Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Qupperneq 240
238 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Holdafar kálfanna var mjög viðunandi í öllum meðferðum og var stigun á bilinu 2,5-
3,25. Hæð á herðar er í eðli sínu ekki mjög nákvæm mæling. Um fæðingu eru kálfamir
um 70 cm á hæð og nálgast svo 90 cm um tólf vikna aldur. Brjóstmál hefur gjaman verið
notað til að meta þyngd nautgripa. Nýfæddir kálfar reyndust hafa að meðaltali 75 cm
brjóstmál og tólf vikna kálfar 96 cm.
5. tafla. Áhrif meðferða á vöxt
Meðferð 1 Meðferð 2 Meðferð 3 Meðfetð 4
Fjöldi kálfa 6 7 7 5
Þvnad \ið fæðineu ke 31.55 31.03 32,86 33,16
Staðalskekkja meðalt. 1,47 1,91 0,78 0,92
Þvngdaraukning kg;dag 1 -4 vikna 0.392 0.519 0,347 0,297
5-8 vikna 0.495 0.551 0.587 0.657
9-12 vikna 0,821 0,714 0,515 0,586
Staðalskekkja meðalt.1> 0,072 0,067 0,067 0,079
0-12\ákna 0.579 0,598 0.505 0,534
Staðalskekkja meðalt.J) 0,033 0,030 0.036 0,036
Þvnad \ið 12 \ikna aldur 7833 79.14 71.43 75.4
Staðalskekkja meðalt. 1,82 2.53 4,55 2,38
Holdstigun 12 vikna 2,79 2,82 2,71 2.70
Staðalskekkja meðalt. 0,042 0,046 0,036 0,050
Hæð á herðar 12 v cm 88.8 86,1 86.1 87.0
Staðalskekkja meðalt. 0,87 1,40 1,34 1,34
Brjóstmál 12 vikna cm 99,00 97,86 95,86 94,60
Staðalskekkja meðalt. 1,48 2,04 1.60 2,16
: P gildi 0,20;: P aildiO.17.
Aðhvarfsgreining var gerð á gögnum frá fimmtu til tólftu viku og reyndist
brjóstmálsmæling gefa góða nálgun á lífþyngd.
Þyngd (kg) = -113 + 1,90 x brjóstmál (cm) : skýringarhlutfall (R2) = 68%
Skýringarhlutfall hækkaði í 73% ef hæð á herðar var líka sett inní formúluna.
Þyngd (kg) = - 140 + 0,838 x hæð (cm) + 1,43 x brjóstmál (cm)
Með því að bæta aldri í vikum inní formúluna hækkaði skýringarhlutfallið í 81 %.
Þyngd (kg) = -69,1 + 0,785 x brjóstm. (cm) + 0,431 x hæð (cm) + 2,58 x aldur (vikur)
Eldi kálfanna var án nokkurra áfalla. Enginn kálfur í þessu verkefni fékk skitu, sem er
nokkuð algengur kvilli í kálfaeldi. Lyst kálfanna var hins vegar nokkuð sveiflukennd
sérstaklega fyrsta mánuðinn.
Eitt af markmiðum verkefnisins var að gera ungkálfaeldi einfaldara og það tókst
ágætlega. Það er ljóst af niðurstöðum verkefnisins að kálfar þrífast vel þar sem þeir hafa
frjálsan aðgang að kjamfóðri og heygjöf byrjar ekki fyrr en við sex vikna aldur. Þetta
hafa margir bændur tileinkað sér nú og ná betri árangri en þegar aðgangur að heyi var
ótakmarkaður og kjamfóðrið skammtað.
Þakkaður er stuðningur Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Fóðurblöndunnar hf. við
verkefnið.