Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 261
259 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
getur innbyrt meira af fóðrinu per tímaeiningu (-^meira át). Áðurnefnd samantekt
Minson (1963) sýndi að eftir því sem fóðurgæði voru lakari voru jákvæð áhrif kögglunar
á át og vöxt meiri, sem er í góðu samræmi við niðurstöður þeirra tilrauna sem hér hefur
verið greint frá. Sama samantekt sýndi einnig að niðurstöður tilrauna vom nokkuð
breytilegar um það hvort kögglun hefði jákvæð, engin eða neikvæð áhrif á vöxt ef
fóðrunarstig var það sama fyrir kögglað og ókögglað fóður. Hins vegar ber niðurstöðum
vel saman um jákvæð áhrif kögglunar á vöxt þegar fóðrað er eftir átlyst. Því má álykta
að jákvæð áhrif kögglunar á vöxt gripa felist fyrst og fremst í auknu áti. Hins vegar
eru í sumum tilraunum, þar á meðal HT-85 og HT-87, vísbendingar um jákvæð áhrif
kögglunar á nýtingu meltanlegrar orku yfir í nettóorku (þ.e. vöxt). Blaxter og Graham
(1956) sýndu fram á að lækkaður meltanleiki af völdum kögglunar var veginn upp með
minna orkutapi á formi hita annars vegar og metans hins vegar. Minnkað hitatap skýrist
af minni orkunotkun meltingarfæranna við meltingu á hverri einingu lífræns efnis,
og minni metanframleiðsla er afleiðing af breyttri gerjun í vömb. Hröð gerjun leiðir
almennt til aukinnar framleiðslu á própíonsýru í vömb, einkum á kostnað edikssýru
(Jóhannes Sveinbjömsson, 2006). Metan er hliðarafurð edikssýmframleiðslu en ekki
própíonsýmframleiðslu. Við kögglun, og almennt séð við aukið át, lækkar in vivo
meltanleiki trénishluta fóðursins (fmmuveggs), en meltanleiki frumuinnihaldsins lækkar
mjög lítið (Blaxter og Graham, 1956). Fmmuinnihaldið er ríkt af hraðgerjanlegum
kolvetnum, sem skýrir þá hvers vegna hið aukna át eykur gerjunarhraðann, með
fyrrgreindum afleiðingum.
Það er orðið vel þekkt að aukið át og þar með aukinn flæðihraði í gegnum vömb hefur
mjög jákvæð áhrif á magn þess próteins sem nýtist skepnunni (AAT). Getur þetta annars
vegar stafað af því að með auknum flæðihraða í gegnum vömb kemst meira fóðurprótein
ómelt þar í gegn og er tekið upp í mjógimi sem amínósýrur. Hin ástæðan, sem að öllum
líkindum er veigameiri þegar um gróffóður er að ræða, er sú að örvemflóra vambarinnar
endurnýjar sig hraðar og framleiðir því meira prótein eftir því sem flæðihraði í gegnum
vömbina er meiri. I heild sinni þýðir aukinn flæðihraði því að hráprótein fóðursins
nýtist að stærri hluta sem uppsogaðar amínósýmr (AAT), en minna verður á formi ónýtts
umframpróteins (PBV).
Eins og sjá má af framansögðu em ýmsar líffræðilegar skýringar tiltækar á því hvers
vegna orkunýting til vaxtar á köggluðu fóðri er svo góð sem raun ber vitni þrátt fyrir
lækkun í meltanleika. Það til viðbótar við þá gífurlegu aukningu á áti sem kögglunin
leiðir af sér gerir það að verkum að kögglun er mjög öflug leið til að auka fóðmnarvirði
gróffóðurs, jafnvel að gera það að kjamfóðurígildi. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að
kögglun hefur mismikil áhrif eftir því hvers konar skepnur er um að ræða. Almennt eykur
kögglunin fóðrunarvirðið meira eftir því sem skepnan er yngri og minni. Greenhalgh
og Reid (1973) fundu að kögglun jók át um 45% hjá sauðfé en 11% í nautgripum.
Með auknum aldri (stærð) gripanna minnkuðu áhrif kögglunar á átgetu, meira þó hjá
nautgripum en sauðfé.
Vegna þess að sláturtilraunir með orkumælingu eins og HT-85 og HT-87 em dýrar í
framkvæmd er áhugavert að velta fyrir sér hvort hægt sé að nálgast heildarveljaorku
með óbeinum mælingum. Ásamt fallinu sjálfu er það mörinn sem vegur mest í
heildarorkumagni skepnunnar. Ef hægt væri að tengja mörmagn fallþunganum væri þar
kominn óbeinn mælikvarði á heildarorkumagn skrokkanna, með því að tengja þetta við