Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 278
276 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Frá sjónarhóli stjómvalda er meginatriðið að fjárstuðningur við framleiðendur
nái markmiði sínu hvað varðar opinbera stefnumótun í atvinnuveginum (þ.e.
landbúnaðarstefnuna). Þar koma til atriði eins og nýting innlendra aðfanga og auðlinda;
að atvinnuöryggi raskist ekki og þar með mikilvægir þættir byggðastefnunnar,
auk fæðuöryggis þjóðarinnar og faglegs þáttar er varðar eftirlitsaðila. Loks skiptir
stuðningurinn hagkerfið máli vegna verðmætasköpunar greinarinnar en hann nam 65,5%
af verðmætasköpun greinarinnar á árinu 2004, svo og vegna skatttekna af sölu afurðanna
en áætlað er að virðisaukaskattur hafi numið um 1 milljarði króna á árinu 2004. Mikið er í
húfi fyrir bændur að áfram takist vel til í baráttunni við veikina vegna jákvæðrar ímyndar
afurðanna og ekki síður í ljósi þess að fleiri útflutningsmarkaðir kynnu að opnast við
útrýmingu veikinnar. Útflutningsmarkaðimir em mikilvægir og nam andvirði útflutnings
afurðastöðva (sem að stærstum hluta em í eigu bænda) um hálfum milljarði króna á árinu
2004. Áætlað er, að velta verslunarinnar á árinu 2004 vegna afurða sauðfjárræktarinnar
(að meðtöldu andvirði unninna kjötvara) hafi verið á bilinu 7-8 milljarðar króna með
virðisaukaskatti.
Niðurstaða hagfræðilegs mats á hugsanlegri ákvörðun stjómvalda á því að hætta að verja
fé úr ríkissjóði til vamaraðgerða, fyrirbyggjandi aðgerða og greiðslu bóta vegna riðuveiki
er, að slík aðgerð yrði ekki kostnaðarlega hagkvæm til skemmri tíma litið (þ.e. miðað við
370-510 milljóna króna fómarkostnað á núvirði) og óvíst væri um langtímaáhrif. Tekið
var mið af erlendum rannsóknum á söluskerðingum í kjölfar sjúks kjöts á markaði og
leiðrétt fyrir íslanskar aðstæður sem gera ráð fyrir 18-22% serðingu á seldu magni um 1 -2
ára skeið, en þess að auki er einnig gert ráð fyrir 4-8% verðlækkun í matvöraverslunum.
Gert er ráð fyrir að vinna þurfi upp slíkt tap með að markaðs- og almannatengslavinnu
sem beinist að því að fullvissa almenning um gæði afurðanna, einkum með fræðslu um
traustan framleiðsluferil sem komi í veg fyrir að kjöt af sýktum dýmm komist á markað.
Kostnaðarmat á slíkri herferð er 70-80 milljónum króna á ári í tvö ár.
Við útreikning ábata og kostnaðar við að óbreyttar vamaraðgerðir gegn riðu var
litið til þriggja tímabila, fyrir 10 ár, 15 ár og 20. Þá vom settar upp mismunandi
ávöxtunarkröfur, þ.e. á bilinu 0-5%5. Ávöxtunarkrafa tekur mið af þeim kostnaði sem
ríkissjóður fjármagnar sig með eða ávaxtar fjármuni sína, en núverandi markaðskrafa
er um 4,3% fyrir verðtryggð skuldabréf með minnsta áhættu.6 Þar sem stýrivextir
Seðlabanka íslands7 em í dag þeir hæstu í áratug var talið óhætt að gera ráð fyrir lægri
meðalvöxtum næstu 15-50 árin. Þrjú til ijögur prósent ávöxtunarkrafa væri því réttmæt
að mati skýrsluhöfunda. Kostnaðarforsendur taka mið af sjö ára tímabilinu 1998-
2004. Niðurstaða hagfræðilegs mats á því hvort arðbært sé fyrir stjómvöld að halda
áfram vamaraðgerðum, fyrirbyggjandi aðgerðum og bótagreiðslum vegna riðuveiki
er, samkvæmt ofangreindum forsendum, að slíkt verkefni sé kostnaðarlega hagkvæmt
a.m.k. til 35 ára.8 Þá er miðað við útrýmingu á 15 ámm og vöktun (eftirlit) gagnvart
riðuveiki í allt að 20 ár eftir að síðasta tilvik greinist. Ábati af verkefninu skilar sér í
aukinni velferð til samfélagsins, jafnvel þótt takmark um útrýmingu veikinnar náist
eftir þann tíma sem það telst kostnaðarlega hagkvæmt. Til áréttingar er bent á þann
fómarkostnað og ójafnvægi sem yrði því samfara að hætta að verja fé til verkefnisins.
Niðurstaða mats á því hvort arðbært sé fyrir stjómvöld að halda áfram vamaraðgerðum
og útrýmingu á gamaveiki er, að slikt verkefni sé kostnaðarlega hagkvæmt, enda takist
að útrýma veikinni á 10 árum (þ.e. á ámnum 2003-2012) samkvæmt áætlun embættis