Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 299
297 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
að þau byrjuðu að grænka (meðaltal margra ára og staða) en breytileikinn var mikill.
Það tók haustáburðarreitina hins vegar 10 dögum lengri tíma að verða algrænir en
voráburðarreitina. Þetta er einnig í góðu samræmi við gögn veðurathugunarmanna, en
þar kom fram, að því fyrr sem byrjaði að grænka þeim mun lengri tími leið frá byrjun
gróanda þar til tún urðu algræn. Fyrir hvem dag sem vorkomunni seinkaði styttist þessi
tími um hálfan dag. Það passar mjög vel við seinni áburðartímann að vori í þessari
tilraun sem er á svipuðum tíma og gerist hjá bændum. Þeir reitir byrjuðu að grænka 19
dögum seinna er haustáburðarreitimir en vom orðnir algrænir 10 dögum á eftir þeim.
Reitimir sem ekki fengu áburð byrjuðu seinna að grænka en hinir og það tók þá lengri
tíma að verða algrænir. Næringarástand gróðursins hefur því töluverð áhrif á það hversu
snemma byrjar að grænka. Fyrri áburðartíminn að vori flýtti byrjun gróanda um 5
daga og haustáburður um 19 daga. Þetta þýðir þá einnig að gróður byrjar að lifna við
mismunandi hitastig, allt eftir næringarástandi hans (2. tafla).
Árin 1995, 1997, 1998, 1999 og 2001 sást grænn litur á haustáburðarreitum þó ekki
væm nema 9-13 sm niður á klaka. Önnur ár var jörð klakalaus niður í 20 sm dýpt þegar
haustáburðarreitir fóru að grænka. Árin 1995 og 1997 byrjuðu voráburðarreitimir að
grænka meðan enn vom 16-18 sm niður á klaka, annars var orðið klakalaust í 20 sm dýpt
þegar þeir byrjuðu að lifna.
2. tafla. Jarðvegs- og lofthiti vikuna fyrir byrjun gróanda, meðaltal 12 ára. Gefinn er
meðalhiti vikunnar öll árin og hitinn þær vikur sem meðaltalið var hæst og lægst.
Aburðartími Jarðvegshiti í 20 sm dýpt Jaróvegshiti í 10 sm dýpt Lofthiti í 2 m hæð
Lægst Mt. Hæst Lægst Mt. Hæst Lægst Mt. Hæst
Haustáburður 0,5 2,1 -0,1 0,6 1,9 0,0 4,4 6,8 1,7
Fyrir gróanda 1,8 5,3 0,2 2,6 5,7 0,7 5,3 7,3 2,4
Eftir gróanda 3,3 5,6 0,7 3,8 5,7 0,7 6,2 8,5 3,3
Enginn áburður 4,7 8,8 2,8 4,9 6,9 3,0 6,4 8,9 4,3
Uppskera
Uppskera áburðarlausu reitanna er eðlilega minni en hinna (3. tafla). Fyrstu þrjú árin var
uppskera þeirra í byrjun ágúst um helmingur af uppskem ábomu reitanna, um fjórðungur
næstu 4 árin og enn minni eftir það. Það hefur sem sé gengið á forða næringarefna í
þessum reitum.
Snemma á vorin vom haustáburðarreitirnir með mesta uppskem, í lok maí var fyrri
voráburðartíminn kominn með hærri uppskem en haustáburðarreitimir og urn 20. júní
var seinni voráburðartíminn einnig búinn að ná haustáburðarreitunum.
Um 20. júní var flest árin meiri uppskera á reitum sem fengu áburð fyrir byrjun gróanda
en þeim sem fengu áburð eftir að byrjaði að grænka. Það skiptist hins vegar nokkuð
jafnt hvor voráburðartíminn var hærri í ágúst. Fyrri hluta tímabilsins sem tilraunin
stóð var fyrri voráburðartíminn jafnan með hæsta uppskem í byrjun ágúst, en seinni
voráburðartíminn síðari hluta tímans.