Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 230
228 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
kostnaður, sama má segja um haustbötun. Það eru því margir þættir sem vegast á
varðandi það að hámarka verðmæti dilkakjötsframleiðslunnar á hverju búi. Til að meta
ólíka kosti í því samhengi hefur verið sett saman reiknilíkan er tengir saman ólíka þætti
sem þama hafa áhrif. Þessu líkani hefur að hluta til verið lýst í fyrri greinum (Jóhannes
Sveinbjömsson, 2004; Emma Eyþórsdóttir & Jóhannes Sveinbjömsson, 2005), en síðan
þær vora skrifaðar hefur líkanið tekið töluverðum breytingum. Helstu forsendum og
aðferðafræði verður lýst lítillega hér á eftir, ásamt því að ýmsar niðurstöður þess verða
birtar og ræddar.
Forsendur og aðferðafræði
Verðtöflur. í líkaninu eru uppsettar töflur þar sem settar em inn allar forsendur um
verð, svo sem grunnverðtafla frá afurðastöð, útflutningsprósenta, gæðastýringarálag,
álagsgreiðslur ffá Markaðsráði og álagsgreiðslur ffá afurðastöð eftir sláturvikum, en
þessar greiðslur koma ekki á alla gæðaflokka og era upplýsingar þar um byggðar inn
í líkanið. í dæmunum hér á eftir er gengið út frá verðskrá Sláturfélags Suðurlands
haustið 2006, en líkanið er þannig úr garði gert að auðvelt er að setja inn mismunandi
verðskrár.
Gœðaflokkun. Gæðaflokkun dilkafallanna hefur mikil áhrif bæði á grannverðið og að
hluta til á allar álagsgreiðslur. Sú leið hefur verið valin að byggja inn töflur þar sem
hægt er að setja inn gerðar- og fituflokkun lamba eftir þyngdarflokkum. Þama er hægt að
taka inn rauntölur frá tilteknum búum, afurðastöðvum eða önnur gögn sem við á. I þeim
dæmum sem farið verður yfir hér á eftir er annars vegar það sem kallast slök flokkun
sem byggt er á nokkurra ára gömlum gögnum frá hjörðum sem vora með flokkun undir
meðallagi (slök gerð, mikil ffta) og hins vegar góð flokkun (góð gerð, lítil fita) sem byggir
á gögnum frá Hestbúinu síðastliðin 6 ár (2001-2006). Samkvæmt þessum dæmum vora
til að mynda 16-17 kg hrútlömb með slaka flokkun með að meðaltali 6,77 í gerð en 8,11
í fitu, en 16-17 kg hrútlömb með góða flokkun með 9,30 í gerð og 6,19 í fitu.
Auk þess mikla munar á flokkun sem er milli einstakra ijárstofna og ræktenda er
verulegur munur milli hrúta og gimbra. Við sama fallþunga era gimbrarnar að jafhaði
með betri gerð en jafnframt feitari en hrútarnir. Því eru töflur um flokkun fyrir hvort kyn
aðgreindar í líkaninu.
Burðartími- vöxtur - sláturtími. Fallþungi við tiltekinn slámrtíma stýrist af því hversu
gamalt lambið er og hversu hratt það hefur vaxið á mismunandi aldursskeiðum. I
líkaninu má skipta vaxtartímanum í mismunandi tímabil með mismunandi vaxtarhraða.
Vaxtarhraðinn í dæmunum hér á eftir er skilgreindur sem g/dag af lifandi þunga og
miðað við fasta kjötprósentu (40%) sem auðvitað er nokkur einföldun. Líkanið tekur
tillit til þess að ekki vaxa öll lömb jafn hratt, heldur er þar töluverður breytileiki af
ýmsum ástæðum. Gert er ráð fyrir að haustþungi lambanna sé normaldreifður og
staðalfrávik í fallþunga sé 2 kg ef öllu væri slátrað beint af fjalli. Þetta byggist á tölum
ffá Hestbúinu. Út frá þessari dreifingu og þeim upplýsingum sem settar eru inn um aldur
og vöxt lambanna raðar líkanið lömbum búsins í fallþungaflokka við tiltekinn sláturtíma,
annars vegar öllum lömbum sem tiltæk eru og hins vegar þeim lömbum sem ákveðið er
að slátra hverju sinni.