Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 201
199 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
1. tafla. Fjöldi og hlutfall laxa veitt og sleppt af heildarlaxveiði á íslandi 1996-2005.
Hlutfall af Hlutfall af
Hlutfall af veiöi smálaxa veiöi stórlaxa
Ár Fjöldí veitt Fjöldi sleppt veiöi % % %
1996 29436 669 2,3
1997 28640 1558 5,4
1998 40286 2826 7,0
1999 31438 3051 9,8
2000 27257 2918 0,7
2001 29943 3607 12,1
2002 33767 5985 17,7 16,8 21,9
2003 34111 5357 15,8 13,3 24,6
2004 45831 7362 16,1 14,3 26,5
2005 55168 9224 16,7 14,7 29,6
Ár
—♦— Selá Hofsá Grímsá Haffjardará
1. mynd. Hlutfall veitt og sleppt af veiði í Selá, Hofsá, Grímsá og Haffjarðará.
í þeim Ijórum ám sem hér er rætt um hafa merkingar og sleppingar laxa verið stöðugastar
í Selá og Hofsá (2. tafla). Hlutfall endurveitt (2x) hefur einnig verið svipað í þeim, 24,4%
í Selá en 26,6% í Hofsá. Endurveiðihlutfall í Grímsá og Haffjarðará hefur verið nokkuð
lægra eða 13,6% og 16,2% að meðaltali. Nokkrum hluta þeirra laxa sem sleppt er oftar en
einu sinni, er tvískráður í veiðibækur sem skekkir tölu yfir hei Idarfjölda slepptra fiska.
Þegar tekið er tillit til þess hlutfalls sem er skráð sleppt oftar en einu sinni kemur í ljós að
það hlutfall er 24,7-26,3% í Selá, Hofsá og Haffjarðará en nokkru lægra í Grímsá. Lægra
hlutfall í Grímsá gæti stafað af minni fjölda merktra laxa. Með því að draga fhjölda
fleirskráðra laxa frá heildarfjölda slepptra laxa fæst sá fjöldi sem ætti að skila sér til
aukinnar hrygningar að hausti en gera verður ráð fyrir því að hlutfallslega séu jafnmargir
ómerktir laxar og merktir veiddir oftar en tvisvar. Það hlutfall var að meðaltali 26,3% í
Hofsá, 24,7% í Selá 25% í Haffjarðará og 4,9% í Grímsá (2. tafla). Þetta hlutfall er því
að meðaltali það sem draga þarf frá til að fá raunverulegan fjölda laxa sem sleppt er og
leggst við hrygningarstofn viðkomandi áa.
Við könnun á notkun Petersen aðferðar við að nota hlutföll merktra og ómerktra til að
meta heildarstofnstærð kom fram 2,7-3,6 falt ofmat þegar litið var til þess hluta Selár í
Vopnafirði sem er ofan teljara.