Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 253
251 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Tafla 7. Meðaltöl úr sláturhúsi, fallþungi og flokkun í tilraun I. Leiðrétt fyrir kyni og
aldri lamba
A1 Hópar1 A2 B1 B2
Fjöldi slátraðra lamba 23 20 18 19
Fallþungi, kg 14,2* 15.0«= 15,56 15,6»
Stig iyrir hoidtý'llingu 8,15 8,41 8,73 8,48
Stig f>rir fitu 5,29* 6.63s 6,44» 6,84»
J-hein, mm 6,61 8,08 7,77 8,01
Kjötprósenta, % 40,4 39,9 40,7 40,7
Stig f>TÍr frampart (1-5) 3,77 3,88 3,90 3,89
Stig fiTÍr læri (1-5) 3,74 3,83 3,86 3.74
a,b marktækur munur á milli gilda i sömu línu
'Hópar; A = hleypt út 4 vikum eftir burð, B = hleypt út 2 vikum eftir burð, 1 = úthagabeit, 2 =
túnbeit
Miðað við þær aðstæður sem voru á tilraunasvæðinu þá gefúr beit á ræktað land með
aðgangi að framræstri mýri yfir sumarið jafn góða dilka til sumarslátrunar og beit á hálent
heimaland á Hesti. Þetta beitarfyrirkomulag getur því hentað vel á þeim láglendisjörðum
þar sem stefnt er að sumarslátrun. Tilraunin sýndi líka að mikilvægt er að koma ám
og lömbum sem fyrst út á tún eftir burð til að hvetja vöxt og þroska lambanna og
að æmar mjólki sem mest. Stefán Sch. Thorsteinnsson og Halldór Pálsson komust að
sömu niðurstöðu í tilraun sinni árið 1975. Ær sem fóm út 4 dögum eftir burð gáfu betri
lömb um haustið en þær sem vom inni þangað til úthaginn var tilbúinn til beitar. Báðir
hópamir fengu sömu fóðmn þangað til úthaginn var tilbúinn til beitar. Þess má geta að
vorið 2004 var mjög gott og sumarið einnig og vissulega hefur það áhrif á vöxt lambanna
til hins betra.
Samantekt
Niðurstöður tilraunar með repjubeit síðsumars era í samræmi við fyrri tilraunir sem
gerðar hafa verið á Hesti, þar sem repjubeitin skilaði hraðari vexti og verðmætari dilkum
en beit á úthaga. Athyglisvert er hversu vel reyndist að taka lömb undan ánum við um
3ja mánaða aldur og setja á repjubeit. í seinni tilrauninni gafst vel að tengja saman beit
á framræsta mýri og tún til sumarslátranar. Beitartilraunir Halldórs Pálssonar og fleiri
árin 1963-1965 á ræktað land gáfu meiri ávinning en raunin varð í tilraun II, en þá var
lömbunum líka beitt á fóðurkál um haustið og ekki slátrað fyrr en í byrjun október.
Niðurstöður þessara tilrauna era gagnleg viðbót við þær upplýsingar sem við höfum
úr eldri beitartilraunum, ekki síst í ljósi breyttra aðstæðna í sölu og markaðssetningu á
lambakjöti.
Lokaorð
Greinin er byggð á meistaraverkefni Þóreyjar Bjamadóttur við Auðlindadeild
Landbúnaðarháskóla íslands vorið 2006 (Þórey Bjamadóttir et al., 2006a; Þórey
Bjamadóttir et al., 2006b). Framkvæmdanefnd búvörusamninga veitti styrk til
tilraunanna.