Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 258
256 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Eins og 3. tafla sýnir fellur meltanleiki við mölun, því meira eftir því sem átið er
meira. Það endurspeglast hins vegar ekki í áhrifum á fallþunga og heildarveijaorku,
þvert á móti gefa gögnin til kynna að meltanleg orka hafi nýst betur yfir í nettóorku í
kögglahópunum. Munurinn í fallþunga á milli hópa F og G er 3,26 kg sem segir til um
mátt kögglunarinnar í þá veru að auka vöxt lambanna, miðað við fóðrun eftir átlyst. Þetta
endurspeglast einnig í heildarorkunni, þrátt fyrir mikið fall í meltanleika við kögglunina.
Einnig er mjög athyglisvert að þrátt fyrir að ekki sé munur á áti milli hópa B og C, er
bæði um að ræða raunhæfan fallþungamun, kögglahópnum (C) í vil og einnig raunhæfan
meltanleikamun, sem er hins vegar heyhópnum (B) í vil.
3. tafla. Tilraun HT-85: Fallþungi, meðalát yfir allt tilraunatímabilið, heildarorka í öllum veþum
og in vivo meltanleiki Sjá skýringar á tilraunameðferðum í 2. töflu.
Fallþunsi. kg At, fcg þe dag Orka, Mcal Meltanleifci 3c
A 12,31 59,51
B 11,15 0,725 43JS 63,54
C 13,11 0,732 58,55 5929
D 13,34 0,935 62,24 65,91
E 15.2S 1,023 73,4S 57,22
F 13,75 0,963 60,52 63,33
G 17,01 1,506 SS,79 51,70
Minnsti m arktæki munur-' 1.S9 0.054 15,05 3.03
: miðað viö p<0,05
Þróun í áti yfir tilraunatímabilið í HT-87er sýnd á 2. mynd. Eins og lagt var upp með var
átið svipað í þeim flokkum sem fóðraðir voru skv. viðhaldsþörfum (BI, BII, CI og CII),
einnig í þeim flokkum sem fóðraðir voru á 1,5 x viðhaldsþörfum (DI, DII, CI og CII),
þó þar megi greina örlítið minna át af síðslægjunni. Rétt er að geta þess að í flokkum DI
og DII var í raun fóðrað eftir átlyst á heyinu þannig að þá flokka má vel bera saman við
flokka FI og FII. Sá samanburður (sbr 2. mynd og 4. töflu) sýnir að átgeta jókst um 55%
við kögglun á snemmslegna heyinu (DI samanborið við FI) en um 75% við kögglun á
síðslegna heyinu, enda er hverfandi munur á áti milli FI og FII.
2. mynd. Þurrefnisát lamba í tilraun HT-87. Sjá skýringar á tilraunameðferðum í 2. töflu.