Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 295
293 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Umræður
Langtímatilraunir gegna víða mikilvægu hlutverki við að greina áhrif jarðræktar á
jarðveg og þróun búskaparhátta sem talist geta sjálfbærir. Hinar íslensku tilraunir
hafa ekki verið nýttar til þess hingað til nema í takmörkuðum mæli. Þessi rannsókn á
jarðvegi tilraunar með vaxandi skammta af nitri og eldri úttekt á tilraun á Skriðuklaustri
sýnir hversu mikil áhrif áburður getur haft á auðleyst næringarefni. Þar sem forði er
takmarkaður eins og er með kalí er spurning hversu lengi megi ganga á hann svo hægt
sé að tala um sjálfbæmi. Bændur bera sjaldan á meira en 120 kg N/ha og auk þess fá
tún yfirleitt húsdýraáburð þannig að þessi tilraun sýnir ekki þá þróun sem hefur orðið á
íslenskum túnum. Niðurstöðumar sýna þó að þörf er á aðgát.
I upphafi tilraunarinnar fékkst uppskeruauki fyrir áburð allt að 240 kg N/ha. Fljótt fór
þó að draga úr svömn við hæstu skömmtum og á seinni hluta tilraunatímans hefur
verið lítill uppskemauki fyrir áburð umfram 150 kg N/ha. Einnig hefur orðið mikil
gróðurfarsbreyting við 240 kg N/ha. Arið 2001 var háliðagras alveg horfið úr þessum
reitum og língresi orðið ríkjandi gróður í stað túnvinguls og vallarsveifgrass. Þær
breytingar, sem hafa orðið á jarðvegi, hafa því skert vaxtarskilyrði grass veralega.
Niðurstöður frá Skriðuklaustri sýndu að ræktun getur haft veraleg áhrif á kolefnis- og
niturbúskap jarðvegs og er það í samræmi við niðurstöður annars staðar frá. Hinsvegar
er kolefnismagn yfirleitt hátt í íslenskum jarðvegi og þarfnast sérstakra athugana.
Langtímatilraunir gefa einstakt tækifæri til að kanna nánar hvemig magn kolefnis í
jarðvegi breytist við áburðargjöf og jafnvel við mismunandi ræktunaraðferðir. Til að svo
megi verða er nauðsynlegt að halda þessum tilraunum við.
Eins og nú horfir þá er líklegt að flestar langtímatilraunir í jarðrækt leggist af, mestar
líkur era á að tilraunirnar á Hvanneyri verði þær einu sem halda áfram, en þær eru á
mýrarjarðvegi. Með því glatast grannur sem byggður hefur verið upp í áratugi og engin
tilraun yrði eftir á móajarðvegi eða brúnjörð, hinum eiginlega Andosol, og væri það
skaði sem nær langt út fyrir ísland vegna þess hversu sjaldgæf þessi jarðvegstegund er.
Heimildir
Áslaug Helgadóttir og R.W. Snaydon, 1985. Competitive interactions between populations of Poapratensis
and Agrostis tenuis from ecologically-contrasting environments. Joumal of Applied Ecology 22, 525-537.
Áslaug Helgadóttir og R.W. Snaydon, 1986. Pattems of Genetic variation among populations of Poapraten-
sis L. and Agrostis capillaris L. from Britain and Iceland. Joumal of Applied Ecology 22, 525-537.
Bjami Helgason, 1975. Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunarefnisáburðar. Samanburður
þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. ísl. landbún. 7 (1-2), 8-19.
Blake. L., K.W.T. Goulding, C.J.B. Mott and A.E. Johnston. 1999. Changes in soil chemistry accompanying
acidification over more than 100 years under woodland and grass at Rothhamsted Experimental Station,
U.K. European Joumal of Soil Science 50, 401-412.
Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Bjömsson og Þorsteinn Guðmundsson 2003. Langtímaáhrif mismunandi
nituráburðar á uppskeru og jarðveg. Tilraun 19-54 á Skriðuklaustri. Fjölrit Rala nr. 212, 80 bls.
Hólmgeir Bjömsson, 1974. Analysis of Perennial Crops Experiments with Autocorrelated Errors and Ap-
plications to Icelandic Grassland Experiments.