Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 251
249 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Tafla 4. Meðaltöl úr sláturhúsi, fallþungi og flokkun í tilraun I. Leiðrétt fyrir kyni og
aldri lamba.
Hópar1
1 2 3 4 5
Fjöldi slátraðra lamba 16 16 16 17 20
Fallþungi, kg 16,0* 16, Sö 18,6* 17,5» 17,7»*
Stig flTÍr holdfyllingu 8,28* 9,74f' 10,9* 8,S4*» 10,4*
Stig fyrir fitu 6,83* 7,31* 8,24» 7,84*» 7,63*»
I-heát, tnm 8,27* 9,0“ 11,03* 9,84» 9,46»
Kjötprósenta, % 40,8* 42,7» 45,2Ö 43,3»* 44,2“
Stig fyrir frampart (1-5) 3,67* 3,98*» 4,66* 4,01» 4,21»
Stíg ftrir læri (1-5) 3,66* 3,92*» 4,35* 3,81* 4,22»*
a,b,c marktækur munur á milli gilda í sömu línu
’Hópar; 1 = Afréttur, 2 = hálent heimaland á Hesti, 3 = repjubeit 6/8, 4 = repjubeit 20/8, 5 =
repjubeit 3/9.
Þessar niðurstöður sýna að beit á repju frá byrjun ágúst getur vel komið í staðinn fyrir
úthagabeit með ánni, fyrir svo snemmfædd lömb sem hér var um að ræða. Lömbin í
hóp 3 voru 86 daga gömul þegar þau voru vanin undan ánum og beitt á repjuna, en
þau þroskuðust mest yfir tilraunatímann. Vöðvavöxtur tilraunalambanna er á þessum
aldri ennþá mjög mikill en fitusöfnun hófleg og fóðumýting því góð til vaxtar. Þar af
leiðandi hefur tímasetning repjubeitarinnar verið heppileg m.t.t veijahlutfalla. Hrútarnir
virðast hafa haft meiri ávinning af repjubeitinni en gimbramar þar sem þeir vora með
hærri lokalífþunga, meiri vaxtarhraða, hærri fallþunga og þykkari ómvöðva. Þar sem
hrútar þroskast seinna en gimbrar og hafa hærri fullorðinsþunga, mátti reikna með meiri
vöðvavexti hjá þeim á þessu tímabili. Þessar niðurstöður era í samræmi við eldri tilraunir
þar sem repjubeit skilaði þyngri og betur þroskuðum lömbum en beit á há eða úthaga.
Tilraun II
Fyrst eftir fæðingu uxu lömbin í hópunum fjórurn mjög svipað, sjá töflu 5. Vaxtarhraði
lambanna í hóp A1 var lakastur yfir tilraunatímann, frá fæðingu til 17. ágúst. Ekki fannst
marktækur munur á milli vaxtarhraða lambanna í hinum hópunum. Vaxtartímabilið 7.-
26. júní bættu lömbin í hóp A2 mun meira við sig en lömbin í hóp A1 og vora greinilega
að hagnast á túnbeitinni. Lítill munur var á milli vaxtarhraða lambanna í B hópunum.
Þess vegna virðist það hafa meiri áhrif á vaxtarhraða lambanna hvenær ám og lömbum
er sleppt út á vorin en mismunandi gerð af beitilandi.