnum Evrópu. Lax hrygnir í straumvatni og þar alast seiðin
upp í 2 - 6 ár fram að sjógöngu. Ferskvatnsdvöl laxins er nokkuð vel þekkt, en hins
vegar em miklar eyður í þekkingu á sjávardvöl laxins (Friedland 1998). A Islandi em
töluverðar sveiflur í fjölda gönguseiða sem ganga út úr ánum, sérstaklega norðanlands
og austan þar sem munurinn er allt að sexfaldur (Þórólfur Antonsson og Sigurður
Guðjónsson 2002). Afföll laxa í sjó eru hins vegar meiri sveifluvaldur og algengt er í
mælingum á afíollum náttúralegra laxaseiða að 90 - 95% seiðanna farist í hafi. Talið er
að mestu afföllin verði á fyrstu vikum sjávardvalar seiðanna. Þannig hefur verið sýnt
fram á fyrir norðlenska laxastofna að sjávarhiti, selta sjávar og áta í sjónum vorið sem
seiðin ganga til sjávar hefur mikil áhrif á lifitölu laxa (Scamecchia 1984, Scamecchia
o.fl. 1989a, b, 1991, Sigurður Guðjónsson o.fl. 1995, Þórólfur Antonsson o.fl. 1992).