Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 286
284 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
og plönturætur og rakainnihald mælt. Var þetta framkvæmt í kæliherbergi við 5°C til að
halda líffræðilegum ferlum í lágmarki. Jarðvegur var síðan settur í mismundi sýnaglös
í þrítaki fyrir hverja mælingu og sett í frystiherbergi við -20°C í 2 vikur til að tryggja
að allur jarðvegur væri ffosinn. Að þeim tíma loknum var jarðveginum komið fyrir í
áðumefnda hitaskápa þar sem jarðvegurinn var geymdur í 2 vikur til viðbótar eða þar
til jafnvægi var náð. Eftir 2 vikur vom eftirfarandi mælingar framkvæmdar, lausbundið
N03' og NH4+(Blakemore, 1987) til að meta plöntunýtanlegt N við mismunandi hitastig
og heildarlífmassa (Vance o.fl. 1987) til að meta áhrif hitastigs á lífmassa jarðvegs.
Virkni lífmassans var athuguð með því að mæla virkni 2 ensíma (Dehydrogenase og
Phosphatase) sem mikilvæg era í næringarefnahringrás jarðvegs. Dehydrogenase ensím
vora mæld samkvæmt aðferðum (Trevors o.fl 1984) og voru fyrir valinu því þau gegna
mikilvægu hlutverki í byrjunarstigum oxunar lífræns efnis. Phosphatase ensím voru
mæld samkvæmt aðferðum (Tabatai og Bremmer, 1969) og gegna mikilvægu hlutverki
við að umbreyta lífrænt bundnu fosfóri í ólífrænt form og vora valin vegna þess hversu
fastbundið fosfór er í jarðvegi af eldfjallaupprana. Allar mælingar vora framkvæmdar
við áðumefnd 4 hitastig (-10°C , -2°C , +2°C , +10°C). Þó var ensímvirkni ekki mæld
við -10°C vegna þess að ensímlausnin fraus við það hitastig.
Jarðvegsöndun (basal respiration) var mæld samkvæmt aðferðum Anderson og Domsch
(1978) á jarðvegsýnum við mismunandi hitastig, en í stað þess að mæla öndunina eftir 2
vikur, eins og gert var í örðum mælingum, var öndun mæld á fyrstu 24 klukkustundimar
eftir aðjarðvegur var færður úr -20°C yfir í hitaskápana 4. Jarðvegsöndun var mæld eftir
3,6,12 og 24 tíma við -10°C , -2°C , +2°C, +10°C. Var þetta gert til þess að mæla hversu
hratt jarðvegur vaknar til lífsins eftir frostakafla en einnig til þess að athuga hversu virkur
jarðvegur er við mismunandi hitastig. Einnig var reiknaður út Q'° hitastuðull samkvæmt
Mikan o.fl. (2002) en Q'" stuðull lýsir breytingu á hraða efnahvarfa við hverja 10 gráðu
hitastigshækkun. í þessari rannsókn var stuðullinn reiknaður út frá breytingum á öndun
jarðvegs við mismunandi hitastig.
Allar niðurstöður era gefnar upp á þurrvigt jarðvegs (ofnþurrkaður jarðvegur, 105°C, 24
tímar) og era meðaltöl sýna í þrítaki.
Helstu niðurstöður
Tilgáta 1, hafa hitastigsbreytingar áhrif á lífmassa landbímaðarjarðvegsl
Hitastigbreytingar, -10°C , -2°C , +2°C og +10°C höfðu ekki áhrif á stærð lífmassa, þar
sem ekki var tölfræðilegur munur á mældum lífmassa (mg/kg á jarðveg) við mismunandi
hitastig.
Tilgáta 2, er jarðvegur sem nýttur tilfóðurframleiðslu á norðlægum slóðum líffrœðilega
virkur við hitastig undir frostmarki?
Virkni mældist í jarðvegi við hitastig undir frostmarki og má þar nefna , jarðvegsöndun
og lausbundið N sem mældist í öllum hitastigum. Virkni dehydrogenase og phosphatase
ensíma mældist við -2°C , +2°C og +10°C.