Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 275
273 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
gamaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali
26,7 milljónum króna. Þá er einvörðungu litið til fargaðra riðuhjarða og þær jafnframt
látnar bera kostnað vegna fargaðra áhættuhjarða. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar
sem gamaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljón króna.
Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og gamaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-
2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafhaði um 16,5 milljónir króna
á ári. Kostnaðurinn er annars vegar áætluður óbættur kostnaður sem út af stendur eftir
hreinsun og uppbyggingu eftir niðurskurð vegna riðu og hins vegar útlagður kostnaður
við vamir gegn gamaveiki, sem er að stærstum hluta kostnaður við bólusetningu
ásetningslamba.
I sambandi við kostnað bænda vegna riðu ber að geta um andlega áreynslu og stundum
andlegt áfall sem bóndi og fjölskylda hans verður fyrir þegar ævistarfið er þurrkað út í
skyndingu. Það, að sjúkdómurinn kemur upp, er mörgum áfall sem ekki verður að öllu
leyti bætt með peningum. Mörgum er hjörðin safn persónulegra vina sem þeir hafa ræktað
kynslóð fram af kynslóð. Stundum kemur einnig til áfellisdómur nágranna sem hvort
tveggja getur verið ósanngjam og órökstuddur. Rétt er einnig að benda á, að riðujörð er
trúlega ekki jafn auðseld og líklega verðminni en áður með tilliti til sauðijárræktar. Allt
em þetta þættir sem lítið hafa ræddir hingað til og þyrfti að veita meiri athygli.
Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf
milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað
afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma.
Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Kostnaður vegna eftirlits í sláturhúsum
er greiddur af sláturleyfishöfum til ríkissjóðs í formi markaðra skatttekna sem svo em
greiddar til embættis yfirdýralæknis (nú Landbúnaðarstofnunar) gegnum viðfangsefnið
heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum.
í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir helstu hagsmunaðilum, sem útrýming riðu
og garnaveiki í sauðfé varðar, þ.e. stjómvöldum, framleiðendum, verslunarinnar og
neytenda. Samhliða er sett fram greining á Ijárhagslegum hagsmunum þeirra.
í lokakafla skýrslunnar er gerð hagfræðileg greining á því ef vamir gegn riðu yrðu lagðar
af samanborið við óbreyttar vamir gegn riðu samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Einnig
er sett fram mat á núverandi vömum.
Niðurstaða hagfræðilegs mats á hugsanlegri ákvörðun stjómvalda á því að hætta að verja
fé úr ríkissjóði til varnaraðgerða, fyrirbyggjandi aðgerða og greiðslu bóta vegna riðuveiki
er, að slík aðgerð yrði ekki kostnaðarlega hagkvæm til skemmri tíma litið (þ.e. miðað við
370-510 milljóna króna fómarkostnað á núvirði) og óvíst væri um langtímaáhrif.
Niðurstaða hagfræðilegs mats á því hvort arðbært sé fyrir stjómvöld að halda áfram
vamaraðgerðum, fyrirbyggjandi aðgerðum og bótagreiðslum vegna riðuveiki er,
samkvæmt ofangreindum forsendum, að slíkt verkefni sé kostnaðarlega hagkvæmt
a.m.k. til 35 ára.1 Þá er miðað við útrýmingu á 15 árum og vöktun (eftirlit) gagnvart
riðuveiki í allt að 20 ár eftir að síðasta tilvik greinist. Abati af verkefninu skilar sér í
aukinni velferð til samfélagsins, jafnvel þótt takmark um útrýmingu veikinnar náist
eftir þann tíma sem það telst kostnaðarlega hagkvæmt. Til áréttingar er bent á þann
fómarkostnað og ójafnvægi sem yrði því samfara að hætta að verja fé til verkefnisins