Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 292
290 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
jarðræktarrannsókna á íslandi og fáir eða engir staðir verða eftir þar sem fylgjast má með
áhrifum jarðræktar á hægfara breytingar á jarðvegi.
Langtímatilraunir hafa auk ofangreindar rannsókna verið nýttar til athugana á áhrifum
áburðar á uppskeru (Hólmgeir Bjömsson, 1975), nýtingu áburðarefna (Sigfus Olafsson,
1974), erfðavistfræðilegra athugana (Áslaug Helgadóttir og R.W. Snaydon, 1985, 1986),
athugana á áhrifum veðurfars á sprettu (Hólmgeir Bjömsson og Áslaug Helgadóttir,
1988), athugana á jarðvegi (Bjami Helgason 1975, Þorsteinn Guðmundsson 1991),
til athugana á tilraunaskekkju í langtímatilraunum (Hólmgeir Bjömsson, 1974) og til
athugunar á þróun svömnar við N-áburði (Ríkharð Brynjólfsson 2005).
1. tafla. Langtímatilraunir á Islandi.
Staður Nr. og heiti Breyúlegur áburður Staða
Sámsstaðir 8-50 Kaiiáburöur ámfrartún K nv tiiraun 2006
9-50 Fosfóráburður á mvrarcun P nv tilraun 2006
16-56 Nimráburður á mvrartún N hætt 2004
10-45 Samanburður á tesundum N-áburðar N stefnt að nýnri tilraun
1-49 Eftirverkun fosfóráburðar P stefnt að nvm tilraun
147-64 Kjarni á móatún N ný tilraun 2007
Geitasandur 3-59 Fosfóráburður á sandtún P óbrevtt
11-59 Kalíáburður á sandtún K óbrevrt
19-58 Níturáburður á sandtún N óbrevtt
Akurevri 5-45 Samanburður á tegundum N-áburðar N nv tiiraun 2007
4-38 Eftirverkun fosfcráburðar P nv tiiraun 2007
Hvanneyri 299-70 Skortseinkenní á grösum N, P 02 K obreytt
437-77 N-áburður og árfa-ðismunur N,P,K og sauðatað óbreytt
Áhrif Kjarna á auðleyst næringarefni
í tilraun nr. 147-64 á Sámsstöðum era bomir saman vaxandi skammta af nitri í formi
Kjama (NH4N03). Jarðvegssýni vora tekin úr þremur dýptum, 0-5, 5-10 og 10-20 cm,
haustið 2005 þegar tilraunin hafði staðið í 41 ár.
Fosfór var borinn á sem þrífosfat, en í því er Ca, og kalí sem kalíumklóríð (2. tafla).
Ekkert magnesíum var borið á. Upptaka efna er reiknuð fyrir tímabilið 1964-1976 þar
sem niðurstöður mælinga úr nýrri sýnum fengust ekki fyrr en skömmu áður en handriti
var skilað. Meðalupptaka á öllum næringarefnunum fór vaxandi með auknum skammti
af Kjama. Meðalupptaka á P fór ekki yfir áborinn P en upptaka á K var langt yfir ábomu
kalíi, frá rúmlega helmingi meira en á var borið í reitum með lægsta N skammtinn í
rúmlega þrisvar sinnum meira í reitum með hæsta skammt af Kjama. Á þessum 13 áram
vora 780 kg K/ha fjarlægð umfram áburð á reitum með minnsta N-skammtinn, en úr
reitum með hæsta N skammtinn vora 1440 kg K/ha umfram áburð fjarlægð. Þótt mikið
kalí hafi verið tekið upp umfram áburð kemur ekki fram að K% í uppskera hafi farið
lækkandi á seinni árum tilraunarinnar. Meðalupptaka á Mg voru 8 til 18 kg/ha og á 13
árum vora samtals 104 til 234 kg Mg/ha fjarlægð. Þetta er rnun minna en það kalí sem
var fjarlægt auk þess sem forði af Mg er mun meiri og áhrif á hlutfall Mg í uppskera
komu ekki fram.